Erlent

Úkraínskur auðjöfur grunaður um landráð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vyacheslav Boguslaev sést hér á handboltaleik á síðasta ári.
Vyacheslav Boguslaev sést hér á handboltaleik á síðasta ári. Dmytro Smolyenko / Ukrinform/Future Publishing via Getty Images)

Úkraínska öryggislögreglan hefur handtekið Vyacheslav Boguslaev, einn ríkasta auðjöfur Úkraínu og fyrrverandi eiganda umsvifamikillar hreyflaverksmiðju. Hann er grunaður um landráð.

Reuters greinir frá og segir að fréttir helstu miðla Úkraínu greini frá því að Boguslaev hafi verið handtekinn í Zaporizhzhia í mið-Úkraínu. Hann var fluttur til Kænugarðs til yfirheyrslu.

Hinn 83 gamli Boguslaev var á árum áður eigandi og forstjóri hreyflaframleiðendans Motor Sich, sem er umsvifamikið í framleiðslu hreyfla og annarra flugvélaparta.

Motor Sich er umsvifamikið fyrirtæki á sviði flugvélaparta.Dmytro Smoliyenko/ Ukrinform/Future Publishing via Getty Images)

Reuters segir að Boguslaev, sem eitt sinn sat á úkraínska þinginu, sé grunaður um að hafa aðstoðað rússneska herinn við að yfirtaka fjögur úkraínsk héruð, þar á meðal svæðið í kringum Zaporizhzhia, sem nú er aftur komið á vald Úkraínumanna.

Greint hefur verið frá því að Boguslaev, einn ríkasti maður Úkraínu, sé meðal annars grunaður um að hafa séð rússneska hernum fyrir varahlutum í flugvélar og þyrlur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×