Enski boltinn

Leicester upp úr fall­sæti með sigri í Bítla­borginni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Youri Tielemans [fyrir miðju] skoraði frábært mark í dag.
Youri Tielemans [fyrir miðju] skoraði frábært mark í dag. Isaac Parkin/Getty Images

Leicester City vann 2-0 útisigur á Everton í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sigurinn lyfti Leicester upp úr fallsæti.

Það stefndi í markalausan fyrri hálfleik en í þann mund sem fjórði dómari leiksins gaf til kynna hvað uppbótartíminn yrði langur ákvað Youri Tielemans að reyna skot fyrir utan teig. Það fór svo að boltinn söng í netinu og gestirnir frá Leicester voru 1-0 yfir í hálfleik.

Heimamenn gerðu hvað þeir gátu til að jafna metin en áttu ekki erindi sem erfiði og á endanum tvöfölduðu gestirnir forystuna. Harvey Barnes átti þá gott skot sem Jordan Pickford réð ekki við en James Maddison gerði vel í aðdragandanum.

Lokatölur 2-0 og Leicester City komið upp í 13. sæti með 14 stig eftir 14 umferðir á meðan Everton er í 15. sæti með 14 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×