„Forsetakosningarnar byrja í raun og veru á morgun“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. nóvember 2022 11:34 Reiknað er með að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynni um forsetaframboð innan fárra daga. Ron DeSantis ríkisstjóri Flórída, við hlið Trumps á mynd, hefur einnig verið orðaður við framboð. Og í þingkosningunum í dag beinast flestra augu að hinum mönnunum tveimur; John Fetterman og Dr. Oz, sem berjast um öldungardeildarþingsæti í Pennsylvaníu. Samsett Repúblikanar ná líklega meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum sem haldnar eru í dag, samkvæmt síðustu könnunum. Mikil andstaða við störf Bidens er því í kortunum næstu árin, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Niðurstöðurnar gefi tóninn fyrir forsetakosningarnar eftir tvö ár - og sú kosningabarátta hefjist á morgun Demókratar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins eins og stendur. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir þá enn eiga möguleika á að halda meirihlutanum í fulltrúadeildinni - en mjög litla. Sigur repúplikana sé öllu líklegri. „Það sem má búast við að sjá er að þingið fari í yfirheyrslur og reyni að mála upp athafnir Bidens í embætti sem vafasamar, til dæmis að vera með yfirheyrslur út í það hvernig var staðið að ákvörðunum að fara út úr Afganistan.“ Silja Bára ÓmarsdóttirVísir/Vilhelm Flestra augu hafa beinst að baráttunni um öldungardeildarþingsæti í Pennsylvaníu. Þar berjast tveir óhefðbundnir frambjóðendur; Trumpistinn og sjónvarpslæknirinn Doktor Oz, repúplikani, og heimamaðurinn John Fetterman, demókrati. „Fetterman fékk heilablóðfall í vor og hefur verið að glíma við afleiðingar þess. Í vor var búist við að hann myndi vinna yfirgnæfandi sigur en nú eru þeir hnífjafnir í mælingum,“ segir Silja Bára. Gefur þetta ekki svolítið tóninn fyrir forsetakosningar, þó að þær séu nú fjarlægar? „Jú, forsetakosningarnar byrja í raun og veru bara á morgun, kosningarnar 2024. Útkoma frambjóðenda sem Trump hefur lýst yfir stuðningi við, hún mun auðvitað hafa áhrif á það hvernig hann telur sér verða tekið. Það er talið liklegt að hann tilkynni á næstu dögum um framboð. [Ron] DeSantis [ríkisstjóri Flórída] er auðvitað mjög náinn honum en ef hann fer í framboð á móti honum þá veit maður ekki hvað gerist. Maður hefur heyrt frá Flórída að fólk sem styður þá báða vill að DeSantis bíði, leyfi Trump að taka þennan umgang og fari í framboð á eftir honum. Þannig að það munu stíga fram núna frambjóðendur repúblikana mjög fljótlega,“ segir Silja Bára. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Tvö erfið ár í vændum fyrir Biden Repúblikanar eru líklegir til að ná tökum á báðum deildum Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem hefjast í dag, sé mið tekið af könnunum vestanhafs. Það myndi hafa mjög slæm áhrif á næstu tvö árs Joe Biden í Hvíta húsinu og mögulega gera út af við þær vonir sem Biden ber til annars kjörtímabils. 8. nóvember 2022 11:02 Ólík sýn, ofbeldi á kjörstað og sjónvarpslæknir í framboði Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum í dag. Hindranir leynast víða í nálægð við kjörklefann og er möguleiki á því að endanlegar niðurstöður kosninganna liggi ekki fyrir fyrr en í janúar á næsta ári. 8. nóvember 2022 08:01 Trump boðar „mjög stóra tilkynningu“ Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í aðdraganda kosninganna í dag og kom fram á fjöldafundum til að styðja við sitt fólk. 8. nóvember 2022 07:54 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Demókratar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins eins og stendur. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir þá enn eiga möguleika á að halda meirihlutanum í fulltrúadeildinni - en mjög litla. Sigur repúplikana sé öllu líklegri. „Það sem má búast við að sjá er að þingið fari í yfirheyrslur og reyni að mála upp athafnir Bidens í embætti sem vafasamar, til dæmis að vera með yfirheyrslur út í það hvernig var staðið að ákvörðunum að fara út úr Afganistan.“ Silja Bára ÓmarsdóttirVísir/Vilhelm Flestra augu hafa beinst að baráttunni um öldungardeildarþingsæti í Pennsylvaníu. Þar berjast tveir óhefðbundnir frambjóðendur; Trumpistinn og sjónvarpslæknirinn Doktor Oz, repúplikani, og heimamaðurinn John Fetterman, demókrati. „Fetterman fékk heilablóðfall í vor og hefur verið að glíma við afleiðingar þess. Í vor var búist við að hann myndi vinna yfirgnæfandi sigur en nú eru þeir hnífjafnir í mælingum,“ segir Silja Bára. Gefur þetta ekki svolítið tóninn fyrir forsetakosningar, þó að þær séu nú fjarlægar? „Jú, forsetakosningarnar byrja í raun og veru bara á morgun, kosningarnar 2024. Útkoma frambjóðenda sem Trump hefur lýst yfir stuðningi við, hún mun auðvitað hafa áhrif á það hvernig hann telur sér verða tekið. Það er talið liklegt að hann tilkynni á næstu dögum um framboð. [Ron] DeSantis [ríkisstjóri Flórída] er auðvitað mjög náinn honum en ef hann fer í framboð á móti honum þá veit maður ekki hvað gerist. Maður hefur heyrt frá Flórída að fólk sem styður þá báða vill að DeSantis bíði, leyfi Trump að taka þennan umgang og fari í framboð á eftir honum. Þannig að það munu stíga fram núna frambjóðendur repúblikana mjög fljótlega,“ segir Silja Bára.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Tvö erfið ár í vændum fyrir Biden Repúblikanar eru líklegir til að ná tökum á báðum deildum Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem hefjast í dag, sé mið tekið af könnunum vestanhafs. Það myndi hafa mjög slæm áhrif á næstu tvö árs Joe Biden í Hvíta húsinu og mögulega gera út af við þær vonir sem Biden ber til annars kjörtímabils. 8. nóvember 2022 11:02 Ólík sýn, ofbeldi á kjörstað og sjónvarpslæknir í framboði Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum í dag. Hindranir leynast víða í nálægð við kjörklefann og er möguleiki á því að endanlegar niðurstöður kosninganna liggi ekki fyrir fyrr en í janúar á næsta ári. 8. nóvember 2022 08:01 Trump boðar „mjög stóra tilkynningu“ Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í aðdraganda kosninganna í dag og kom fram á fjöldafundum til að styðja við sitt fólk. 8. nóvember 2022 07:54 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Tvö erfið ár í vændum fyrir Biden Repúblikanar eru líklegir til að ná tökum á báðum deildum Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem hefjast í dag, sé mið tekið af könnunum vestanhafs. Það myndi hafa mjög slæm áhrif á næstu tvö árs Joe Biden í Hvíta húsinu og mögulega gera út af við þær vonir sem Biden ber til annars kjörtímabils. 8. nóvember 2022 11:02
Ólík sýn, ofbeldi á kjörstað og sjónvarpslæknir í framboði Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum í dag. Hindranir leynast víða í nálægð við kjörklefann og er möguleiki á því að endanlegar niðurstöður kosninganna liggi ekki fyrir fyrr en í janúar á næsta ári. 8. nóvember 2022 08:01
Trump boðar „mjög stóra tilkynningu“ Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í aðdraganda kosninganna í dag og kom fram á fjöldafundum til að styðja við sitt fólk. 8. nóvember 2022 07:54