„Ég hugsa ekki um HM í eina mínútu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2022 14:30 Marcus Rashford leyfir sér ekki enn að láta sig dreyma um HM í Katar þótt að það séu bara þrjár vikur í heimsmeistarakeppnina. EPA-EFE/PETER POWELL Marcus Rashford ætlar ekki að láta hugann reika í átt til heimsmeistaramótsins í Katar heldur einbeita sér að fullu að liði Manchester United. Rashford hefur fundið sig á ný með United liðinu og skoraði sigurmark liðsins á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann skoraði líka á móti FC Sheriff í Evrópudeildinni nokkrum dögum áður. Rashford er nú kominn með sjö mörk í fimmtán leikjum deild og Evrópu á þessu tímabili og margir segja að hann hafi með þessu tryggt sér sæti í HM-hóp Englendinga í Katar sem verður tilkynntur seinna í þessum mánuði. „Ég hugsa ekki um HM í eina mínútu,“ sagði Marcus Rashford eftir leikinn um helgina. Markið á móti Hammers var hans hundraðasta fyrir Manchester United. ESPN segir frá. 100 goals for this special club! I ve been here since I was 7 years old and came through every single age group and played on every single pitch so I want to thanks all the staff, my family and team mates that have helped make this achievement possible pic.twitter.com/GRplZmcY4y— Marcus Rashford (@MarcusRashford) October 30, 2022 „Ég einbeiti mér bara að næsta leik. Við verðum að halda áfram að vinna leiki hér og það eru tveir deildarleikir eftir fram að heimsmeistaramóti. Ef við náum að vinna þessa tvo leiki þá höldum við okkur inn í baráttunni um fjögur efstu sætin og ég einbeiti mér því bara að því,“ sagði Rashford. Marcus Rashford last season: five goals, two assistsRashford through 14 games this season: six goals, three assists pic.twitter.com/hfxsQiz7xU— B/R Football (@brfootball) October 27, 2022 Bæði mörk Rashford í síðustu viku kom með skalla. „Það er eitt að koma sér inn í teiginn en svo er það tæknin og löngunin að koma hausnum í boltann sem er eitthvað sem ég hef verið að vinna í. Það er gaman að fá tvö mörk út úr því,“ sagði Rashford. Rashford átti erfiða tíma síðustu ár, var mikið meiddur og fann ekki skotskóna inn á vellinum en hvað hefur breyst á þessu tímabili? „Orkan er bara allt öðruvísi, sem er það sem skiptir mestu, því orkan er miklu jákvæðari,“ sagði Rashford og hélt áfram: „Bæði innan liðsins og líka á æfingasvæðinu sem skiptir mig mestu máli. Ég vil bara halda áfram og njóta þess að spila. Ef við höldum áfram að vinna þá er ég er viss um að það verði þannig,“ sagði Rashford. Marcus Rashford has 100 goals for us but he also has 49 assists and in just 231 90s in all competitions. He s played under multiple coaches, in different systems, across the frontline, as a starter and a rotation player and still put up 149 G/A in 231 90s.Born and Bred. pic.twitter.com/lLBHqDMl0y— UtdArena (@UtdArena) October 31, 2022 Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Sjá meira
Rashford hefur fundið sig á ný með United liðinu og skoraði sigurmark liðsins á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann skoraði líka á móti FC Sheriff í Evrópudeildinni nokkrum dögum áður. Rashford er nú kominn með sjö mörk í fimmtán leikjum deild og Evrópu á þessu tímabili og margir segja að hann hafi með þessu tryggt sér sæti í HM-hóp Englendinga í Katar sem verður tilkynntur seinna í þessum mánuði. „Ég hugsa ekki um HM í eina mínútu,“ sagði Marcus Rashford eftir leikinn um helgina. Markið á móti Hammers var hans hundraðasta fyrir Manchester United. ESPN segir frá. 100 goals for this special club! I ve been here since I was 7 years old and came through every single age group and played on every single pitch so I want to thanks all the staff, my family and team mates that have helped make this achievement possible pic.twitter.com/GRplZmcY4y— Marcus Rashford (@MarcusRashford) October 30, 2022 „Ég einbeiti mér bara að næsta leik. Við verðum að halda áfram að vinna leiki hér og það eru tveir deildarleikir eftir fram að heimsmeistaramóti. Ef við náum að vinna þessa tvo leiki þá höldum við okkur inn í baráttunni um fjögur efstu sætin og ég einbeiti mér því bara að því,“ sagði Rashford. Marcus Rashford last season: five goals, two assistsRashford through 14 games this season: six goals, three assists pic.twitter.com/hfxsQiz7xU— B/R Football (@brfootball) October 27, 2022 Bæði mörk Rashford í síðustu viku kom með skalla. „Það er eitt að koma sér inn í teiginn en svo er það tæknin og löngunin að koma hausnum í boltann sem er eitthvað sem ég hef verið að vinna í. Það er gaman að fá tvö mörk út úr því,“ sagði Rashford. Rashford átti erfiða tíma síðustu ár, var mikið meiddur og fann ekki skotskóna inn á vellinum en hvað hefur breyst á þessu tímabili? „Orkan er bara allt öðruvísi, sem er það sem skiptir mestu, því orkan er miklu jákvæðari,“ sagði Rashford og hélt áfram: „Bæði innan liðsins og líka á æfingasvæðinu sem skiptir mig mestu máli. Ég vil bara halda áfram og njóta þess að spila. Ef við höldum áfram að vinna þá er ég er viss um að það verði þannig,“ sagði Rashford. Marcus Rashford has 100 goals for us but he also has 49 assists and in just 231 90s in all competitions. He s played under multiple coaches, in different systems, across the frontline, as a starter and a rotation player and still put up 149 G/A in 231 90s.Born and Bred. pic.twitter.com/lLBHqDMl0y— UtdArena (@UtdArena) October 31, 2022
Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Sjá meira