Enski boltinn

Trent Alexander-Arn­old: Það er aug­ljós­lega eitt­hvað að hjá Liver­pool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Trent Alexander-Arnold og félagar í Liverpool hafa tapað á móti liði í fallsæti í tveimur deildarleikjum í röð.
Trent Alexander-Arnold og félagar í Liverpool hafa tapað á móti liði í fallsæti í tveimur deildarleikjum í röð. EPA-EFE/PETER POWELL

Trent Alexander-Arnold sagði að leikmenn Liverpool séu að efast um sjálfa sig þessa dagana en Liverpool tapaði um helgina fyrir einu neðsta liði deildarinnar og það á Anfield.

Liverpool lenti enn á ný 1-0 undir í byrjun leiks og Leeds skoraði síðan sigurmarkið undir blálokin eftir að stórsókn Liverpool manna bar engan árangur.

Þetta var fjórða tap Liverpool manna á leiktíðinni og liðið er bara í níunda sæti deildarinnar, átta stigum frá sæti í Meistaradeildinni.

Liverpool tapaði á móti nýliðum Nottingham Forest helgina á undan en bæði lið sátu í fallsæti þegar þau mættu Liverpool.

„Ég vil segjaþað að við trúum allir á okkur sjálfa og að við trúum á það hvernig við spilum. Við höfum trú á hópnum og á því sem við getum afrekað,“ sagði Trent Alexander-Arnold í viðtali við heimasíðu Liverpool.

„En þegar þú lendir í mótlæti þá fær það til að efast um sjálfan þig og í framhaldinu vakna upp spurningar,“ sagði Alexander-Arnold.

„Það er augljóslega eitthvað að því hlutirnir eru ekki að ganga upp og þetta gengur ekki eins vel og við ætlum okkur. Það er eitthvað sem allir verða að hugsa um og eitthvað sem allir verða að taka á. Við verðum passa upp á það að við lögum þetta ekki síst í næsta leik á móti Tottenham sem eru að berjast við okkur um eitt af fjórum sætunum,“ sagði Alexander-Arnold.

„Við þurfum að mæta þangað og ná í einhver stig ef við ætlum að eiga einhvern möguleika á að ná markmiðum okkar á þessu tímabili,“ sagði Alexander-Arnold.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×