Brotist inn á heimili Pelosi og ráðist á eiginmann hennar Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2022 13:23 Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi. Hann er 82 ára gamall. AP/Andrew Harnik Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir árás eftir að maður braust inn á heimili þeirra hjóna í San Francisco. Paul var fluttur á sjúkrahús er talið að hann muni ná sér að fullu en Nancy var ekki á heimilinu. Paul Pelosi er 82 ára gamall. Ekki liggur fyrir hvar Nancy Pelosi var en hún hefur verið á ferð og flugi um landið undanfarna daga vegna kosningabaráttunnar fyrir þingkosningarnar þann 9. nóvember. Innbrotið og árásin mun hafa átt sér stað í nótt og hefur árásarmaðurinn verið handtekinn. Samkvæmt yfirlýsingu frá skrifstofu Nancy Pelosi liggja tildrög árásarinnar ekki fyrir og árásin til rannsóknar. Fjölmiðlar vestanhafs segja karlmann hafa ráðist á Paul Pelosi með hamri. Þinglögregla Bandaríkjanna sér um að vernda háttsetta þingmenn. Þingmenn hafa fengið fjárveitingar til að byggja upp öryggiskerfi á heimilum sínum. Þeir hafa þó viljað frekari öryggisgæslu vegna mikillar fjölgunar hótana og ógnana gegn þingmönnum. Bandaríski blaðamaðurinn Jake Sherman sagði frá því í dag að geta lögreglunnar hefði dregist verulega saman á undanförnum árum. Margir lögregluþjónar hefðu hætt og lögreglan þyrfti á sama tíma að vernda mun fleiri þingmenn en áður. Remember: Capitol Police -- and specifically its dignitary protection division -- have been stretched very, very thin in recent years.They are protecting more lawmakers than ever before. many people have left the force. I hear this all of the time from sources there.— Jake Sherman (@JakeSherman) October 28, 2022 Paul Pelosi er auðugur fjárfestir sem heldur yfirleitt til í heimili þeirra hjóna í San Francisco. Hann játaði nýverið að hafa ekið bíl undir áhrifum áfengis eftir árekstur í Kaliforníu og var dæmdur til fimm daga fangelsisvistar og þriggja ára skilorðs. Viðbrögð fréttamanna Fox News við árásinni hafa vakið athygli vestanhafs. Hún þykir til marks um glæpaöldum sem á að vera að ganga yfir Bandaríkin. Fox News instantly plugs the Pelosi home invasion and assault on Paul Pelosi into its GOP talking points, saying this shows that "crime hits everybody" and "this can happen anywhere, crime is random and that's why it's such a significant part of this election story." We'll see. pic.twitter.com/WfkGZUU7tX— Matthew Gertz (@MattGertz) October 28, 2022 Bandaríkin Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Paul Pelosi er 82 ára gamall. Ekki liggur fyrir hvar Nancy Pelosi var en hún hefur verið á ferð og flugi um landið undanfarna daga vegna kosningabaráttunnar fyrir þingkosningarnar þann 9. nóvember. Innbrotið og árásin mun hafa átt sér stað í nótt og hefur árásarmaðurinn verið handtekinn. Samkvæmt yfirlýsingu frá skrifstofu Nancy Pelosi liggja tildrög árásarinnar ekki fyrir og árásin til rannsóknar. Fjölmiðlar vestanhafs segja karlmann hafa ráðist á Paul Pelosi með hamri. Þinglögregla Bandaríkjanna sér um að vernda háttsetta þingmenn. Þingmenn hafa fengið fjárveitingar til að byggja upp öryggiskerfi á heimilum sínum. Þeir hafa þó viljað frekari öryggisgæslu vegna mikillar fjölgunar hótana og ógnana gegn þingmönnum. Bandaríski blaðamaðurinn Jake Sherman sagði frá því í dag að geta lögreglunnar hefði dregist verulega saman á undanförnum árum. Margir lögregluþjónar hefðu hætt og lögreglan þyrfti á sama tíma að vernda mun fleiri þingmenn en áður. Remember: Capitol Police -- and specifically its dignitary protection division -- have been stretched very, very thin in recent years.They are protecting more lawmakers than ever before. many people have left the force. I hear this all of the time from sources there.— Jake Sherman (@JakeSherman) October 28, 2022 Paul Pelosi er auðugur fjárfestir sem heldur yfirleitt til í heimili þeirra hjóna í San Francisco. Hann játaði nýverið að hafa ekið bíl undir áhrifum áfengis eftir árekstur í Kaliforníu og var dæmdur til fimm daga fangelsisvistar og þriggja ára skilorðs. Viðbrögð fréttamanna Fox News við árásinni hafa vakið athygli vestanhafs. Hún þykir til marks um glæpaöldum sem á að vera að ganga yfir Bandaríkin. Fox News instantly plugs the Pelosi home invasion and assault on Paul Pelosi into its GOP talking points, saying this shows that "crime hits everybody" and "this can happen anywhere, crime is random and that's why it's such a significant part of this election story." We'll see. pic.twitter.com/WfkGZUU7tX— Matthew Gertz (@MattGertz) October 28, 2022
Bandaríkin Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira