Erlent

Kosningar hefjast í Bandaríkjunum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Joe Biden Bandaríkjaforseti gæti átt erfið tvö ár fyrir höndum. 
Joe Biden Bandaríkjaforseti gæti átt erfið tvö ár fyrir höndum.  AP/Andrew Harnik

Milljónir Bandaríkjamanna ganga að kjörborðinu í dag. Kosið er um alla fulltrúadeild þingins, um þriðjung af öldungardeildarsætum og þá eru ríkisstjórakosningar víða, svo nokkuð sé nefnt.

Joe Biden núverandi forseti og fyrrverandi forsetinn Donald Trump héldu lokaávörp sín í nótt þar sem þeir reyndu að afla sínu fólki fylgis. Það er mikið í húfi fyrir Biden því líklegt þykir að Repúblikanar nái völdum í fulltrúadeildinni og jafnvel í öldungadeildinni einnig. Það myndi gera honum verulega erfitt fyrir að koma sínum málum í gegn þrátt fyrir að vera forseti landsins.

Demókratar eru nú með meirihluta í báðum deildum, en með litlum mun þó. Í kosningum á miðju kjörtímabili missir valdaflokkurinn yfirleitt nokkur þingsæti yfir til keppinautarins og nú gæti það reynst dýrkeypt. Þótt Biden sjálfur sé ekki í framboði nú þegar helmingur er liðinn af kjörtímabili hans eru kosningarnar álitnar ákveðin mælistika á frammistöðu hans í embætti.

Vinsældir hans hafa dalað síðustu mánuði í ljósi hárrar verðbólgu og aukinnar glæpatíðni. Þá hafa málefni ólöglegra innflytjenda einnig verið forsetanum erfið.


Tengdar fréttir

Lög­sóknir á báða bóga í að­draganda þing­kosninganna

Baráttan um þingmeirihluta á bandaríska þinginu í aðdraganda þingkosninganna þar í landi fer ekki bara fara fram á kosningafundum og í kappræðum. Fulltrúar beggja flokka í Bandaríkjunum hafa að undanförnu tekist harkalega á í dómsölum víða um Bandaríkin í málum sem snerta það hvernig og hvaða atkvæði verða talin.

Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum

Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×