Erlent

Kallaði nýja for­sætis­ráð­herrann Rashee Sanook

Bjarki Sigurðsson skrifar
Joe Biden átti erfitt með að bera fram nafn forsætisráðherra Bretlands, Rishi Sunak.
Joe Biden átti erfitt með að bera fram nafn forsætisráðherra Bretlands, Rishi Sunak. EPA/Yuri Gripas

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, var ekki með nafn Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, á hreinu þegar hann óskaði honum til hamingju með nýja starfið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem seinheppni forsetans þegar kemur að orðavali vekur athygli.

Í gærkvöldi sendi Joe Biden Bandaríkjaforseti hamingjuóskir á Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands. Eða, hann var líklegast að reyna að senda hamingjuóskir á hann því hann óskaði reyndar „Rashee Sanook“ til hamingju með nýju stöðuna. Forsetinn hefur greinilega ekki æft framburð sinn áður en hann stökk upp í pontu.

Biden áttaði sig ekki á mistökum sínum og hélt ræðu sinni áfram. Þar sagði hann þetta vera ótrúlegan viðburð.

Forsetinn hefur áður verið hafður að háði og spotti fyrir orð sín. Hann á það til að gleyma um hvað hann er að tala og mismæla sig ansi hressilega. Þá gerðist hann eitt sinn sekur um að búa til sitt eigið orð er hann reyndi að lýsa Bandaríkjunum.

Þegar forsetinn var að tala um skerðingu á rétti kvenna til þungunarrofs var hann að lesa ræðu sína af skjá. Á skjánum var hann beðinn um að leggja áherslu á orð sín með því að endurtaka síðustu setningu. Í staðinn fyrir að gera það las forsetinn upphátt: „Endurtaktu setninguna“.

Svo var það þegar forsetinn ætlaði að byrja ræðu sína á tveimur orðum. En orðin tvö urðu óvart þrjú.

Joe Biden verður áttatíu ára gamall þann 20. nóvember næstkomandi. Biden er elsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna en næst á eftir honum kemur Ronald Reagan sem var 77 ára og 349 daga þegar hann hætti sem forseti. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.