Innlent

Oslóar­tréð fellt í Heið­mörk

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Borgarstjóri fellir tréð í Heiðmörk. Til þess nýtur hann aðstoðar Sævars Hreggviðssonar, hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur.
Borgarstjóri fellir tréð í Heiðmörk. Til þess nýtur hann aðstoðar Sævars Hreggviðssonar, hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Reykjavíkurborg

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, felldi Oslóartréð sem prýða mun Austurvöll yfir hátíðarnar í morgun. Borgarstjórinn naut aðstoðar Sævars Hreiðarssonar, skógarvarðar hjá Skógaræktarfélagi Reykjavíkur við að saga tréð og fella það.

Tréð reyndist vera um 14 metra hátt, 70 ára gamalt sitkagrenitré en talið er að því hafi verið plantað í kringum árið 1950. Tréð stóð í Landnemaspildu Norska félagsins við Torgeirsstaði, sem er sumarbústaður Nordmannslaget í Heiðmörk.

Oslóarborg hefur í áratugi gefið Reykvíkingum jólatré sem tákn um vináttu borgaranna, sameiginlegar hefðir og jólagleði. Tréð kemur þó ekki frá Osló í ár, en borgaryfirvöld í Osló gefa grunnskólum Reykjavíkur bækur í staðinn.

Oslóartréð verður sett upp á Austurvelli eins og fyrr segir og verða ljósin tendruð þann 28. nóvember næstkomandi. Ekki verður haldin sérstök hátíðarathöfn að þessu sinni, vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu upplýsingafulltrúa borgarstjóra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×