Brúin var rúmlega hundrað ára gömul, kennileiti í héraðinu og vinsæll ferðamannastaður. Hún hafði nýlega fengið viðamikla yfirhalningu og var aðeins opnuð almenningi fyrir nokkrum dögum síðan. Breska ríkiútvarpið hefur eftir bæjarstjóranum í bænum Morbi í nágrenninu að eftirlitsmenn hafi þó átt eftir að taka mannvirkið út eftir endurbæturnar.
Óvenju margir voru á brúnni þegar hún gaf sig eða mörg hundruð manns en trúarhátíð var á svæðinu um helgina. Að minnsta kosti 177 hefur verið bjargað upp úr ánni en 141 er talinn af eins og áður sagði.