Klopp segir meiðsli hafa spilað sinn þátt í slakri byrjun Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2022 11:00 Liverpool hefur verið án lykilmanna í mörgum leikjum til þessa á leiktíðinni. EPA-EFE/PETER POWELL Jürgen Klopp, þjálfari enska knattspyrnuliðsins Liverpool, segir meiðsli og óheppni hafa spilað sinn þátt í óstöðugri byrjun liðsins á tímabilinu. Liverpool mætir Ajax í Meistaradeild Evrópu í kvöld og dugir jafntefli til að endanlega tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum. Klopp fór yfir stöðu mála hjá Liverpool á blaðamannafundi fyrir leikinn en þó staðan sé nokkuð góð í Meistaradeildinni þá er sagan önnur heima fyrir. Liverpool tapaði 1-0 gegn nýliðum Nottingham Forest um liðna helgi og situr sem stendur í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 12 stigum á eftir toppliði Arsenal. Meiðsli herja á leikmannahóp liðsins en Klopp vonast til að framherjinn Darwin Núñez og varnarmaðurinn Ibrahima Konaté geti tekið þátt í leik kvöldsins. Thiago Alcântara, Joël Matip, Luis Díaz og Diogo Jota verða hins vegar alli fjarri góðu gamni. Naby Keïta og Alex Oxlade-Chamberlain voru ekki skráðir í Meistaradeildhóp Liverpool þar sem talið var að þeir yrðu lengur frá vegna meiðsla en raun ber vitni. Alls hafa 19 leikmenn Liverpool misst af einum leik eða meira vegna meiðsla á leiktíðinni. „Þetta byrjar allt með meiðslum. Þá verður vandamálið að leikmennirnir sem eru ekki meiddir þurfa að spila of mikið [og meiðast í kjölfarið] sem þýðir að leikmenn sem voru meiddir snúa of snemma til baka. Þannig er það,“ sagði Klopp og hélt áfram. „Leikmennirnir koma of snemma til baka, fá högg eða „eitthvað annað“ og læknateymið segir að þeir megi ekki spila meira en 20 mínútur og eigi ekki að gera hitt eða þetta. Það eru allskyns svona hlutar sem þýðir að maður fer inn í leik í ensku úrvalsdeildinni með hníf milli tannanna.“ „Þetta er flókið og mun ekki leysast á einni nóttu. Leikmenn eru að snúa aftur en þeir þurfa að æfa. Við héldum að þeir [Keïta og Oxlade-Chamberlain] yrðu frá lengur en þeir eru komnir til baka sem er gott. Þeir geta þó ekki spilað heilu leikina en geta verið með á æfingum og spilað nokkrar mínútur hér og þar. Aftur, það er enginn að kvarta eða kveina. Svona er bara staðan.“ „Við sjáum til hvað við getum gert á morgun [í dag]. Ég hlakka mjög til leiksins og er jákvæður. Þetta er Meistaradeild Evrópu, þetta er Ajax og þetta er stór leikur. Við erum með nóg af leikmönnum svo við munum gera okkar allra besta.“ „Við höfum spilað vel í nokkrum leikjum en það er ekki eins og við þurfum ekki að glíma við vandamál í þeim leikjum. Við eigum góðan leik og missum tvo leikmenn í meiðsli eftir þann leik. Þetta er ekki auðvelt,“ sagði Klopp að endingu. Leikur Ajax og Liverpool hefst klukkan 19.00 og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Að leik loknum verður farið yfir alla leiki kvöldsins í Meistaradeildarmörkunum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Sjá meira
Klopp fór yfir stöðu mála hjá Liverpool á blaðamannafundi fyrir leikinn en þó staðan sé nokkuð góð í Meistaradeildinni þá er sagan önnur heima fyrir. Liverpool tapaði 1-0 gegn nýliðum Nottingham Forest um liðna helgi og situr sem stendur í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 12 stigum á eftir toppliði Arsenal. Meiðsli herja á leikmannahóp liðsins en Klopp vonast til að framherjinn Darwin Núñez og varnarmaðurinn Ibrahima Konaté geti tekið þátt í leik kvöldsins. Thiago Alcântara, Joël Matip, Luis Díaz og Diogo Jota verða hins vegar alli fjarri góðu gamni. Naby Keïta og Alex Oxlade-Chamberlain voru ekki skráðir í Meistaradeildhóp Liverpool þar sem talið var að þeir yrðu lengur frá vegna meiðsla en raun ber vitni. Alls hafa 19 leikmenn Liverpool misst af einum leik eða meira vegna meiðsla á leiktíðinni. „Þetta byrjar allt með meiðslum. Þá verður vandamálið að leikmennirnir sem eru ekki meiddir þurfa að spila of mikið [og meiðast í kjölfarið] sem þýðir að leikmenn sem voru meiddir snúa of snemma til baka. Þannig er það,“ sagði Klopp og hélt áfram. „Leikmennirnir koma of snemma til baka, fá högg eða „eitthvað annað“ og læknateymið segir að þeir megi ekki spila meira en 20 mínútur og eigi ekki að gera hitt eða þetta. Það eru allskyns svona hlutar sem þýðir að maður fer inn í leik í ensku úrvalsdeildinni með hníf milli tannanna.“ „Þetta er flókið og mun ekki leysast á einni nóttu. Leikmenn eru að snúa aftur en þeir þurfa að æfa. Við héldum að þeir [Keïta og Oxlade-Chamberlain] yrðu frá lengur en þeir eru komnir til baka sem er gott. Þeir geta þó ekki spilað heilu leikina en geta verið með á æfingum og spilað nokkrar mínútur hér og þar. Aftur, það er enginn að kvarta eða kveina. Svona er bara staðan.“ „Við sjáum til hvað við getum gert á morgun [í dag]. Ég hlakka mjög til leiksins og er jákvæður. Þetta er Meistaradeild Evrópu, þetta er Ajax og þetta er stór leikur. Við erum með nóg af leikmönnum svo við munum gera okkar allra besta.“ „Við höfum spilað vel í nokkrum leikjum en það er ekki eins og við þurfum ekki að glíma við vandamál í þeim leikjum. Við eigum góðan leik og missum tvo leikmenn í meiðsli eftir þann leik. Þetta er ekki auðvelt,“ sagði Klopp að endingu. Leikur Ajax og Liverpool hefst klukkan 19.00 og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Að leik loknum verður farið yfir alla leiki kvöldsins í Meistaradeildarmörkunum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Sjá meira