Ákveðin list að koma höggi á andstæðinginn en samt ekki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. nóvember 2022 11:18 Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson hafa verið tíðir gestir á skjám landsmanna í vikunni. Vísir/Vilhelm Spennan magnast fyrir formannskjör Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins um helgina. Almannatengill segir frambjóðendurna tvo stunda ákveðna listgrein í kappræðum í aðdraganda fundarins. Undir niðri kraumi hins vegar á milli fylkinganna tveggja. Hann segir ferilinn undir hjá frambjóðendunum á sunnudaginn. Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður og fjármálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsmálaráðherra, bítast um formannsembættið. Kjörið fer fram á sunnudaginn og ættu úrslitin að verða ljós síðdegis sama dag. Andrés Jónsson almannatengill er oftar en ekki fenginn til að spá í spilin þegar kemur að stjórnmálum hér á landi í aðdraganda kosninga. Hann var mættur í Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hann var beðinn um að leggja mat á kosningabaráttuna, frambjóðendurna tvo og þau áhrif sem úrslitin kunna að hafa, hver svo sem þau verða. Heiftin sjaldan verið meiri Í máli Andrésar kom fram að hann skynjaði að sjaldan hafi verið jafn mikil heift á milli tveggja fylkinga innan Sjálstæðisflokksins og nú. Líklegt væri að niðurstaðan myndi hafa áhrif á ríkisstjórnina á einn eða annan hátt. „Fæstir sem ég talaði við í gær töldu að þetta myndi ekki hafa neinar afleiðingar á ráðherraskipan. Hvor sem ynni myndi vilja gera einhverskonar breytingar á skipan ráðherra, jafn vel meiri en sem snertir þá tvo,“ sagði Andrés. Bjarni og Guðlaugur Þór hafa verið tíðir gestir á skjám landsmanna í vikunni. Á mánudaginn mættust þeir í kappræðum á Hringbraut, á þriðjudaginn í Pallborðinu á Vísi og í gær í Kastljósinu á RÚV og í Dagmálum á vef Morgunblaðsins. Þar hefur þjóðin, og kannski þá helst lokksmenn Sjálfstæðisflokksins, fengið tækifæri til að leggja mat á áherslur Bjarna og Guðlaugs Þórs. Segir Andrés að augljóst sé að þeir hafi báðir reynt að gagnrýna hvorn annan, en þó undir ákveðinni rós. „Þetta er ákveðin list auðvitað að koma höggi en samt ekki vera það mikið neðanbeltis að hin fylkingin geti jesúsað sig og hneykslast,“ segir Andrés og bætti við að slík augljós högg gætu blásið andstæðri fylkingu byr í brjósti. Andrés Jónsson er almannatengill og oftar en ekki fenginn til að vera álitsgjafi á vendingar í stjórnmálum.Vísir/Vilhelm. Tók Andrés dæmi um hvernig frambjóðendurnir hafa gagnrýnt hvorn annan. „Eins og umræðan á milli þeirra um það hvort að ríkisstjórnarsamstarfið myndi verða fyrir áhrifum, hvort að það myndi slitna upp úr því. Stuðningsmenn Bjarna segja það. Bjarni sjálfur segir að „Já, auðvitað skiptir traust máli.“ Þannig að hann segir já en hann reynir að setja það í einhvern búning,“ sagði Andrés. „Sama með skilaboð Guðlaugs um það að flokkurinn hafi tapað einhvern veginn þessari tengingu við slagorðið stétt með stétt. Hann er svo sem ekki að segja: „Heyrðu, Bjarni er „out of touch“.““ Ekki beint? „Ekki beint en hann er að segja það á smekklegan hátt, svona óbeinan hátt,“ sagði Andrés. „Þetta er svolítið þessi list sem slagurinn er í núna.“ Ferillinn í húfi Í aðdraganda landsfundarins hafa skotin gengið á milli fylkinganna tveggja. Í gær sakaði Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs, kjörbréfanefnd flokksins, um að ganga erinda Bjarna í kosningunum. Sagðist hún hafa fengið hótunarsímtöl. Sagði hún Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hafa hringt eitt slíkt símtal. Þessu hafnaði Jón alfarið í gær. Snýst deilan í Kópavogi um val á landsfundarfulltrúum og formsatriði þar um. Aðeins landfundarfulltrúar fá að greiða atkvæði í formannskjörinu. Því skiptir miklu máli fyrir frambjóðendurna hverjir veljast þangað inn. Segir Andrés að þetta sé birtingarmynd þess að fylkingum sé heitt í hamsi. Ákveðnar reglur og venjur gildi um val á landsfundarfulltrúum sem sé kannski ekki fylgt út í ystu æsar þegar enginn er formannsslagurinn. „Svo auðvitað þegar verður kosning þá er tekist á um allt svona og farið í bókina. Þeir sem eru með góða stöðu í flokksstofnunum, þeir geta beitt sér. Þetta er á báða bóga. Það eru báðir að reyna að nýta sér reglurnar, stöðu sína og völd í ýmsum félögum.“ Andrés var einnig beðinn um að spá fyrir um niðurstöðu kjörsins. Hann treysti sér ekki til að segja hvort Bjarni eða Guðlaugur yrði fyrir valinu. Það væri þó allt undir fyrir báða frambjóðendurna á sunnudaginn. „Það er mikið í húfi, allt í húfi varðandi feril sem að þessir tveir hafa sett kannski tuttugu, þrjátíu ár í.“ Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Niðurstöðu að vænta síðdegis á sunnudag Niðurstöðu kosningar í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins er að vænta síðdegis á sunnudag. Kosið verður í Laugardalshöllinni um hádegisbil sama dag en upplýsingafulltrúi flokksins gerir ráð fyrir því að talning atkvæða taki nokkurn tíma. 1. nóvember 2022 21:26 Kjörbréfanefndarmenn telja illa að starfsfólki Valhallar vegið Lögfræðingarnir þrír sem skipa kjörbréfanefnd Sjálfstæðisflokksins hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma að hafa mátt sitja undir ásökunum frá formanni Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi þess efnis að þeir gangi erinda formanns flokksins í störfum sínum. 3. nóvember 2022 13:17 Sakar menn Bjarna um að fara offari í kosningabaráttunni Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs, segir stuðningsmenn Bjarna Benediktssonar formanns fara offari í kosningabaráttunni. 3. nóvember 2022 11:27 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Sjá meira
Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður og fjármálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsmálaráðherra, bítast um formannsembættið. Kjörið fer fram á sunnudaginn og ættu úrslitin að verða ljós síðdegis sama dag. Andrés Jónsson almannatengill er oftar en ekki fenginn til að spá í spilin þegar kemur að stjórnmálum hér á landi í aðdraganda kosninga. Hann var mættur í Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hann var beðinn um að leggja mat á kosningabaráttuna, frambjóðendurna tvo og þau áhrif sem úrslitin kunna að hafa, hver svo sem þau verða. Heiftin sjaldan verið meiri Í máli Andrésar kom fram að hann skynjaði að sjaldan hafi verið jafn mikil heift á milli tveggja fylkinga innan Sjálstæðisflokksins og nú. Líklegt væri að niðurstaðan myndi hafa áhrif á ríkisstjórnina á einn eða annan hátt. „Fæstir sem ég talaði við í gær töldu að þetta myndi ekki hafa neinar afleiðingar á ráðherraskipan. Hvor sem ynni myndi vilja gera einhverskonar breytingar á skipan ráðherra, jafn vel meiri en sem snertir þá tvo,“ sagði Andrés. Bjarni og Guðlaugur Þór hafa verið tíðir gestir á skjám landsmanna í vikunni. Á mánudaginn mættust þeir í kappræðum á Hringbraut, á þriðjudaginn í Pallborðinu á Vísi og í gær í Kastljósinu á RÚV og í Dagmálum á vef Morgunblaðsins. Þar hefur þjóðin, og kannski þá helst lokksmenn Sjálfstæðisflokksins, fengið tækifæri til að leggja mat á áherslur Bjarna og Guðlaugs Þórs. Segir Andrés að augljóst sé að þeir hafi báðir reynt að gagnrýna hvorn annan, en þó undir ákveðinni rós. „Þetta er ákveðin list auðvitað að koma höggi en samt ekki vera það mikið neðanbeltis að hin fylkingin geti jesúsað sig og hneykslast,“ segir Andrés og bætti við að slík augljós högg gætu blásið andstæðri fylkingu byr í brjósti. Andrés Jónsson er almannatengill og oftar en ekki fenginn til að vera álitsgjafi á vendingar í stjórnmálum.Vísir/Vilhelm. Tók Andrés dæmi um hvernig frambjóðendurnir hafa gagnrýnt hvorn annan. „Eins og umræðan á milli þeirra um það hvort að ríkisstjórnarsamstarfið myndi verða fyrir áhrifum, hvort að það myndi slitna upp úr því. Stuðningsmenn Bjarna segja það. Bjarni sjálfur segir að „Já, auðvitað skiptir traust máli.“ Þannig að hann segir já en hann reynir að setja það í einhvern búning,“ sagði Andrés. „Sama með skilaboð Guðlaugs um það að flokkurinn hafi tapað einhvern veginn þessari tengingu við slagorðið stétt með stétt. Hann er svo sem ekki að segja: „Heyrðu, Bjarni er „out of touch“.““ Ekki beint? „Ekki beint en hann er að segja það á smekklegan hátt, svona óbeinan hátt,“ sagði Andrés. „Þetta er svolítið þessi list sem slagurinn er í núna.“ Ferillinn í húfi Í aðdraganda landsfundarins hafa skotin gengið á milli fylkinganna tveggja. Í gær sakaði Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs, kjörbréfanefnd flokksins, um að ganga erinda Bjarna í kosningunum. Sagðist hún hafa fengið hótunarsímtöl. Sagði hún Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hafa hringt eitt slíkt símtal. Þessu hafnaði Jón alfarið í gær. Snýst deilan í Kópavogi um val á landsfundarfulltrúum og formsatriði þar um. Aðeins landfundarfulltrúar fá að greiða atkvæði í formannskjörinu. Því skiptir miklu máli fyrir frambjóðendurna hverjir veljast þangað inn. Segir Andrés að þetta sé birtingarmynd þess að fylkingum sé heitt í hamsi. Ákveðnar reglur og venjur gildi um val á landsfundarfulltrúum sem sé kannski ekki fylgt út í ystu æsar þegar enginn er formannsslagurinn. „Svo auðvitað þegar verður kosning þá er tekist á um allt svona og farið í bókina. Þeir sem eru með góða stöðu í flokksstofnunum, þeir geta beitt sér. Þetta er á báða bóga. Það eru báðir að reyna að nýta sér reglurnar, stöðu sína og völd í ýmsum félögum.“ Andrés var einnig beðinn um að spá fyrir um niðurstöðu kjörsins. Hann treysti sér ekki til að segja hvort Bjarni eða Guðlaugur yrði fyrir valinu. Það væri þó allt undir fyrir báða frambjóðendurna á sunnudaginn. „Það er mikið í húfi, allt í húfi varðandi feril sem að þessir tveir hafa sett kannski tuttugu, þrjátíu ár í.“
Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Niðurstöðu að vænta síðdegis á sunnudag Niðurstöðu kosningar í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins er að vænta síðdegis á sunnudag. Kosið verður í Laugardalshöllinni um hádegisbil sama dag en upplýsingafulltrúi flokksins gerir ráð fyrir því að talning atkvæða taki nokkurn tíma. 1. nóvember 2022 21:26 Kjörbréfanefndarmenn telja illa að starfsfólki Valhallar vegið Lögfræðingarnir þrír sem skipa kjörbréfanefnd Sjálfstæðisflokksins hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma að hafa mátt sitja undir ásökunum frá formanni Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi þess efnis að þeir gangi erinda formanns flokksins í störfum sínum. 3. nóvember 2022 13:17 Sakar menn Bjarna um að fara offari í kosningabaráttunni Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs, segir stuðningsmenn Bjarna Benediktssonar formanns fara offari í kosningabaráttunni. 3. nóvember 2022 11:27 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Sjá meira
Niðurstöðu að vænta síðdegis á sunnudag Niðurstöðu kosningar í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins er að vænta síðdegis á sunnudag. Kosið verður í Laugardalshöllinni um hádegisbil sama dag en upplýsingafulltrúi flokksins gerir ráð fyrir því að talning atkvæða taki nokkurn tíma. 1. nóvember 2022 21:26
Kjörbréfanefndarmenn telja illa að starfsfólki Valhallar vegið Lögfræðingarnir þrír sem skipa kjörbréfanefnd Sjálfstæðisflokksins hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma að hafa mátt sitja undir ásökunum frá formanni Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi þess efnis að þeir gangi erinda formanns flokksins í störfum sínum. 3. nóvember 2022 13:17
Sakar menn Bjarna um að fara offari í kosningabaráttunni Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs, segir stuðningsmenn Bjarna Benediktssonar formanns fara offari í kosningabaráttunni. 3. nóvember 2022 11:27