Klopp segir meiðsli hafa spilað sinn þátt í slakri byrjun Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2022 11:00 Liverpool hefur verið án lykilmanna í mörgum leikjum til þessa á leiktíðinni. EPA-EFE/PETER POWELL Jürgen Klopp, þjálfari enska knattspyrnuliðsins Liverpool, segir meiðsli og óheppni hafa spilað sinn þátt í óstöðugri byrjun liðsins á tímabilinu. Liverpool mætir Ajax í Meistaradeild Evrópu í kvöld og dugir jafntefli til að endanlega tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum. Klopp fór yfir stöðu mála hjá Liverpool á blaðamannafundi fyrir leikinn en þó staðan sé nokkuð góð í Meistaradeildinni þá er sagan önnur heima fyrir. Liverpool tapaði 1-0 gegn nýliðum Nottingham Forest um liðna helgi og situr sem stendur í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 12 stigum á eftir toppliði Arsenal. Meiðsli herja á leikmannahóp liðsins en Klopp vonast til að framherjinn Darwin Núñez og varnarmaðurinn Ibrahima Konaté geti tekið þátt í leik kvöldsins. Thiago Alcântara, Joël Matip, Luis Díaz og Diogo Jota verða hins vegar alli fjarri góðu gamni. Naby Keïta og Alex Oxlade-Chamberlain voru ekki skráðir í Meistaradeildhóp Liverpool þar sem talið var að þeir yrðu lengur frá vegna meiðsla en raun ber vitni. Alls hafa 19 leikmenn Liverpool misst af einum leik eða meira vegna meiðsla á leiktíðinni. „Þetta byrjar allt með meiðslum. Þá verður vandamálið að leikmennirnir sem eru ekki meiddir þurfa að spila of mikið [og meiðast í kjölfarið] sem þýðir að leikmenn sem voru meiddir snúa of snemma til baka. Þannig er það,“ sagði Klopp og hélt áfram. „Leikmennirnir koma of snemma til baka, fá högg eða „eitthvað annað“ og læknateymið segir að þeir megi ekki spila meira en 20 mínútur og eigi ekki að gera hitt eða þetta. Það eru allskyns svona hlutar sem þýðir að maður fer inn í leik í ensku úrvalsdeildinni með hníf milli tannanna.“ „Þetta er flókið og mun ekki leysast á einni nóttu. Leikmenn eru að snúa aftur en þeir þurfa að æfa. Við héldum að þeir [Keïta og Oxlade-Chamberlain] yrðu frá lengur en þeir eru komnir til baka sem er gott. Þeir geta þó ekki spilað heilu leikina en geta verið með á æfingum og spilað nokkrar mínútur hér og þar. Aftur, það er enginn að kvarta eða kveina. Svona er bara staðan.“ „Við sjáum til hvað við getum gert á morgun [í dag]. Ég hlakka mjög til leiksins og er jákvæður. Þetta er Meistaradeild Evrópu, þetta er Ajax og þetta er stór leikur. Við erum með nóg af leikmönnum svo við munum gera okkar allra besta.“ „Við höfum spilað vel í nokkrum leikjum en það er ekki eins og við þurfum ekki að glíma við vandamál í þeim leikjum. Við eigum góðan leik og missum tvo leikmenn í meiðsli eftir þann leik. Þetta er ekki auðvelt,“ sagði Klopp að endingu. Leikur Ajax og Liverpool hefst klukkan 19.00 og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Að leik loknum verður farið yfir alla leiki kvöldsins í Meistaradeildarmörkunum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Fleiri fréttir „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Sjá meira
Klopp fór yfir stöðu mála hjá Liverpool á blaðamannafundi fyrir leikinn en þó staðan sé nokkuð góð í Meistaradeildinni þá er sagan önnur heima fyrir. Liverpool tapaði 1-0 gegn nýliðum Nottingham Forest um liðna helgi og situr sem stendur í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 12 stigum á eftir toppliði Arsenal. Meiðsli herja á leikmannahóp liðsins en Klopp vonast til að framherjinn Darwin Núñez og varnarmaðurinn Ibrahima Konaté geti tekið þátt í leik kvöldsins. Thiago Alcântara, Joël Matip, Luis Díaz og Diogo Jota verða hins vegar alli fjarri góðu gamni. Naby Keïta og Alex Oxlade-Chamberlain voru ekki skráðir í Meistaradeildhóp Liverpool þar sem talið var að þeir yrðu lengur frá vegna meiðsla en raun ber vitni. Alls hafa 19 leikmenn Liverpool misst af einum leik eða meira vegna meiðsla á leiktíðinni. „Þetta byrjar allt með meiðslum. Þá verður vandamálið að leikmennirnir sem eru ekki meiddir þurfa að spila of mikið [og meiðast í kjölfarið] sem þýðir að leikmenn sem voru meiddir snúa of snemma til baka. Þannig er það,“ sagði Klopp og hélt áfram. „Leikmennirnir koma of snemma til baka, fá högg eða „eitthvað annað“ og læknateymið segir að þeir megi ekki spila meira en 20 mínútur og eigi ekki að gera hitt eða þetta. Það eru allskyns svona hlutar sem þýðir að maður fer inn í leik í ensku úrvalsdeildinni með hníf milli tannanna.“ „Þetta er flókið og mun ekki leysast á einni nóttu. Leikmenn eru að snúa aftur en þeir þurfa að æfa. Við héldum að þeir [Keïta og Oxlade-Chamberlain] yrðu frá lengur en þeir eru komnir til baka sem er gott. Þeir geta þó ekki spilað heilu leikina en geta verið með á æfingum og spilað nokkrar mínútur hér og þar. Aftur, það er enginn að kvarta eða kveina. Svona er bara staðan.“ „Við sjáum til hvað við getum gert á morgun [í dag]. Ég hlakka mjög til leiksins og er jákvæður. Þetta er Meistaradeild Evrópu, þetta er Ajax og þetta er stór leikur. Við erum með nóg af leikmönnum svo við munum gera okkar allra besta.“ „Við höfum spilað vel í nokkrum leikjum en það er ekki eins og við þurfum ekki að glíma við vandamál í þeim leikjum. Við eigum góðan leik og missum tvo leikmenn í meiðsli eftir þann leik. Þetta er ekki auðvelt,“ sagði Klopp að endingu. Leikur Ajax og Liverpool hefst klukkan 19.00 og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Að leik loknum verður farið yfir alla leiki kvöldsins í Meistaradeildarmörkunum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Fleiri fréttir „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Sjá meira