Erlent

Norður-Kóreu­menn skjóta eld­flaugum sunnar en nokkru sinni áður

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Norður-Kóreumenn hafa verið að sækja í sig veðrið hvað varðar tilraunir með eldflaugar.
Norður-Kóreumenn hafa verið að sækja í sig veðrið hvað varðar tilraunir með eldflaugar. AP/Ahn Young-joon

Hermálayfirvöld í Norður-Kóreu skutu að minnsta kosti tíu flugskeytum frá austur- og vesturströndum landsins en ein þeirra fór lengra suður en nokkru sinni áður. Suður-Kóreumenn brugðust við með eigin eldflaugaskotum skömmu síðar.

Fyrstu fregnir af málinu hermdu að þrjú eldflaugaskot á austurströnd Norður-Kóreu hefðu orðið til þess að loftvarnaflautur fóru af stað á afskekktri eyju sem tilheyrir Suður-Kóreu. Samkvæmt hermálayfirvöldum í Seúl lenti ein þeirra í sjónum aðeins 60 kílómetra frá ströndum Suður-Kóreu.

Framkvæmdastjóri herforingjaráðs Suður-Kóreu sagði flugskeytatilraunirnar fordæmalausar og óvenjulegar að því leiti að flugskeytin hefðu lent ískyggilega nálægt umdeildri línu sem skilur að hafsvæði ríkjanna tveggja.

Herforingjaráðið sagði í yfirlýsingu að ögranir á borð við þessa yrðu ekki liðnar og að þeim yrði svarað í samráði við Bandaríkin.

Ráðamenn í Norður-Kóreu hafa hins vegar fyrir sitt leiti krafist þess að Suður-Kóreumenn og Bandaríkjamenn láti af umfangsmiklum heræfingum sínum og hótað aðgerðum ef ekki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×