Fundu um fjögur hundruð ára systurskip Vasaskipsins á hafsbotni Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2022 16:31 Sjávarfornleifafræðingar fundu skipið árið 2019 en nú er búið að sannreyna að raunverulega sé um systurskip Vasaskipsins að ræða. Vrak Sjávarfornleifafræðingar hafa staðfest að systurskip eins af þjóðargersemum Svíþjóðar hafi fundist á hafsbotni í Stokkhólmssundi. Skipið, sem ber nafnið Eplið eða Äpplet á sænsku, mun áfram hvíla á botni skerjagarðsins þar sem það hefur verið í um 370 ár. Greint var frá uppgötvuninni í morgun, en skipið fannst við Vaxhólma. Í frétt TT segir að skipið hafi fundist árið 2019 og lágu þá hliðar skipsins mikið skemmdar á hafsbotni. Skrokkur skipsins var þó vel varðveittur upp að þilfari þar sem fallbyssur var að finna. Vrak „Það byrjaði að kitla í maganum,“ segir sjávarfornleifafræðingurinn Jim Hansson sem starfar við Vrak-safnið í Stokkhólmi í samtali við TT, um þennan merka fund. Eftir að skipið fannst var hafist handa við að sannreyna að raunverulega hafi verið um Eplið að ræða. Skipið var fyrst tekið í notkun árið 1629 og var notað fram til ársins 1658 þegar því var sökkt við Vaxhólma. Vrak Við Vaxhólma er að finna eins konar kirkjugarð fyrir gömul skip. Mikinn fjölda skipa á hafsbotni á þessum slóðum þar sem skipum var sökkt eftir að hætt að var að nota þau. Var það meðal annars gert til að loka Stokkhólmssundi fyrir siglingum óvinaskipa. „Púlsinn hækkaði virkilega þegar við sáum hvað skipið var líkt Vasa. Bæði smíðin og mikil stærð skipsins voru mjög kunnugleg. Þá kviknaði vonin um að við höfðum fundið eitt af systurskipum Vasa,“ segir Hansson. Rannsóknir hafa svo leitt í ljós að eik frá 1627 hafi verið notuð við smíði skipsins. Þá hafi komið í ljós að timbrið hafi komið frá Ängsö í vatninu Mälaren þar sem efnið sem notað var við smíði Vasa-skipsins var sótt. Líkt og með Vasa þá er Eplið vel varðveitt þrátt fyrir að hafa hvílt á hafsbotni í um 370 ár. Vrak Vasaskipið sökk í jómfrúarferð sinni árið 1628. Talið er að skipið hafi sokkið vegna lélegrar hönnunar. Eplið var smíðað um ári síðar og var um einum metra breiðara til að auka stöðugleikann við siglinguna. Vísindamennirnir telja þó ekki að Eplið hafi verið sérlega gott skip til siglinga. Skipin voru smíðuð í valdatíð Gústafs II Adolfs sem stýrði Svíþjóð á árunum 1611 til 1632. Hann fyrirskipaði smíði fjögurra skipa með tvöföldum fallbyssuþilförum til að festa Svíþjóð í sessi sem stórveldi í heimshlutanum. Auk Vasa og Eplisins voru Krónan og Septer smíðuð. Eplið var aldrei notað í sjóorrustum en var nýtt sem flutningaskip í Þrjátíu ára stríðinu. Vasaskipið er að finna á Vasasafninu í Stokkhólmi.Getty Vasasafnið í Stokkhólmi er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Stokkhólmi. Þar er að finna sjálft Vasaskipið sem lyft var af hafsbotni árið 1961 og var gert upp. Skipinu var svo komið fyrir á safninu sem opnaði formlega árið 1990. Svíþjóð Fornminjar Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Greint var frá uppgötvuninni í morgun, en skipið fannst við Vaxhólma. Í frétt TT segir að skipið hafi fundist árið 2019 og lágu þá hliðar skipsins mikið skemmdar á hafsbotni. Skrokkur skipsins var þó vel varðveittur upp að þilfari þar sem fallbyssur var að finna. Vrak „Það byrjaði að kitla í maganum,“ segir sjávarfornleifafræðingurinn Jim Hansson sem starfar við Vrak-safnið í Stokkhólmi í samtali við TT, um þennan merka fund. Eftir að skipið fannst var hafist handa við að sannreyna að raunverulega hafi verið um Eplið að ræða. Skipið var fyrst tekið í notkun árið 1629 og var notað fram til ársins 1658 þegar því var sökkt við Vaxhólma. Vrak Við Vaxhólma er að finna eins konar kirkjugarð fyrir gömul skip. Mikinn fjölda skipa á hafsbotni á þessum slóðum þar sem skipum var sökkt eftir að hætt að var að nota þau. Var það meðal annars gert til að loka Stokkhólmssundi fyrir siglingum óvinaskipa. „Púlsinn hækkaði virkilega þegar við sáum hvað skipið var líkt Vasa. Bæði smíðin og mikil stærð skipsins voru mjög kunnugleg. Þá kviknaði vonin um að við höfðum fundið eitt af systurskipum Vasa,“ segir Hansson. Rannsóknir hafa svo leitt í ljós að eik frá 1627 hafi verið notuð við smíði skipsins. Þá hafi komið í ljós að timbrið hafi komið frá Ängsö í vatninu Mälaren þar sem efnið sem notað var við smíði Vasa-skipsins var sótt. Líkt og með Vasa þá er Eplið vel varðveitt þrátt fyrir að hafa hvílt á hafsbotni í um 370 ár. Vrak Vasaskipið sökk í jómfrúarferð sinni árið 1628. Talið er að skipið hafi sokkið vegna lélegrar hönnunar. Eplið var smíðað um ári síðar og var um einum metra breiðara til að auka stöðugleikann við siglinguna. Vísindamennirnir telja þó ekki að Eplið hafi verið sérlega gott skip til siglinga. Skipin voru smíðuð í valdatíð Gústafs II Adolfs sem stýrði Svíþjóð á árunum 1611 til 1632. Hann fyrirskipaði smíði fjögurra skipa með tvöföldum fallbyssuþilförum til að festa Svíþjóð í sessi sem stórveldi í heimshlutanum. Auk Vasa og Eplisins voru Krónan og Septer smíðuð. Eplið var aldrei notað í sjóorrustum en var nýtt sem flutningaskip í Þrjátíu ára stríðinu. Vasaskipið er að finna á Vasasafninu í Stokkhólmi.Getty Vasasafnið í Stokkhólmi er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Stokkhólmi. Þar er að finna sjálft Vasaskipið sem lyft var af hafsbotni árið 1961 og var gert upp. Skipinu var svo komið fyrir á safninu sem opnaði formlega árið 1990.
Svíþjóð Fornminjar Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira