Mál föður ríkislögreglustjóra „óþægilegt“ og veki upp margar spurningar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2022 17:25 Sigmar Guðmundsson segir mál föður ríkislögreglustjóra óheppilegt og vekja upp spurningar. Vísir/Steingrímur Dúi Þingmaður Viðreisnar segir meinta ólöglega vopnasölu föður ríkislögreglustjóra og takmarkaða rannsókn lögreglu á henni mjög óþægilega. Efla þurfi eftirlit með störfum lögreglu svo traust almennings á henni rýrni ekki. Guðjón Valdimarsson, faðir Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, hefur verið til umfjöllunar fjölmiðla undanfarna daga vegna meintrar sölu hans á ólöglegum og hálfsjálfvirkum vopnum. „Þetta er auðvitað mjög óþægilegt að þetta skuli vera svona nátengt ríkislögreglustjóra og mjög óþægilegt að það skuli ekki vera eitthvað ferli fyrir okkur til að rannsaka þetta almennilega. Við höfum heyrt það hjá dómsmálaráðherra að hann vilji skoða málið en ég spyr, hver á að skoða það?“ spyr Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í Allsherjar- og menntamálanefnd. Málið fært til annars embættis tuttugu dögum eftir að nafn Guðjóns kom upp Maður var í ársbyrjun 2021 dæmdur í Landsrétti fyrir að eiga breyttan hálfsjálfvirkan riffil, sem hann keypti af Guðjóni. Fram kemur í lögregluskýrslu að maðurinn hafi strax við húsleit, 26. júní 2018, nefnt Guðjón og sakað hann um að hafa breytt vopninu. Það var þó ekki fyrr en rúmum tveimur vikum síðar, 12. júlí 2018, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti ríkissaksóknara um tengsl Sigríðar Bjarkar, sem þá var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Fjórum dögum síðar var málið fært yfir til lögreglunnar á Vesturlandi en Guðjón hafði stöðu vitnis í málinu. „Það vekur líka athygli hversu langur tími líður frá því að málið kemur upp og þangað til embættið vísar málinu annað út af vanhæfi. Það eru alls konar svona spurningar á kreiki í þessu máli sem við verðum að fá svör við,“ segir Sigmar. Málið verði rætt af Allsherjar- og menntamálanefnd Mál sem þetta veki upp spurningar. „Hvort sem að lögreglan hafi gert eitthvað af sér eða ekki varpar vafa á þetta allt saman og því þarf að leiða þetta til lykta.“ Óljóst sé hver eigi að rannsaka málið en vel komi til greina að málið fari fyrir Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. „Að minnsta kosti að ræða það innan nefndarinnar hvort að það þurfi að bregðast eitthvað við á þeim vettvangi,“ segir Sigmar. „Við verðum bara að eyða óvissunni um þessi mál, bæði um það hvernig eftirliti með lögreglu eigi að vera háttað og svo um þetta mál sem hefur verið í umfjöllun fjölmiðla og varðar föður ríkislögreglustjóra.“ Lögreglumál Lögreglan Alþingi Skotvopn Tengdar fréttir Sagði sig frá rannsókn tuttugu dögum eftir að nafn Guðjóns kom upp Tæpar þrjár vikur liðu frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varð kunnugt um tengsl föður ríkislögreglustjóra við ólöglega byssu, sem fannst við húsleit sumarið 2018, þar til málinu var vísað til annars lögregluembættis. 5. nóvember 2022 11:52 Ekkert bendi til að föður Sigríðar hafi verið hlíft af lögreglunni Dómsmálaráðherra segir ekkert benda til að föður ríkislögreglustjóra hafi verið hlíft af lögreglu eftir að hann var sakaður um að hafa selt ólögleg skotvopn. Samkvæmt dómsgögnum voru vopnin hvorki skoðuð né upprunavottorð afhent lögreglu þegar hún skráði vopnin á sínum tíma. 4. nóvember 2022 11:49 Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Guðjón Valdimarsson, faðir Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, hefur verið til umfjöllunar fjölmiðla undanfarna daga vegna meintrar sölu hans á ólöglegum og hálfsjálfvirkum vopnum. „Þetta er auðvitað mjög óþægilegt að þetta skuli vera svona nátengt ríkislögreglustjóra og mjög óþægilegt að það skuli ekki vera eitthvað ferli fyrir okkur til að rannsaka þetta almennilega. Við höfum heyrt það hjá dómsmálaráðherra að hann vilji skoða málið en ég spyr, hver á að skoða það?“ spyr Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í Allsherjar- og menntamálanefnd. Málið fært til annars embættis tuttugu dögum eftir að nafn Guðjóns kom upp Maður var í ársbyrjun 2021 dæmdur í Landsrétti fyrir að eiga breyttan hálfsjálfvirkan riffil, sem hann keypti af Guðjóni. Fram kemur í lögregluskýrslu að maðurinn hafi strax við húsleit, 26. júní 2018, nefnt Guðjón og sakað hann um að hafa breytt vopninu. Það var þó ekki fyrr en rúmum tveimur vikum síðar, 12. júlí 2018, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti ríkissaksóknara um tengsl Sigríðar Bjarkar, sem þá var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Fjórum dögum síðar var málið fært yfir til lögreglunnar á Vesturlandi en Guðjón hafði stöðu vitnis í málinu. „Það vekur líka athygli hversu langur tími líður frá því að málið kemur upp og þangað til embættið vísar málinu annað út af vanhæfi. Það eru alls konar svona spurningar á kreiki í þessu máli sem við verðum að fá svör við,“ segir Sigmar. Málið verði rætt af Allsherjar- og menntamálanefnd Mál sem þetta veki upp spurningar. „Hvort sem að lögreglan hafi gert eitthvað af sér eða ekki varpar vafa á þetta allt saman og því þarf að leiða þetta til lykta.“ Óljóst sé hver eigi að rannsaka málið en vel komi til greina að málið fari fyrir Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. „Að minnsta kosti að ræða það innan nefndarinnar hvort að það þurfi að bregðast eitthvað við á þeim vettvangi,“ segir Sigmar. „Við verðum bara að eyða óvissunni um þessi mál, bæði um það hvernig eftirliti með lögreglu eigi að vera háttað og svo um þetta mál sem hefur verið í umfjöllun fjölmiðla og varðar föður ríkislögreglustjóra.“
Lögreglumál Lögreglan Alþingi Skotvopn Tengdar fréttir Sagði sig frá rannsókn tuttugu dögum eftir að nafn Guðjóns kom upp Tæpar þrjár vikur liðu frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varð kunnugt um tengsl föður ríkislögreglustjóra við ólöglega byssu, sem fannst við húsleit sumarið 2018, þar til málinu var vísað til annars lögregluembættis. 5. nóvember 2022 11:52 Ekkert bendi til að föður Sigríðar hafi verið hlíft af lögreglunni Dómsmálaráðherra segir ekkert benda til að föður ríkislögreglustjóra hafi verið hlíft af lögreglu eftir að hann var sakaður um að hafa selt ólögleg skotvopn. Samkvæmt dómsgögnum voru vopnin hvorki skoðuð né upprunavottorð afhent lögreglu þegar hún skráði vopnin á sínum tíma. 4. nóvember 2022 11:49 Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Sagði sig frá rannsókn tuttugu dögum eftir að nafn Guðjóns kom upp Tæpar þrjár vikur liðu frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varð kunnugt um tengsl föður ríkislögreglustjóra við ólöglega byssu, sem fannst við húsleit sumarið 2018, þar til málinu var vísað til annars lögregluembættis. 5. nóvember 2022 11:52
Ekkert bendi til að föður Sigríðar hafi verið hlíft af lögreglunni Dómsmálaráðherra segir ekkert benda til að föður ríkislögreglustjóra hafi verið hlíft af lögreglu eftir að hann var sakaður um að hafa selt ólögleg skotvopn. Samkvæmt dómsgögnum voru vopnin hvorki skoðuð né upprunavottorð afhent lögreglu þegar hún skráði vopnin á sínum tíma. 4. nóvember 2022 11:49
Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19