Erlent

Faldi met­am­feta­mín í kleinu­hring

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Engin sulta var í bakkelsinu sem þekkt er undir heitinu Krapfen í Þýskalandi.
Engin sulta var í bakkelsinu sem þekkt er undir heitinu Krapfen í Þýskalandi. Getty Images

Landamæralögreglan í Bæjaralandi fann metamfetamín í kleinuhring manns sem hún stöðvaði við landamæraeftirlit. Eiturlyfin voru falin í miðju kleinuhringsins, þar sem sultan er alla jafna.

„Við höfum ekki séð þetta áður, eiturlyf falin í bakkelsi,“ segir talskona lögreglunnar þýsku í samtali við Deutsche Welle. Hún bætir við að bíræfinn smyglarinn hafi ekki komist fram hjá athugulum landamæravörðum.

Lögreglan vildi ekki greina frá því hvers vegna maðurinn hafi þótt grunsamlegur við eftirlitið, en um einn stakan kleinuhring var að ræða. Þegar skorið var í bakkelsið komu eiturlyfin, sem falin voru í smokki, í ljós.

Maðurinn var ákærður á staðnum en frjáls ferða sinna – í bili – að skýrslutöku lokinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×