Segir af sér sem formaður Radikale Venstre Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2022 14:43 Sofie Carsten Nielsen hefur átt sæti á danska þinginu frá 2011 og verið Formaður Radikale Vestre frá árinu 2020. EPA Sofie Carsten Nielsen hefur sagt af sér sem formaður miðjuflokksins Radikale Venstre. Carsten Nielsen greindi frá þessu á stuttum blaðamannafundi í Kristjánsborgarhöll upp úr hádegi í dag. Hún sagðist ekki enn vera með að hreinu hvort hún hafi verið endurkjörin sem þingmaður en að ljóst væri að umboð hennar væri of veikt til að halda áfram sem formaður. Radikale Venstre er hluti af vinstriblokkinni í dönskum stjórnmálum en flokkurinn tapaði miklu fylgi í kosningunum í gær. Hlaut flokkurinn 3,8 prósent atkvæða, samanborið við 8,6 prósent í kosningunum 2019. Missti flokkurinn níu þingmenn og er nú einungis með sjö. „Nú mun forysta Radikale koma saman og útnefna nýjan leiðtoga,“ sagði Sofie Carsten Nielsen áður en hún yfirgaf blaðamannafundinn án þess að svara spurningum blaðamanna. Sofie Carsten Nielsen hefur átt sæti á danska þinginu frá 2011 og verið formaður Radikale Vestre frá árinu 2020. Hún var menntamálaráðherra á árunum 2014 til 2015. Jafnaðarmannaflokkur Mette Frederiksen forsætisráðherra fékk 27,5 prósent atkvæða sem svarar til fimmtíu þingsæta. Flokkurinn bætti við sig tveimur sætum og styrkti stöðu sína á þinginu. Rauða blokkin er með naumasta mögulega meirihluta, níutíu þingmenn, með stuðningi annars þingmanns Færeyinga og beggja þingmanna Grænlendinga. Frederiksen hefur þó sagt að hún vilji mynda breiða ríkisstjórn, það er með flokkum sem standa utan blokka eða í hægri blokkinni. Radikale Venstre leggur mikla áherslu á umhverfismál í sínum málflutningi, vill sjá aukinn Evrópusamruna og samræmda evrópska stefnu í málefnum hælisleitenda. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Talningingaklúðrið hafði ekki áhrif á skiptingu þingsæta Skipting þingsæta breytist ekki eftir endurtalningu í kjördæminu Frederikshavn í Danmörku þar sem klúður varð í talningu atkvæða í dönsku þingkosningum í gær. 2. nóvember 2022 13:12 Mette með pálmann í höndunum eftir sviptingar á ögurstundu Mette Frederiksen og Jafnaðarmannaflokkur hennar styrktu stöðu sína í þingkosningunum í Danmörku í kvöld. Afar mjótt var á munum og leit í fyrstu út fyrir að Moderaterne yrðu í lykilstöðu við myndun ríkisstjórnar. Nú er ljóst að Frederiksen getur myndað meirihlutastjórn með vinstri flokkum. 2. nóvember 2022 01:36 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira
Carsten Nielsen greindi frá þessu á stuttum blaðamannafundi í Kristjánsborgarhöll upp úr hádegi í dag. Hún sagðist ekki enn vera með að hreinu hvort hún hafi verið endurkjörin sem þingmaður en að ljóst væri að umboð hennar væri of veikt til að halda áfram sem formaður. Radikale Venstre er hluti af vinstriblokkinni í dönskum stjórnmálum en flokkurinn tapaði miklu fylgi í kosningunum í gær. Hlaut flokkurinn 3,8 prósent atkvæða, samanborið við 8,6 prósent í kosningunum 2019. Missti flokkurinn níu þingmenn og er nú einungis með sjö. „Nú mun forysta Radikale koma saman og útnefna nýjan leiðtoga,“ sagði Sofie Carsten Nielsen áður en hún yfirgaf blaðamannafundinn án þess að svara spurningum blaðamanna. Sofie Carsten Nielsen hefur átt sæti á danska þinginu frá 2011 og verið formaður Radikale Vestre frá árinu 2020. Hún var menntamálaráðherra á árunum 2014 til 2015. Jafnaðarmannaflokkur Mette Frederiksen forsætisráðherra fékk 27,5 prósent atkvæða sem svarar til fimmtíu þingsæta. Flokkurinn bætti við sig tveimur sætum og styrkti stöðu sína á þinginu. Rauða blokkin er með naumasta mögulega meirihluta, níutíu þingmenn, með stuðningi annars þingmanns Færeyinga og beggja þingmanna Grænlendinga. Frederiksen hefur þó sagt að hún vilji mynda breiða ríkisstjórn, það er með flokkum sem standa utan blokka eða í hægri blokkinni. Radikale Venstre leggur mikla áherslu á umhverfismál í sínum málflutningi, vill sjá aukinn Evrópusamruna og samræmda evrópska stefnu í málefnum hælisleitenda.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Talningingaklúðrið hafði ekki áhrif á skiptingu þingsæta Skipting þingsæta breytist ekki eftir endurtalningu í kjördæminu Frederikshavn í Danmörku þar sem klúður varð í talningu atkvæða í dönsku þingkosningum í gær. 2. nóvember 2022 13:12 Mette með pálmann í höndunum eftir sviptingar á ögurstundu Mette Frederiksen og Jafnaðarmannaflokkur hennar styrktu stöðu sína í þingkosningunum í Danmörku í kvöld. Afar mjótt var á munum og leit í fyrstu út fyrir að Moderaterne yrðu í lykilstöðu við myndun ríkisstjórnar. Nú er ljóst að Frederiksen getur myndað meirihlutastjórn með vinstri flokkum. 2. nóvember 2022 01:36 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira
Talningingaklúðrið hafði ekki áhrif á skiptingu þingsæta Skipting þingsæta breytist ekki eftir endurtalningu í kjördæminu Frederikshavn í Danmörku þar sem klúður varð í talningu atkvæða í dönsku þingkosningum í gær. 2. nóvember 2022 13:12
Mette með pálmann í höndunum eftir sviptingar á ögurstundu Mette Frederiksen og Jafnaðarmannaflokkur hennar styrktu stöðu sína í þingkosningunum í Danmörku í kvöld. Afar mjótt var á munum og leit í fyrstu út fyrir að Moderaterne yrðu í lykilstöðu við myndun ríkisstjórnar. Nú er ljóst að Frederiksen getur myndað meirihlutastjórn með vinstri flokkum. 2. nóvember 2022 01:36