Erlent

For­vera Kína­for­seta „leið ekki vel“

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Hinn 79 ára Hu Jintao var forseti Kína á árunum 2003 til 2013.
Hinn 79 ára Hu Jintao var forseti Kína á árunum 2003 til 2013. Getty/Frayer

Hinum 79 ára gamla Hu Jintao leið ekki vel þegar hann var leiddur á brott af flokksþingi kínverska Kommúnistaflokksins, að sögn ríkismiðla í Kína. Áður höfðu engar skýringar borist á brotthvarfi Jintao.

Jintao sat við hlið Xi Jinping, núverandi forseta Kína og arftaka Jintao, uppi á sviði flokksþingsins þegar hann var leiddur á brott af tveimur starfsmönnum. Í frétt BBC segir að Jintao hafi sagt eitthvað við Jinping sem hafi svo kinkað kolli. Stephen McDonnel, fréttaritari BBC í Kína segir að myndband af atvikinu hafi vakið upp miklar spurningar en afar fátt sé um svör frá kínverskum yfirvöldum.

Ríkismiðlar ytra segja að hann hafi verið slappur og því fylgt á brott. Forsetinn fyrrverandi er sagður hafa viljað mæta á fundinn þrátt fyrir að hafa enn verið að jafna sig eftir veikindi.

„Honum leið ekki vel á meðan fundinum stóð og þess vegna fylgdi starfsfólk hans honum út - heilsunnar vegna. Hann fór yfir í herbergi við hlið fundarsalarins til að hvíla sig, nú líður honum mun betur,“ sagði blaðamaður ríkismiðilsins Xinhuanet samkvæmt AlJ.


Tengdar fréttir

For­veri Kína­for­seta leiddur á brott af flokks­þinginu

Hu Jintao, forveri núverandi forseta Kína í starfi, var leiddur út af lokaathöfn flokksþings kínverska Kommúnistaflokksins. Engar skýringar hafa borist á því af hverju forsetinn fyrrverandi var leiddur úr salnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×