Bannon dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2022 15:27 Bannon skartaði einkennisklæðnaði sínum, tveimur skirtum, þegar hann mætti fyrir dóm í Washington-borg í morgun. AP/Nathan Howard Bandarískur alríkisdómstóll dæmdi Steve Bannon, fyrrverandi skrifstofustjóra Hvíta húss Donalds Trump, í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hunsa stefnu nefndar Bandaríkjaþings í dag. Nefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið stefndi Bannon til að bera vitni en hann óhlýðnaðist henni. Bannon er laus á meðan hægt er að áfrýja dómnum. Hann var einnig dæmdur til að greiða 6.500 dollara sekt, jafnvirði um 944 þúsund íslenskra króna, fyrir að vanvirða Bandaríkjaþing. Saksóknarar kröfðust sex mánaða fangelsisvistar yfir Bannon. Afar fátítt er að einstaklingar séu sakfelldir fyrir að vanvirða Bandaríkjaþing. Washington Post segir að Bannon sé sá fyrsti í meira en hálfa öld. Svonefnd 6. janúarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sóttist eftir vitnisburði Bannon um aðild hans að tilraunum Trump til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Bannon hunsaði stefnu þess efnis að hann bæri vitni og afhenti gögn sem vörðuðu málið, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögmenn Bannon reyndu að færa rök fyrir því fyrir dómi að hann hafi ekki viljað bera vitni til þess að rjúfa ekki trúnað gagnvart þáverandi Bandaríkjaforseta sem Trump gerði tilkall til þegar Bannon var fyrst stefnt. Bannon var hins vegar aðeins almennur borgari þegar hann var í samskiptum við Trump um kosningaúrslitin og aðrir fyrrverandi embættismenn í stjórn Trump hafa gefið skýrslu fyrir nefndinni. Bannon á það á hættu að vera dæmdur til enn lengri fangelsisvistar þar sem hann er ákærður fyrir peningaþvætti, fjársvik og samsæri í tengslum við fjáröflun fyrir landamæramúr Trump í New York. Saksóknarar saka Bannon um að blekkja þá sem lögðu fjáröfluninni lið. Megnið af söfnunarfénu hafi ekki farið í byggingu múrsins heldur í vasa hans og tveggja félaga hans. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir „Ég ætla bara ekkert að fara“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagði starfsmönnum sínum og bandamönnum að hann ætlaði ekki að yfirgefa Hvíta húsið, þrátt fyrir að hafa skömmu áður tapað kosningum gegn Joe Biden. „Við förum aldrei. Hvernig getur þú farið þegar þú hefur unnið kosningar.“ 12. september 2022 14:38 Bannon aftur ákærður fyrir svik vegna múrsins Stephen Bannon, langtímabandamaður Donalds Trumps og fyrrverandi ráðgjafi hans í Hvíta húsinu, hefur verið ákærður fyrir svik og fjárþvætti. Saksóknarar í New York saka hann um að svindla á fólki í tengslum við fjáröflunina „We Build the Wall“ sem safna átti peningum til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 8. september 2022 16:39 Bannon sekur um vanvirðingu gegn þinginu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Donald Trump, hefur verið dæmdur sekur um vanvirðingu gegn bandaríska þinginu. Hann gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að tvö ár. 22. júlí 2022 19:09 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Bannon er laus á meðan hægt er að áfrýja dómnum. Hann var einnig dæmdur til að greiða 6.500 dollara sekt, jafnvirði um 944 þúsund íslenskra króna, fyrir að vanvirða Bandaríkjaþing. Saksóknarar kröfðust sex mánaða fangelsisvistar yfir Bannon. Afar fátítt er að einstaklingar séu sakfelldir fyrir að vanvirða Bandaríkjaþing. Washington Post segir að Bannon sé sá fyrsti í meira en hálfa öld. Svonefnd 6. janúarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sóttist eftir vitnisburði Bannon um aðild hans að tilraunum Trump til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Bannon hunsaði stefnu þess efnis að hann bæri vitni og afhenti gögn sem vörðuðu málið, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögmenn Bannon reyndu að færa rök fyrir því fyrir dómi að hann hafi ekki viljað bera vitni til þess að rjúfa ekki trúnað gagnvart þáverandi Bandaríkjaforseta sem Trump gerði tilkall til þegar Bannon var fyrst stefnt. Bannon var hins vegar aðeins almennur borgari þegar hann var í samskiptum við Trump um kosningaúrslitin og aðrir fyrrverandi embættismenn í stjórn Trump hafa gefið skýrslu fyrir nefndinni. Bannon á það á hættu að vera dæmdur til enn lengri fangelsisvistar þar sem hann er ákærður fyrir peningaþvætti, fjársvik og samsæri í tengslum við fjáröflun fyrir landamæramúr Trump í New York. Saksóknarar saka Bannon um að blekkja þá sem lögðu fjáröfluninni lið. Megnið af söfnunarfénu hafi ekki farið í byggingu múrsins heldur í vasa hans og tveggja félaga hans.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir „Ég ætla bara ekkert að fara“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagði starfsmönnum sínum og bandamönnum að hann ætlaði ekki að yfirgefa Hvíta húsið, þrátt fyrir að hafa skömmu áður tapað kosningum gegn Joe Biden. „Við förum aldrei. Hvernig getur þú farið þegar þú hefur unnið kosningar.“ 12. september 2022 14:38 Bannon aftur ákærður fyrir svik vegna múrsins Stephen Bannon, langtímabandamaður Donalds Trumps og fyrrverandi ráðgjafi hans í Hvíta húsinu, hefur verið ákærður fyrir svik og fjárþvætti. Saksóknarar í New York saka hann um að svindla á fólki í tengslum við fjáröflunina „We Build the Wall“ sem safna átti peningum til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 8. september 2022 16:39 Bannon sekur um vanvirðingu gegn þinginu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Donald Trump, hefur verið dæmdur sekur um vanvirðingu gegn bandaríska þinginu. Hann gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að tvö ár. 22. júlí 2022 19:09 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
„Ég ætla bara ekkert að fara“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagði starfsmönnum sínum og bandamönnum að hann ætlaði ekki að yfirgefa Hvíta húsið, þrátt fyrir að hafa skömmu áður tapað kosningum gegn Joe Biden. „Við förum aldrei. Hvernig getur þú farið þegar þú hefur unnið kosningar.“ 12. september 2022 14:38
Bannon aftur ákærður fyrir svik vegna múrsins Stephen Bannon, langtímabandamaður Donalds Trumps og fyrrverandi ráðgjafi hans í Hvíta húsinu, hefur verið ákærður fyrir svik og fjárþvætti. Saksóknarar í New York saka hann um að svindla á fólki í tengslum við fjáröflunina „We Build the Wall“ sem safna átti peningum til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 8. september 2022 16:39
Bannon sekur um vanvirðingu gegn þinginu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Donald Trump, hefur verið dæmdur sekur um vanvirðingu gegn bandaríska þinginu. Hann gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að tvö ár. 22. júlí 2022 19:09