Erlent

Bólusetja gegn kórónuveirunni með munnúða

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá sýnatökustað í Peking í Kína. 
Frá sýnatökustað í Peking í Kína.  AP

Kínverjar hafa, fyrstir þjóða, hafið bólusetningar gegn COVID-19 með munnúða í stað sprautu.

Íbúar Sjanghæ eru fyrstir í röðinni og til að byrja með er bóluefnið notað sem örvunarskammtur fyrir þá sem áður hafa verið bólusettir á hefðbundinn hátt.

Í umfjöllun AP fréttaveitunnar um málið segir að einnig séu bundnar vonir við að þessi nýja aðferð verði til þess að þeir sem óttist sprautur láti bólusetja sig auk þess sem aðferðin er sögð henta afar vel í vanþróaðri löndum heimsins þar sem ekki þarf mikla þjálfun til að gefa efnið.

Bólusetningar gegn kórónuveirunni hafa ekki verið gerðar að skyldu í Kína þrátt fyrir gríðarlega harðar aðgerðir en mikil áhersla er nú lögð á að fjölga þeim sem fengið hafa örvunarskammt áður en hægt er að aflétta takmörkunum vegna faraldursins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×