KSÍ setti sig loks í samband við Margréti Láru: „Því miður er ég ekki einsdæmi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2022 13:47 Margrét Lára Viðarsdóttir í einum af 124 landsleikjum sínum. getty/Filipe Farinha Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, segir að framkvæmdastjóri KSÍ, Klara Bjartmarz, hafi sett sig í samband við sig í morgun. Í færslu á Instagram í gær gagnrýndi Dagný Brynjarsdóttir KSÍ fyrir skort á veitingu viðurkenninga til hennar og Glódísar Perlu Viggósdóttur í tilefni af því að þær hafa leikið hundrað landsleiki fyrir Íslands hönd. Fyrr um daginn hafði Aron Einar Gunnarsson leikið sinn hundraðasta landsleik og fyrir það fékk hann merkta treyju. Í kjölfar gagnrýni Dagnýjar greindi Margrét Lára frá því að hún hefði ekki fengið tækifæri til að kveðja stuðningsmenn landsliðsins almennilega. „Ætli sé verið að bíða eftir að ég taki fram skóna aftur? spyr Margrét Lára og bætir við að henni finnist frábært að strákarnir fái vðurkenningar. „Plís ekki hætta því, gerum bara betur við ALLA“ Margrét Lára var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún sagði frá því að KSÍ hefði haft samband við sig í morgun. „Ég hef allavega átt ágætis samtöl í bítið, mjög þörf samtöl en fyrir mitt leyti hefði þau átt að eiga sér stað fyrir nokkru síðan,“ sagði Margrét Lára sem skoraði 79 mörk í 124 landsleikjum áður en hún lagði skóna á hilluna haustið 2019. Vantar verkferla „Ég átta mig á að í mínu tilfelli skall Covid á og svo urðu formannsskipti og KSÍ hefur háð ýmsar baráttur og kannski ekki efst á baugi að kveðja leikmenn sem hafa, innan gæsalappa, starfað fyrir sambandið í mörg ár. Því miður er ég ekki einsdæmi og þetta eru ekki bara konur. Ég veit um karlmenn sem hafa ekki verið kvaddir sem mér finnst að eigi að vera viðeigandi. Það vantar einhverja verkferla í þessu.“ Margrét Lára bendir á að kveðjustundin snúist ekki bara um að stuðningsmenn fái tækifæri til að kveðja viðkomandi leikmann heldur einnig öfugt; að leikmaðurinn geti þakkað fyrir stuðninginn í gegnum árin. Að sögn Margrétar Láru var hún heiðruð þegar hún lék sinn hundraðasta landsleik 2015, ekki þó með treyju enda sé sú hefð tiltölulega nýtilkomin. Sárt að fá ekki samtalið Margrét Lára segist hafa komið athugasemdum sínum um skort á viðurkenningu áleiðis til KSÍ en ekki fengið nein viðbrögð. „Mitt fyrsta mál var ekki að fara með þetta í fjölmiðla. Þetta var komið inn á borð KSÍ en ég hafði ekki fengið nein viðbrögð. Mér fannst það svolítið sárt, að fá ekki samtalið,“ sagði Margrét Lára sem veit þó ekki hvort mál hennar fór allavega inn á borð formanns KSÍ, Vöndu Sigurgeirsdóttur. Margrét Lára vonast til að svona lagað komi ekki aftur fyrir í framtíðinni og að leikmenn verði heiðraðir með viðeigandi hætti. „Mitt augnablik er farið en mér finnst mikilvægt að stelpur og strákar framtíðarinnar sem munu spila í okkar frábæru landsliðstreyju fái viðeigandi kveðjustund,“ sagði Margrét Lára. Hún segir að Klara hafi slegið á þráðinn til sín í morgun og vel hafi farið á með þeim. Hlusta má á viðtalið við Margréti Láru í Bítinu í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Landslið karla í fótbolta Bítið Tengdar fréttir Guðbjörg fær loksins styttuna í jólagjöf Enn bætist í hóp landsliðskvenna sem gagnrýna Knattspyrnusamband Íslands fyrir skort á viðurkenningu í þeirra garð, eftir að Aron Einar Gunnarsson var heiðraður með sérstakri treyju eftir hundraðasta landsleik sinn í gær. 7. nóvember 2022 10:03 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira
Í færslu á Instagram í gær gagnrýndi Dagný Brynjarsdóttir KSÍ fyrir skort á veitingu viðurkenninga til hennar og Glódísar Perlu Viggósdóttur í tilefni af því að þær hafa leikið hundrað landsleiki fyrir Íslands hönd. Fyrr um daginn hafði Aron Einar Gunnarsson leikið sinn hundraðasta landsleik og fyrir það fékk hann merkta treyju. Í kjölfar gagnrýni Dagnýjar greindi Margrét Lára frá því að hún hefði ekki fengið tækifæri til að kveðja stuðningsmenn landsliðsins almennilega. „Ætli sé verið að bíða eftir að ég taki fram skóna aftur? spyr Margrét Lára og bætir við að henni finnist frábært að strákarnir fái vðurkenningar. „Plís ekki hætta því, gerum bara betur við ALLA“ Margrét Lára var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún sagði frá því að KSÍ hefði haft samband við sig í morgun. „Ég hef allavega átt ágætis samtöl í bítið, mjög þörf samtöl en fyrir mitt leyti hefði þau átt að eiga sér stað fyrir nokkru síðan,“ sagði Margrét Lára sem skoraði 79 mörk í 124 landsleikjum áður en hún lagði skóna á hilluna haustið 2019. Vantar verkferla „Ég átta mig á að í mínu tilfelli skall Covid á og svo urðu formannsskipti og KSÍ hefur háð ýmsar baráttur og kannski ekki efst á baugi að kveðja leikmenn sem hafa, innan gæsalappa, starfað fyrir sambandið í mörg ár. Því miður er ég ekki einsdæmi og þetta eru ekki bara konur. Ég veit um karlmenn sem hafa ekki verið kvaddir sem mér finnst að eigi að vera viðeigandi. Það vantar einhverja verkferla í þessu.“ Margrét Lára bendir á að kveðjustundin snúist ekki bara um að stuðningsmenn fái tækifæri til að kveðja viðkomandi leikmann heldur einnig öfugt; að leikmaðurinn geti þakkað fyrir stuðninginn í gegnum árin. Að sögn Margrétar Láru var hún heiðruð þegar hún lék sinn hundraðasta landsleik 2015, ekki þó með treyju enda sé sú hefð tiltölulega nýtilkomin. Sárt að fá ekki samtalið Margrét Lára segist hafa komið athugasemdum sínum um skort á viðurkenningu áleiðis til KSÍ en ekki fengið nein viðbrögð. „Mitt fyrsta mál var ekki að fara með þetta í fjölmiðla. Þetta var komið inn á borð KSÍ en ég hafði ekki fengið nein viðbrögð. Mér fannst það svolítið sárt, að fá ekki samtalið,“ sagði Margrét Lára sem veit þó ekki hvort mál hennar fór allavega inn á borð formanns KSÍ, Vöndu Sigurgeirsdóttur. Margrét Lára vonast til að svona lagað komi ekki aftur fyrir í framtíðinni og að leikmenn verði heiðraðir með viðeigandi hætti. „Mitt augnablik er farið en mér finnst mikilvægt að stelpur og strákar framtíðarinnar sem munu spila í okkar frábæru landsliðstreyju fái viðeigandi kveðjustund,“ sagði Margrét Lára. Hún segir að Klara hafi slegið á þráðinn til sín í morgun og vel hafi farið á með þeim. Hlusta má á viðtalið við Margréti Láru í Bítinu í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Landslið karla í fótbolta Bítið Tengdar fréttir Guðbjörg fær loksins styttuna í jólagjöf Enn bætist í hóp landsliðskvenna sem gagnrýna Knattspyrnusamband Íslands fyrir skort á viðurkenningu í þeirra garð, eftir að Aron Einar Gunnarsson var heiðraður með sérstakri treyju eftir hundraðasta landsleik sinn í gær. 7. nóvember 2022 10:03 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira
Guðbjörg fær loksins styttuna í jólagjöf Enn bætist í hóp landsliðskvenna sem gagnrýna Knattspyrnusamband Íslands fyrir skort á viðurkenningu í þeirra garð, eftir að Aron Einar Gunnarsson var heiðraður með sérstakri treyju eftir hundraðasta landsleik sinn í gær. 7. nóvember 2022 10:03