Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2022 23:31 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/José Luis Villegas Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn. Í bók sem hún birti árið 2019 sakaði hún Trump um að hafa nauðgað sér í mátunarklefa í fataverslun í New York á tíunda áratug síðustu aldar. Trump sagði í kjölfarið að hún væri að ljúga og að hún væri „ekki hans týpa“. Í kjölfar þess kærði hún hann fyrir meiðyrði. Eins og við sögðum frá árið 2019 eru kærur sem þessar algengar í málum sem tengjast kynferðisbrotum vestanhafs. Ásakanir um kynferðisbrot eru oft orð gegn orði. Ásakanir um meiðyrði eru oftast af öðru sniði og þannig reynir fólk að koma kynferðisbrotum fyrir dóm með því að kæra meinta gerendur fyrir meiðyrði, þegar þeir neita fyrri ásökununum. Til að sannreyna hvort að um meiðyrði sé að ræða, þarf fyrst að reyna að sanna hvort að fyrra brotið hafi átt sér stað eða ekki. Sjá einnig: Kærir Trump fyrir meiðyrði í tengslum við ásakanir um nauðgun Carroll lýsti því nýverið yfir að hún ætlaði að kæra Trump aftur fyrir líkamsárás á grundvelli nýrrar reglugerðar um að fullorðin fórnarlömb nauðgunar geti kært meinta gerendur sína, sama hvenær brotin eiga að hafa átt sér stað. Sú kæra verður lögð fram í nóvember, þegar nýja reglugerðin í New York tekur gildi. Lögmenn hennar lýstu því yfir í kvöld að Trump hefði borið vitni í dag en vildu ekki segja meira að svo stöddu. Það er eftir að Trump og lögmenn hans hafa ítrekað reynt að koma í veg fyrir þennan vitnisburð. Alríkisdómari komst í síðustu viku að þeirri niðurstöðu að Trump gæti ekki frestað vitnaleiðslunum frekar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Óljóst er hvort Trump bar vitni í gegnum fjarfundarbúnað en hann var í Flórída í morgun og málið er tekið fyrir í New York. Carroll er sögð hafa borið vitni síðasta föstudag en hvorki lögmenn hennar né Trumps hafa svarað fyrirspurnum um þá vitnaleiðslu. Trump tjáði sig nýverið um ásakanir Carroll og þá sagði hann þær vera pretti. Hann sagðist ekki hafa hugmynd um hver Carroll væri, fyrir utan það að mynd hefði verið tekin af honum með henni og eiginmanni hennar á góðgerðarviðburði fyrir mörgum árum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Í bók sem hún birti árið 2019 sakaði hún Trump um að hafa nauðgað sér í mátunarklefa í fataverslun í New York á tíunda áratug síðustu aldar. Trump sagði í kjölfarið að hún væri að ljúga og að hún væri „ekki hans týpa“. Í kjölfar þess kærði hún hann fyrir meiðyrði. Eins og við sögðum frá árið 2019 eru kærur sem þessar algengar í málum sem tengjast kynferðisbrotum vestanhafs. Ásakanir um kynferðisbrot eru oft orð gegn orði. Ásakanir um meiðyrði eru oftast af öðru sniði og þannig reynir fólk að koma kynferðisbrotum fyrir dóm með því að kæra meinta gerendur fyrir meiðyrði, þegar þeir neita fyrri ásökununum. Til að sannreyna hvort að um meiðyrði sé að ræða, þarf fyrst að reyna að sanna hvort að fyrra brotið hafi átt sér stað eða ekki. Sjá einnig: Kærir Trump fyrir meiðyrði í tengslum við ásakanir um nauðgun Carroll lýsti því nýverið yfir að hún ætlaði að kæra Trump aftur fyrir líkamsárás á grundvelli nýrrar reglugerðar um að fullorðin fórnarlömb nauðgunar geti kært meinta gerendur sína, sama hvenær brotin eiga að hafa átt sér stað. Sú kæra verður lögð fram í nóvember, þegar nýja reglugerðin í New York tekur gildi. Lögmenn hennar lýstu því yfir í kvöld að Trump hefði borið vitni í dag en vildu ekki segja meira að svo stöddu. Það er eftir að Trump og lögmenn hans hafa ítrekað reynt að koma í veg fyrir þennan vitnisburð. Alríkisdómari komst í síðustu viku að þeirri niðurstöðu að Trump gæti ekki frestað vitnaleiðslunum frekar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Óljóst er hvort Trump bar vitni í gegnum fjarfundarbúnað en hann var í Flórída í morgun og málið er tekið fyrir í New York. Carroll er sögð hafa borið vitni síðasta föstudag en hvorki lögmenn hennar né Trumps hafa svarað fyrirspurnum um þá vitnaleiðslu. Trump tjáði sig nýverið um ásakanir Carroll og þá sagði hann þær vera pretti. Hann sagðist ekki hafa hugmynd um hver Carroll væri, fyrir utan það að mynd hefði verið tekin af honum með henni og eiginmanni hennar á góðgerðarviðburði fyrir mörgum árum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira