Dómari segir að vakta eigi fyrirtæki Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2022 12:14 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Charlie Neibergall Óháður aðili verður fenginn til að vakta fyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Dómari í New York-ríki komst að þeirri niðurstöðu í dag í tengslum við lögsókn ríkissaksóknara New York gegn fyrirtækinu. Letitia James, ríkissaksóknari, höfðaði málið í september en hún hefur sakað Trump sjálfan og þrjú elstu börn hans, þau Donald Trump yngri, Ivönku Trump og Eric Trump, um umfangsmikil skatt- og bankasvik. Auk þeirra hefur mál einnig verið höfðað gegn Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálastjóra fyrirtækisins, og Jeffrey McConney, sem hefur einnig starfað lengi innan fyrirtækisins. Málið snýr meðal annars að eignum Trumps í New York, Chicago og Washington D.C. og því að Trump og aðrir sem að málinu koma hafi ýmist ýkt virði eigna þeirra til að fá hagstæðari lán eða gert lítið úr þeim til að komast hjá skattgreiðslum. Sjá einnig: Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Ekki er um sakamál að ræða en James fer fram á að Trump verði gert að greiða 250 milljón dala í sektir og að Trump og fyrirtækinu verði meinað að kaupa eignir í New York í minnst fimm ár. Þá vill hún einnig að honum og öðrum sem málið beinist gegn verði meinað að taka lán í New York á næstu fimm árum og að yfirumsjón fyrirtækisins verði tekin yfir af óháðum aðilum. Dómarinn Arthur Engoron samþykkti kröfum James um að fyrirtækið Trumps yrði vaktað en samkvæmt frétt Washington Post felur úrskurðurinn í sér að Trump-fjölskyldan getur ekki selt eða flutt eignir úr fyrirtækinu án þess að láta vita af því með tveggja vikna fyrirvara. Fyrirtækið mun greiða viðkomandi eftirlitsaðila og hann mun vakta hvort reynt verði að færa eignir úr fyrirtækinu og greina fjárhagsskýrslur þess. James krafðist þess að fyrirtækið yrði vaktað vegna ummerkja um að forsvarsmenn fyrirtækis Trump hafi gripið til aðgerða með því markmiði að komast hjá refsingu og mögulegum sektum. Meðal annars með því að stofna nýtt félag sem heitir Trump Organization II. Það félag var stofnað í skattaparadísinni Delaware og var stofnað þann 21. september, sama dag og James tilkynnti lögsókn sína. Í aðdraganda úrskurðar Engoron hefur Trump farið hörðum orðum um dómarann og kallaði hann meðal annars grimman, hlutdrægan og kvikindislegan. Í nýlegu dómsskjali segir James að forsvarsmenn fyrirtækisins noti enn viðskiptahætti sem þau vita að séu ólögmætir. Ríkissaksóknari Manhattan segir að þar sé enn verið að rannsaka hvort tilefni sé til á ákæra Trump vegna þessara meintu skatt- og bankasvika. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump segir „mjög, mjög, mjög líklegt“ að hann bjóði sig aftur fram Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna gaf það sterklega í ljós í ræðu í gærkvöldi að hann hyggi á endurkomu í næstu forsetakosningum. 4. nóvember 2022 07:38 Málaði upp dökka mynd af stöðu lýðræðis í Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hvatti Bandaríkjamenn til að nýta kosningarétt sinn í þingkosningunum í næstu viku til að standa upp í hárinu á lygum og ofbeldi öfgamanna í röðum Repúblikana. Forsetinn varaði við því að þeir væru að reyna það sama og þeir reyndu í kosningunum árið 2020 og það væri að grafa undan kosningum og tryggja sér sigur án meirihluta kjósenda. 3. nóvember 2022 10:33 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Letitia James, ríkissaksóknari, höfðaði málið í september en hún hefur sakað Trump sjálfan og þrjú elstu börn hans, þau Donald Trump yngri, Ivönku Trump og Eric Trump, um umfangsmikil skatt- og bankasvik. Auk þeirra hefur mál einnig verið höfðað gegn Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálastjóra fyrirtækisins, og Jeffrey McConney, sem hefur einnig starfað lengi innan fyrirtækisins. Málið snýr meðal annars að eignum Trumps í New York, Chicago og Washington D.C. og því að Trump og aðrir sem að málinu koma hafi ýmist ýkt virði eigna þeirra til að fá hagstæðari lán eða gert lítið úr þeim til að komast hjá skattgreiðslum. Sjá einnig: Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Ekki er um sakamál að ræða en James fer fram á að Trump verði gert að greiða 250 milljón dala í sektir og að Trump og fyrirtækinu verði meinað að kaupa eignir í New York í minnst fimm ár. Þá vill hún einnig að honum og öðrum sem málið beinist gegn verði meinað að taka lán í New York á næstu fimm árum og að yfirumsjón fyrirtækisins verði tekin yfir af óháðum aðilum. Dómarinn Arthur Engoron samþykkti kröfum James um að fyrirtækið Trumps yrði vaktað en samkvæmt frétt Washington Post felur úrskurðurinn í sér að Trump-fjölskyldan getur ekki selt eða flutt eignir úr fyrirtækinu án þess að láta vita af því með tveggja vikna fyrirvara. Fyrirtækið mun greiða viðkomandi eftirlitsaðila og hann mun vakta hvort reynt verði að færa eignir úr fyrirtækinu og greina fjárhagsskýrslur þess. James krafðist þess að fyrirtækið yrði vaktað vegna ummerkja um að forsvarsmenn fyrirtækis Trump hafi gripið til aðgerða með því markmiði að komast hjá refsingu og mögulegum sektum. Meðal annars með því að stofna nýtt félag sem heitir Trump Organization II. Það félag var stofnað í skattaparadísinni Delaware og var stofnað þann 21. september, sama dag og James tilkynnti lögsókn sína. Í aðdraganda úrskurðar Engoron hefur Trump farið hörðum orðum um dómarann og kallaði hann meðal annars grimman, hlutdrægan og kvikindislegan. Í nýlegu dómsskjali segir James að forsvarsmenn fyrirtækisins noti enn viðskiptahætti sem þau vita að séu ólögmætir. Ríkissaksóknari Manhattan segir að þar sé enn verið að rannsaka hvort tilefni sé til á ákæra Trump vegna þessara meintu skatt- og bankasvika.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump segir „mjög, mjög, mjög líklegt“ að hann bjóði sig aftur fram Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna gaf það sterklega í ljós í ræðu í gærkvöldi að hann hyggi á endurkomu í næstu forsetakosningum. 4. nóvember 2022 07:38 Málaði upp dökka mynd af stöðu lýðræðis í Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hvatti Bandaríkjamenn til að nýta kosningarétt sinn í þingkosningunum í næstu viku til að standa upp í hárinu á lygum og ofbeldi öfgamanna í röðum Repúblikana. Forsetinn varaði við því að þeir væru að reyna það sama og þeir reyndu í kosningunum árið 2020 og það væri að grafa undan kosningum og tryggja sér sigur án meirihluta kjósenda. 3. nóvember 2022 10:33 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Trump segir „mjög, mjög, mjög líklegt“ að hann bjóði sig aftur fram Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna gaf það sterklega í ljós í ræðu í gærkvöldi að hann hyggi á endurkomu í næstu forsetakosningum. 4. nóvember 2022 07:38
Málaði upp dökka mynd af stöðu lýðræðis í Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hvatti Bandaríkjamenn til að nýta kosningarétt sinn í þingkosningunum í næstu viku til að standa upp í hárinu á lygum og ofbeldi öfgamanna í röðum Repúblikana. Forsetinn varaði við því að þeir væru að reyna það sama og þeir reyndu í kosningunum árið 2020 og það væri að grafa undan kosningum og tryggja sér sigur án meirihluta kjósenda. 3. nóvember 2022 10:33