Mál vopnasalans sýni að lögreglu sé ekki treystandi Jakob Bjarnar skrifar 3. nóvember 2022 10:30 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður telur mál Guðjóns Valdimarssonar, föður Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra með miklum ósköpum, það sýni að lögreglu sé vart treystandi. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður telur fráleitt að veita lögreglu auknar forvirkar rannsóknarheimildir í ljósi máls vopnasalans, föður Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra. Mál Guðjóns Valdimarssonar vopnasala hafa verið í deiglunni að undanförnu vegna meints vopnalagabrots, en Agnar Guðjónsson byssusmiður fullyrðir að hann hafi selt ólögleg vopn; hálfsjálfvirka riffla í stórum stíl. Agnar segist hafa breytt rifflum sem komu frá Guðjóni svo þau teljist löglegir. Málið hefur verið lengi á vitorði þeirra sem höndla með vopn sem og lögreglunnar sem talin er hafa haldið hlífiskildi yfir Guðjóni vegna fjölskyldutengsla hans við ríkislögreglustjóra, áður lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla vissi af málinu í fjögur ár án þess að aðhafast Vilhjálmur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Sigríður Björk hlyti að íhuga stöðu sína. Þar kom jafnframt fram að lögreglan verst allra frétta og vill engu svara um málið. Vilhjálmur fylgdi ummælum sínum eftir í grein sem hann birti á Vísi í morgun. „Það er ætlun lögreglu, hvort sem að það stenst skoðun eða ekki, að þessi vopn hafi meðal annars átt að nota til þess að gera hryðjuverkaárás á lögregluna. Það er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að ríkislögreglustjóri og embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu bjuggu yfir upplýsingum um þessa vopnasölu í fjögur ár án þess að aðhafast neitt,“ segir Vilhjálmur. Getuleysi lögreglu algert Vilhjálmur vísar þar til nýlegs máls, en tveir ungir menn voru handteknir en fram kom það fram á blaðamannafundi sem lögreglan blés til að þeir hefðu í hyggju að fremja hryðjuverk. Skömmu síðar kom fram að þeir hafi meðal annars verið grunaðir um að hafa haft í hyggju að ráðast með vopnum á lögreglumenn á árshátíð. „Með því er staðfest að dómgreindar- og getuleysi lögreglu til þess rannsaka sakamál á grundvelli upplýsinga sem eru beint fyrir framan nefið á henni er algjört. Á sama tíma er lögreglan með háværar kröfur um fá að njósna eftirlitslaust um borgarana á grundvelli svokallaðra forvirkra rannsóknarheimilda,“ skrifar Vilhjálmur og spyr: „Er þessum mannskap treystandi til þess?“ Hann svarar sér sjálfur: „Svarið er nei.“ Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Skotvopn Tengdar fréttir vopnasalinn.net Í fréttum er þetta helst: „Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega riffla” (mbl.is), „Faðir ríkislögreglustjóra hafi selt ólögleg vopn” (fréttablaðið.is), Faðir ríkislögreglustjóra smíðaði og seldi ólöglega riffla” (dv.is), „Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla” (vísir.is), Sagan af vélbyssusöfnurunum og föður ríkislögreglustjóra (kveikur/ruv.is), „Pabbi Vopnasali” (eiríkurjónsson.is). 3. nóvember 2022 07:00 Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, er sagður hafa smíðað og selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla. Heimildarmenn segja að húsleit hafi verið gerð heima hjá honum nýverið í kjölfar rannsóknar á meintum hryðjuverkum. 1. nóvember 2022 20:10 Ekki þannig að myndavélar verði settar í hvert horn og hver sem er hleraður Umræðan um frumvarp um rannsóknarheimildir lögreglu ber keim af áróðri að sögn dómsmálaráðherra. Frumvarpið hefur sætt nokkurri gagnrýni en ráðherrann segir ekki nógu skýr ákvæði um heimildir lögreglu til staðar. Það standi alls ekki til að setja myndavélar í hvert horn og hlera fólk sem ekkert hafi af sér gert heldur þurfi einfaldlega að tryggja öryggi borgara. 27. september 2022 11:14 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Mál Guðjóns Valdimarssonar vopnasala hafa verið í deiglunni að undanförnu vegna meints vopnalagabrots, en Agnar Guðjónsson byssusmiður fullyrðir að hann hafi selt ólögleg vopn; hálfsjálfvirka riffla í stórum stíl. Agnar segist hafa breytt rifflum sem komu frá Guðjóni svo þau teljist löglegir. Málið hefur verið lengi á vitorði þeirra sem höndla með vopn sem og lögreglunnar sem talin er hafa haldið hlífiskildi yfir Guðjóni vegna fjölskyldutengsla hans við ríkislögreglustjóra, áður lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla vissi af málinu í fjögur ár án þess að aðhafast Vilhjálmur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Sigríður Björk hlyti að íhuga stöðu sína. Þar kom jafnframt fram að lögreglan verst allra frétta og vill engu svara um málið. Vilhjálmur fylgdi ummælum sínum eftir í grein sem hann birti á Vísi í morgun. „Það er ætlun lögreglu, hvort sem að það stenst skoðun eða ekki, að þessi vopn hafi meðal annars átt að nota til þess að gera hryðjuverkaárás á lögregluna. Það er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að ríkislögreglustjóri og embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu bjuggu yfir upplýsingum um þessa vopnasölu í fjögur ár án þess að aðhafast neitt,“ segir Vilhjálmur. Getuleysi lögreglu algert Vilhjálmur vísar þar til nýlegs máls, en tveir ungir menn voru handteknir en fram kom það fram á blaðamannafundi sem lögreglan blés til að þeir hefðu í hyggju að fremja hryðjuverk. Skömmu síðar kom fram að þeir hafi meðal annars verið grunaðir um að hafa haft í hyggju að ráðast með vopnum á lögreglumenn á árshátíð. „Með því er staðfest að dómgreindar- og getuleysi lögreglu til þess rannsaka sakamál á grundvelli upplýsinga sem eru beint fyrir framan nefið á henni er algjört. Á sama tíma er lögreglan með háværar kröfur um fá að njósna eftirlitslaust um borgarana á grundvelli svokallaðra forvirkra rannsóknarheimilda,“ skrifar Vilhjálmur og spyr: „Er þessum mannskap treystandi til þess?“ Hann svarar sér sjálfur: „Svarið er nei.“
Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Skotvopn Tengdar fréttir vopnasalinn.net Í fréttum er þetta helst: „Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega riffla” (mbl.is), „Faðir ríkislögreglustjóra hafi selt ólögleg vopn” (fréttablaðið.is), Faðir ríkislögreglustjóra smíðaði og seldi ólöglega riffla” (dv.is), „Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla” (vísir.is), Sagan af vélbyssusöfnurunum og föður ríkislögreglustjóra (kveikur/ruv.is), „Pabbi Vopnasali” (eiríkurjónsson.is). 3. nóvember 2022 07:00 Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, er sagður hafa smíðað og selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla. Heimildarmenn segja að húsleit hafi verið gerð heima hjá honum nýverið í kjölfar rannsóknar á meintum hryðjuverkum. 1. nóvember 2022 20:10 Ekki þannig að myndavélar verði settar í hvert horn og hver sem er hleraður Umræðan um frumvarp um rannsóknarheimildir lögreglu ber keim af áróðri að sögn dómsmálaráðherra. Frumvarpið hefur sætt nokkurri gagnrýni en ráðherrann segir ekki nógu skýr ákvæði um heimildir lögreglu til staðar. Það standi alls ekki til að setja myndavélar í hvert horn og hlera fólk sem ekkert hafi af sér gert heldur þurfi einfaldlega að tryggja öryggi borgara. 27. september 2022 11:14 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
vopnasalinn.net Í fréttum er þetta helst: „Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega riffla” (mbl.is), „Faðir ríkislögreglustjóra hafi selt ólögleg vopn” (fréttablaðið.is), Faðir ríkislögreglustjóra smíðaði og seldi ólöglega riffla” (dv.is), „Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla” (vísir.is), Sagan af vélbyssusöfnurunum og föður ríkislögreglustjóra (kveikur/ruv.is), „Pabbi Vopnasali” (eiríkurjónsson.is). 3. nóvember 2022 07:00
Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, er sagður hafa smíðað og selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla. Heimildarmenn segja að húsleit hafi verið gerð heima hjá honum nýverið í kjölfar rannsóknar á meintum hryðjuverkum. 1. nóvember 2022 20:10
Ekki þannig að myndavélar verði settar í hvert horn og hver sem er hleraður Umræðan um frumvarp um rannsóknarheimildir lögreglu ber keim af áróðri að sögn dómsmálaráðherra. Frumvarpið hefur sætt nokkurri gagnrýni en ráðherrann segir ekki nógu skýr ákvæði um heimildir lögreglu til staðar. Það standi alls ekki til að setja myndavélar í hvert horn og hlera fólk sem ekkert hafi af sér gert heldur þurfi einfaldlega að tryggja öryggi borgara. 27. september 2022 11:14