Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk Kristján Már Unnarsson skrifar 7. nóvember 2022 21:21 Sævar Hreiðarsson er skógarvörður í Heiðmörk. Fyrir aftan má timburstafla úr skóginum. Arnar Halldórsson Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur. Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt var meðal annars fjallað um starfsemi Skógræktarfélagsins en borgarstjórn Reykjavíkur fól félaginu á sínum tíma umsjón með Elliðavatnsjörðinni í tengslum við uppgræðslu Heiðmerkur. „Núna er mjög mikið vaxtarskeið í skóginum. Greniskógurinn í Heiðmörk tvöfaldar lífmassann sinn fimmta hvert ár,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Auður Kjartansdóttir er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.Arnar Halldórsson Í rjóðri skammt frá Elliðavatnsbænum er komin sögunarmylla. Hér stunda menn skógarhögg. „Jú, heldur betur, eins og þið sjáið hérna fyrir aftan okkur. Við erum að fella svona 200 til 300 rúmmetra á ári og þyrfti að gera meira,“ segir Sævar Hreiðarsson, skógarvörður í Heiðmörk. Drumbarnir eru sagaðir niður í borðvið sem nýtist meðal annars í veggi og gólf. „Svo erum við með verslun þar sem við seljum bæði borðvið og bolvið og eldivið og kurl,“ segir Auður. Sævar sýnir okkur gólffjöl eða parket. „Já, þetta var sett á hús, hundrað fermetra hús, og lítur mjög vel út,“ segir hann. Trjádrumbar úr Heiðmörk sagaðir niður í borðvið.Arnar Halldórsson Hér eru framleiddir hátt í tvöhundruð rúmmetrar af eldivið á ári. Utanhúss er starfsnemar frá landbúnaðarháskóla í Frakklandi að fletta berki af trjábolum, sem fara eiga í húsvegg. Svo sýnir hann okkur flaggstangir þar sem búið er að renna toppana. Einnig þurrkuð borð sem verða að veggþiljum. Og Heiðmörkin er meira að segja farin að gefa sér gilda bjálka. Upp í 20 x 20 sentímetra í þvermál og sex metra langa. Í þættinum Um land allt er fjallað um samfélagið við Elliðavatn. Þáttinn má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Skógrækt og landgræðsla Reykjavík Kópavogur Garðabær Tengdar fréttir Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53 Oslóartréð fellt í Heiðmörk Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, felldi Oslóartréð sem prýða mun Austurvöll yfir hátíðarnar í morgun. Borgarstjórinn naut aðstoðar Sævars Hreiðarssonar, skógarvarðar hjá Skógaræktarfélagi Reykjavíkur við að saga tréð og fella það. 20. nóvember 2021 14:57 Gróðursettu fjögur þúsund tré í Heiðmörk Björgunarsveitarfólk og sjálfboðaliðar frá Skógræktarfélagi Íslands og Skógræktarfélagi Reykjavíkur gróðursettu um fjögur þúsund rótarskot í Heiðmörk á dögunum. Á svæði sem varð illa úti í gróðureldunum í vor. 8. október 2021 15:54 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt var meðal annars fjallað um starfsemi Skógræktarfélagsins en borgarstjórn Reykjavíkur fól félaginu á sínum tíma umsjón með Elliðavatnsjörðinni í tengslum við uppgræðslu Heiðmerkur. „Núna er mjög mikið vaxtarskeið í skóginum. Greniskógurinn í Heiðmörk tvöfaldar lífmassann sinn fimmta hvert ár,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Auður Kjartansdóttir er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.Arnar Halldórsson Í rjóðri skammt frá Elliðavatnsbænum er komin sögunarmylla. Hér stunda menn skógarhögg. „Jú, heldur betur, eins og þið sjáið hérna fyrir aftan okkur. Við erum að fella svona 200 til 300 rúmmetra á ári og þyrfti að gera meira,“ segir Sævar Hreiðarsson, skógarvörður í Heiðmörk. Drumbarnir eru sagaðir niður í borðvið sem nýtist meðal annars í veggi og gólf. „Svo erum við með verslun þar sem við seljum bæði borðvið og bolvið og eldivið og kurl,“ segir Auður. Sævar sýnir okkur gólffjöl eða parket. „Já, þetta var sett á hús, hundrað fermetra hús, og lítur mjög vel út,“ segir hann. Trjádrumbar úr Heiðmörk sagaðir niður í borðvið.Arnar Halldórsson Hér eru framleiddir hátt í tvöhundruð rúmmetrar af eldivið á ári. Utanhúss er starfsnemar frá landbúnaðarháskóla í Frakklandi að fletta berki af trjábolum, sem fara eiga í húsvegg. Svo sýnir hann okkur flaggstangir þar sem búið er að renna toppana. Einnig þurrkuð borð sem verða að veggþiljum. Og Heiðmörkin er meira að segja farin að gefa sér gilda bjálka. Upp í 20 x 20 sentímetra í þvermál og sex metra langa. Í þættinum Um land allt er fjallað um samfélagið við Elliðavatn. Þáttinn má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Skógrækt og landgræðsla Reykjavík Kópavogur Garðabær Tengdar fréttir Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53 Oslóartréð fellt í Heiðmörk Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, felldi Oslóartréð sem prýða mun Austurvöll yfir hátíðarnar í morgun. Borgarstjórinn naut aðstoðar Sævars Hreiðarssonar, skógarvarðar hjá Skógaræktarfélagi Reykjavíkur við að saga tréð og fella það. 20. nóvember 2021 14:57 Gróðursettu fjögur þúsund tré í Heiðmörk Björgunarsveitarfólk og sjálfboðaliðar frá Skógræktarfélagi Íslands og Skógræktarfélagi Reykjavíkur gróðursettu um fjögur þúsund rótarskot í Heiðmörk á dögunum. Á svæði sem varð illa úti í gróðureldunum í vor. 8. október 2021 15:54 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Sjá meira
Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53
Oslóartréð fellt í Heiðmörk Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, felldi Oslóartréð sem prýða mun Austurvöll yfir hátíðarnar í morgun. Borgarstjórinn naut aðstoðar Sævars Hreiðarssonar, skógarvarðar hjá Skógaræktarfélagi Reykjavíkur við að saga tréð og fella það. 20. nóvember 2021 14:57
Gróðursettu fjögur þúsund tré í Heiðmörk Björgunarsveitarfólk og sjálfboðaliðar frá Skógræktarfélagi Íslands og Skógræktarfélagi Reykjavíkur gróðursettu um fjögur þúsund rótarskot í Heiðmörk á dögunum. Á svæði sem varð illa úti í gróðureldunum í vor. 8. október 2021 15:54