Erlent

Brotist inn á heimili Pelosi og ráðist á eiginmann hennar

Samúel Karl Ólason skrifar
Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi. Hann er 82 ára gamall.
Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi. Hann er 82 ára gamall. AP/Andrew Harnik

Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir árás eftir að maður braust inn á heimili þeirra hjóna í San Francisco. Paul var fluttur á sjúkrahús er talið að hann muni ná sér að fullu en Nancy var ekki á heimilinu.

Paul Pelosi er 82 ára gamall. Ekki liggur fyrir hvar Nancy Pelosi var en hún hefur verið á ferð og flugi um landið undanfarna daga vegna kosningabaráttunnar fyrir þingkosningarnar þann 9. nóvember.

Innbrotið og árásin mun hafa átt sér stað í nótt og hefur árásarmaðurinn verið handtekinn. Samkvæmt yfirlýsingu frá skrifstofu Nancy Pelosi liggja tildrög árásarinnar ekki fyrir og árásin til rannsóknar.

Fjölmiðlar vestanhafs segja karlmann hafa ráðist á Paul Pelosi með hamri.

Þinglögregla Bandaríkjanna sér um að vernda háttsetta þingmenn. Þingmenn hafa fengið fjárveitingar til að byggja upp öryggiskerfi á heimilum sínum. Þeir hafa þó viljað frekari öryggisgæslu vegna mikillar fjölgunar hótana og ógnana gegn þingmönnum.

Bandaríski blaðamaðurinn Jake Sherman sagði frá því í dag að geta lögreglunnar hefði dregist verulega saman á undanförnum árum. Margir lögregluþjónar hefðu hætt og lögreglan þyrfti á sama tíma að vernda mun fleiri þingmenn en áður.

Paul Pelosi er auðugur fjárfestir sem heldur yfirleitt til í heimili þeirra hjóna í San Francisco. Hann játaði nýverið að hafa ekið bíl undir áhrifum áfengis eftir árekstur í Kaliforníu og var dæmdur til fimm daga fangelsisvistar og þriggja ára skilorðs.

Viðbrögð fréttamanna Fox News við árásinni hafa vakið athygli vestanhafs. Hún þykir til marks um glæpaöldum sem á að vera að ganga yfir Bandaríkin.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×