Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar Kristján Már Unnarsson skrifar 7. nóvember 2022 14:53 Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, starfar í Elliðavatnsbænum og býr í Norðlingaholti. Arnar Halldórsson „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. Fjallað er um um mannlíf við Elliðavatn í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. Ný hverfi Reykjavíkur og Kópavogs, Norðlingaholts- og Vatnsendahverfi, tóku að byggjast upp um síðustu aldamót við helstu útvistarperlur borgarbúa. Þá var til staðar við vatnið lítið samfélag og ýmis starfsemi með áhugaverða sögu sem teygir sig aftur í aldir. Ólafur Kr. Guðmundsson ólst upp við Elliðavatn.Arnar Halldórsson Ólafur Kr. Guðmundsson segir það hafa verið dýrð að alast upp við Elliðavatn. Faðir hans var hinn kunni athafnamaður, Guðmundur Guðmundsson í Trésmiðjunni Víði, en heimili fjölskyldunnar byggði hann upp við vatnsbakkann og nefndi Víðivelli. „Ég held að fáir í Reykjavík geri sér grein fyrir hversu mikil perla þetta er, Elliðaárdalurinn alveg frá ósum og til upptaka,“ segir Ólafur. Þorstein Sigmundsson er bóndi í Elliðahvammi.Arnar Halldórsson Og það finnast enn starfandi bændur við Elliðavatn. Kópavogsmegin á jörðinni Elliðahvammi hittum við Þorstein Sigmundsson, sem þar rekur eggja- og kjúklingabú. Þorsteinn og kona hans, Guðrún Alísa Hansen, keyptu Elliðahvamm árið 1964, aðeins tvítug að aldri, fluttu á staðinn og hófu búskap. „Hérna voru bara nokkrir sumarbústaðir. Maður sá varla nokkurn mann allan veturinn. Við fengum bara algerlega frið fyrir öllum og vorum bara svolítið ein í heiminum,“ segir Þorsteinn um upphafsárin. Eigendur Kríuness á bakka Elliðavatns neðan við hótelið.Arnar Halldórsson Það er meira að segja hótel við Elliðavatn og það upp á fjórar stjörnur, Hótel Kríunes. Að rekstrinum stendur heil fjölskylda, þrjár kynslóðir. Stofnandinn Björn Ingi Stefánsson er framkvæmdastjóri Kríuness, dóttir hans Sara er hótelstjóri og amman, Helga Björnsdóttir, er innkaupastjóri Kríuness. „Þvílíkt leyndarmál. Það vita ekkert margir af þessu,“ segir Sara að sé gjarnan viðkvæði íslenskra gesta hótelsins. Hótel Kríunes við Elliðavatn.Arnar Halldórsson Á Þingnesi við sunnanvert Elliðavatn eru friðlýstar minjar, sem Guðmundur Unnsteinsson sýnir okkur, en minjarnar eru taldar með þeim merkustu í borgarlandinu. „Það er klárt að hér eru fornminjar um þinghald,“ segir Guðmundur. Ingólfur Stefánsson og Matthildur Leifsdóttir búa í húsinu Stakkholti við bakka Elliðavatns.Arnar Halldórsson „Þetta er minn lóttóvinningur að komast hingað,“ segir Matthildur Leifsdóttir sem býr í húsinu Stakkholti ásamt Ingólfi Stefánssyni. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld klukkan 19:10. Einnig má nálgast hann á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Reykjavík Kópavogur Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Stangveiði Fornminjar Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Fjallað er um um mannlíf við Elliðavatn í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. Ný hverfi Reykjavíkur og Kópavogs, Norðlingaholts- og Vatnsendahverfi, tóku að byggjast upp um síðustu aldamót við helstu útvistarperlur borgarbúa. Þá var til staðar við vatnið lítið samfélag og ýmis starfsemi með áhugaverða sögu sem teygir sig aftur í aldir. Ólafur Kr. Guðmundsson ólst upp við Elliðavatn.Arnar Halldórsson Ólafur Kr. Guðmundsson segir það hafa verið dýrð að alast upp við Elliðavatn. Faðir hans var hinn kunni athafnamaður, Guðmundur Guðmundsson í Trésmiðjunni Víði, en heimili fjölskyldunnar byggði hann upp við vatnsbakkann og nefndi Víðivelli. „Ég held að fáir í Reykjavík geri sér grein fyrir hversu mikil perla þetta er, Elliðaárdalurinn alveg frá ósum og til upptaka,“ segir Ólafur. Þorstein Sigmundsson er bóndi í Elliðahvammi.Arnar Halldórsson Og það finnast enn starfandi bændur við Elliðavatn. Kópavogsmegin á jörðinni Elliðahvammi hittum við Þorstein Sigmundsson, sem þar rekur eggja- og kjúklingabú. Þorsteinn og kona hans, Guðrún Alísa Hansen, keyptu Elliðahvamm árið 1964, aðeins tvítug að aldri, fluttu á staðinn og hófu búskap. „Hérna voru bara nokkrir sumarbústaðir. Maður sá varla nokkurn mann allan veturinn. Við fengum bara algerlega frið fyrir öllum og vorum bara svolítið ein í heiminum,“ segir Þorsteinn um upphafsárin. Eigendur Kríuness á bakka Elliðavatns neðan við hótelið.Arnar Halldórsson Það er meira að segja hótel við Elliðavatn og það upp á fjórar stjörnur, Hótel Kríunes. Að rekstrinum stendur heil fjölskylda, þrjár kynslóðir. Stofnandinn Björn Ingi Stefánsson er framkvæmdastjóri Kríuness, dóttir hans Sara er hótelstjóri og amman, Helga Björnsdóttir, er innkaupastjóri Kríuness. „Þvílíkt leyndarmál. Það vita ekkert margir af þessu,“ segir Sara að sé gjarnan viðkvæði íslenskra gesta hótelsins. Hótel Kríunes við Elliðavatn.Arnar Halldórsson Á Þingnesi við sunnanvert Elliðavatn eru friðlýstar minjar, sem Guðmundur Unnsteinsson sýnir okkur, en minjarnar eru taldar með þeim merkustu í borgarlandinu. „Það er klárt að hér eru fornminjar um þinghald,“ segir Guðmundur. Ingólfur Stefánsson og Matthildur Leifsdóttir búa í húsinu Stakkholti við bakka Elliðavatns.Arnar Halldórsson „Þetta er minn lóttóvinningur að komast hingað,“ segir Matthildur Leifsdóttir sem býr í húsinu Stakkholti ásamt Ingólfi Stefánssyni. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld klukkan 19:10. Einnig má nálgast hann á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Reykjavík Kópavogur Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Stangveiði Fornminjar Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira