Erlent

Pútín segir að frestun samnings um kornútflutning sé tímabundin

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Sergei Karpukhin

Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að Rússar hafi ákveðið að frysta samning sem gerður var um að flutningaskip fái að flytja korn frá Úkraínu um svartahaf.

Forsetinn segist ekki vera að segja samningnum upp, heldur aðeins að fresta honum um óákveðinn tíma en á sínum tíma var samningurinn gerður fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna og sérstaklega Tyrkja. Forsetinn ýjar einnig að því að skipaleiðin hafi verið nýtt af Úkraínumönnum með einhverjum hætti til að gera árás á Svartahafsflota Rússa á dögunum.

Talsmenn Sameinuðu þjóðanna segja þó ljóst að engin skip hafi verið á þeim slóðum þegar árásin var gerð og Úkraínumenn hafa ekki gengist við árásinni.

Volódómír Selenskí Úkraínuforseti hefur þegar gagnrýnt þessa ákvörðun Pútíns harðlega og sakar Rússaforseta um að beita yfirvofandi hungursneyð í heiminum sem vopni í stríðinu.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×