vopnasalinn.net Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 3. nóvember 2022 07:00 Í fréttum er þetta helst: „Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega riffla” (mbl.is), „Faðir ríkislögreglustjóra hafi selt ólögleg vopn” (fréttablaðið.is), Faðir ríkislögreglustjóra smíðaði og seldi ólöglega riffla” (dv.is), „Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla” (vísir.is), Sagan af vélbyssusöfnurunum og föður ríkislögreglustjóra (kveikur/ruv.is), „Pabbi Vopnasali” (eiríkurjónsson.is). Nú hefur komið í ljós að ríkislögreglustjóri, sem þá var lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, fékk upplýsingar um það 10. júlí 2018, að maður sem gaf skýrslu hjá lögreglu vegna vopnalagabrots, hafi greint frá því að hann hafi keypt vopnið af föður ríkislögreglustjóra, sem selur vopn á netinu (www.vopnasalinn.net). Í skýrslutökunni var jafnframt upplýst að faðir ríkislögreglustjóra hefði selt marga slíka riffla og þeir kostuðu um 1.500.000,- (dómur Landsréttar í máli nr. 607/2019, uppkveðinn 29. janúar 2021). Við flutning málsins í héraði, 13. júní 2019, var upplýst að faðir ríkislögreglustjóra hefði selt öðrum sams konar vopn og ákærða. Þrátt fyrir það sá lögreglan ekki ástæðu til þess að hefja rannsókn á meintri ólögmætri vopnasölu föður ríkislögreglustjóra. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála skal lögregla hvenær sem þess er þörf hefja rannsókn út af vitneskju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki. Ríkislögreglustjóri hafði upplýsingar um það sumarið 2018 að grunur léki á að faðir hennar væri að selja ólögleg vopn, sjálfvirka eða hálfsjálfvirka riffla, sem í raun eru ekkert annað en hríðskotabyssur. Þær upplýsingar voru síðan staðfestar í héraðsdómi 13. júní 2019. Af framansögðu er ljóst að ríkislögreglustjóri virðist hafa látið sér í léttu rúmi liggja að rökstuddur grunur væri uppi um að faðir hennar væri að selja hríðskotabyssur á Íslandi. Við húsleit lögreglu í ,,stóra hryðjuverkamálinu” fjórum árum síðar fundust meðal annars samskonar vopn og fjallað var um í dómi Landsréttar nr. 607/2019. Það er ætlun lögreglu, hvort sem að það stenst skoðun eða ekki, að þessi vopn hafi meðal annars átt að nota til þess að gera hryðjuverkaárás á lögregluna. Það er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að ríkislögreglustjóri og embætti lögreglstjórans á höfuðborgarsvæðinu bjuggu yfir upplýsingum um þessa vopnasölu í fjögur ár án þess að aðhafast neitt. Með því er staðfest að dómgreindar- og getuleysi lögreglu til þess rannsaka sakamál á grundvelli upplýsinga sem eru beint fyrir framan nefið á henni er algjört. Á sama tíma er lögreglan með háværar kröfur um fá að njósna eftirlitslaust um borgarana á grundvelli svokallaðra forvirkra rannsóknarheimilda. Er þessum mannskap treystandi til þess? Svarið er nei. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skotvopn Lögreglan Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Í fréttum er þetta helst: „Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega riffla” (mbl.is), „Faðir ríkislögreglustjóra hafi selt ólögleg vopn” (fréttablaðið.is), Faðir ríkislögreglustjóra smíðaði og seldi ólöglega riffla” (dv.is), „Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla” (vísir.is), Sagan af vélbyssusöfnurunum og föður ríkislögreglustjóra (kveikur/ruv.is), „Pabbi Vopnasali” (eiríkurjónsson.is). Nú hefur komið í ljós að ríkislögreglustjóri, sem þá var lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, fékk upplýsingar um það 10. júlí 2018, að maður sem gaf skýrslu hjá lögreglu vegna vopnalagabrots, hafi greint frá því að hann hafi keypt vopnið af föður ríkislögreglustjóra, sem selur vopn á netinu (www.vopnasalinn.net). Í skýrslutökunni var jafnframt upplýst að faðir ríkislögreglustjóra hefði selt marga slíka riffla og þeir kostuðu um 1.500.000,- (dómur Landsréttar í máli nr. 607/2019, uppkveðinn 29. janúar 2021). Við flutning málsins í héraði, 13. júní 2019, var upplýst að faðir ríkislögreglustjóra hefði selt öðrum sams konar vopn og ákærða. Þrátt fyrir það sá lögreglan ekki ástæðu til þess að hefja rannsókn á meintri ólögmætri vopnasölu föður ríkislögreglustjóra. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála skal lögregla hvenær sem þess er þörf hefja rannsókn út af vitneskju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki. Ríkislögreglustjóri hafði upplýsingar um það sumarið 2018 að grunur léki á að faðir hennar væri að selja ólögleg vopn, sjálfvirka eða hálfsjálfvirka riffla, sem í raun eru ekkert annað en hríðskotabyssur. Þær upplýsingar voru síðan staðfestar í héraðsdómi 13. júní 2019. Af framansögðu er ljóst að ríkislögreglustjóri virðist hafa látið sér í léttu rúmi liggja að rökstuddur grunur væri uppi um að faðir hennar væri að selja hríðskotabyssur á Íslandi. Við húsleit lögreglu í ,,stóra hryðjuverkamálinu” fjórum árum síðar fundust meðal annars samskonar vopn og fjallað var um í dómi Landsréttar nr. 607/2019. Það er ætlun lögreglu, hvort sem að það stenst skoðun eða ekki, að þessi vopn hafi meðal annars átt að nota til þess að gera hryðjuverkaárás á lögregluna. Það er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að ríkislögreglustjóri og embætti lögreglstjórans á höfuðborgarsvæðinu bjuggu yfir upplýsingum um þessa vopnasölu í fjögur ár án þess að aðhafast neitt. Með því er staðfest að dómgreindar- og getuleysi lögreglu til þess rannsaka sakamál á grundvelli upplýsinga sem eru beint fyrir framan nefið á henni er algjört. Á sama tíma er lögreglan með háværar kröfur um fá að njósna eftirlitslaust um borgarana á grundvelli svokallaðra forvirkra rannsóknarheimilda. Er þessum mannskap treystandi til þess? Svarið er nei. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar