Kjörbréfanefndarmenn telja illa að starfsfólki Valhallar vegið Jakob Bjarnar skrifar 3. nóvember 2022 13:17 Lögfræðingarnir þrír, Brynjar, Arnar Þór og Davíð, sem skipa sérlega kjörbréfanefnd telja illa að sér vegið þegar því er haldið fram að þeir, sem stuðningsmenn Bjarna, misnoti aðstöðu sína til að þjarma að stuðningsfólki Guðlaugs Þórs. vísir/vilhelm Lögfræðingarnir þrír sem skipa kjörbréfanefnd Sjálfstæðisflokksins hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma að hafa mátt sitja undir ásökunum frá formanni Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi þess efnis að þeir gangi erinda formanns flokksins í störfum sínum. Vísir greindi frá því fyrir hádegi að Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs, telur stuðningsmenn Bjarna Benediktssonar formanns fara offari í kosningabaráttunni. Hún lýsir í því samhengi nokkru sem hún upplifði sem einskonar þriðju gráðu yfirheyrslu kjörbréfanefndar þar sem látið var að liggja að eitthvað væri gruggugt við það hverjir komi á Landsfund Sjálfstæðisflokksins um næstu helgi. Vert að athuga með landsfundafulltrúa úr Kópavoginum Mjög er tekið að hitna í kolum vegna formannskjörs en þar takast á þeir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Unnur Berglind telur fyrirliggjandi að nefndarmenn séu einarðir stuðningsmenn Bjarna og að þeir hafi misnotað aðstöðu sína með því að þjarma að sér: „Ég var boðuð í yfirheyrslur í bakherbergi í Valhöll í fyrrakvöld fyrir nefnd sem ágætur (eða ekki) þekktur lögmaður er í forsvari. Þar var talað niður til mín og ég lítilsvirt.“ Þeir sem eiga sæti í kjörbréfanefndinni, Brynjar Níelsson formaður, Davíð Þorláksson og Arnar Þór Stefánsson, hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir árétta að nefndin starfi í umboði miðstjórnar flokksins. Hún hafi það hlutverk að fara yfir kjörbréf þeirra fulltrúa sem félög og fulltrúaráð á vegum flokksins hafa kjörið til setu á fundinum. „Nefndin hefur verið að störfum síðan á mánudag. Henni hafa borist ýmsar ábendingar sem leyst hefur verið úr. Meðal annars bárust ábendingar varðandi kjör fulltrúa í Kópavogi sem vert væri að athuga. Af því tilefni boðaði nefndin m.a. formann Sjálfstæðisfélags Kópavogs til fundar til að skýra nokkur atriði varðandi framkvæmd fulltrúakjörs,“ segir í yfirlýsingunni. Vegið að starfsfólki Sjálfstæðisflokksins Þá beina þeir spjótum að orðum Unnar Berglindar og vilja meina að þar sé vegið ómaklega að að starfsfólki Sjálfstæðisflokksins og látið í veðri vaka að það vinni fyrir einn frambjóðanda umfram annan: „Kjörbréfanefnd vísar þessum fullyrðingum formannsins á bug. Starfsfólk Sjálfstæðisflokksins vinnur með þau gögn sem stjórnir sjálfstæðisfélaga og fulltrúaráða senda til skrifstofu flokksins. Starfsfólk er ekki úrskurðaraðili í álitamálum og ber ekki ábyrgð á fulltrúakjöri á landsfund. Starfsfólk Sjálfstæðisflokksins ber enga ábyrgð á því að nefndin hafi talið þörf á að kalla formann Sjálfstæðisfélags í Kópavogs til fundar. Ekkert hefur komið fram við yfirferð kjörbréfanefndar á kjörbréfum sem bendir til annars en að starfsfólk Sjálfstæðisflokksins hafi unnið sín verk af ábyrgð og einurð við undirbúning fundarins.“ Þá segir að kjörbréfanefnd beri fulla ábyrgð á sinni vinnu og niðurstöðum. Og að hún harmi „að formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs hafi séð tilefni til að vega að starfsfólki Sjálfstæðisflokksins.“ Sjálfstæðisflokkurinn Kópavogur Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Vísir greindi frá því fyrir hádegi að Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs, telur stuðningsmenn Bjarna Benediktssonar formanns fara offari í kosningabaráttunni. Hún lýsir í því samhengi nokkru sem hún upplifði sem einskonar þriðju gráðu yfirheyrslu kjörbréfanefndar þar sem látið var að liggja að eitthvað væri gruggugt við það hverjir komi á Landsfund Sjálfstæðisflokksins um næstu helgi. Vert að athuga með landsfundafulltrúa úr Kópavoginum Mjög er tekið að hitna í kolum vegna formannskjörs en þar takast á þeir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Unnur Berglind telur fyrirliggjandi að nefndarmenn séu einarðir stuðningsmenn Bjarna og að þeir hafi misnotað aðstöðu sína með því að þjarma að sér: „Ég var boðuð í yfirheyrslur í bakherbergi í Valhöll í fyrrakvöld fyrir nefnd sem ágætur (eða ekki) þekktur lögmaður er í forsvari. Þar var talað niður til mín og ég lítilsvirt.“ Þeir sem eiga sæti í kjörbréfanefndinni, Brynjar Níelsson formaður, Davíð Þorláksson og Arnar Þór Stefánsson, hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir árétta að nefndin starfi í umboði miðstjórnar flokksins. Hún hafi það hlutverk að fara yfir kjörbréf þeirra fulltrúa sem félög og fulltrúaráð á vegum flokksins hafa kjörið til setu á fundinum. „Nefndin hefur verið að störfum síðan á mánudag. Henni hafa borist ýmsar ábendingar sem leyst hefur verið úr. Meðal annars bárust ábendingar varðandi kjör fulltrúa í Kópavogi sem vert væri að athuga. Af því tilefni boðaði nefndin m.a. formann Sjálfstæðisfélags Kópavogs til fundar til að skýra nokkur atriði varðandi framkvæmd fulltrúakjörs,“ segir í yfirlýsingunni. Vegið að starfsfólki Sjálfstæðisflokksins Þá beina þeir spjótum að orðum Unnar Berglindar og vilja meina að þar sé vegið ómaklega að að starfsfólki Sjálfstæðisflokksins og látið í veðri vaka að það vinni fyrir einn frambjóðanda umfram annan: „Kjörbréfanefnd vísar þessum fullyrðingum formannsins á bug. Starfsfólk Sjálfstæðisflokksins vinnur með þau gögn sem stjórnir sjálfstæðisfélaga og fulltrúaráða senda til skrifstofu flokksins. Starfsfólk er ekki úrskurðaraðili í álitamálum og ber ekki ábyrgð á fulltrúakjöri á landsfund. Starfsfólk Sjálfstæðisflokksins ber enga ábyrgð á því að nefndin hafi talið þörf á að kalla formann Sjálfstæðisfélags í Kópavogs til fundar. Ekkert hefur komið fram við yfirferð kjörbréfanefndar á kjörbréfum sem bendir til annars en að starfsfólk Sjálfstæðisflokksins hafi unnið sín verk af ábyrgð og einurð við undirbúning fundarins.“ Þá segir að kjörbréfanefnd beri fulla ábyrgð á sinni vinnu og niðurstöðum. Og að hún harmi „að formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs hafi séð tilefni til að vega að starfsfólki Sjálfstæðisflokksins.“
Sjálfstæðisflokkurinn Kópavogur Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels