Dagný skoraði í dramatískum sigri Hamranna | Wolfsburg áfram á sigurbraut Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. október 2022 13:40 Leikmenn West Ham United fagna marki Dagnýjar Brynjarsdóttur í dag. Harriet Lander/Getty Images Dagný Brynjarsdóttir, fyrirliði West Ham United, skoraði fyrra mark liðs síns í naumum 2-1 sigri á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Sveindís Jane Jónsdóttir lék stundarfjórðung í sigri Wolfsburg sem jók forystu sína á toppi deildarinnar. Dagný kom Hömrunum yfir strax á annarri mínútu leiksins og ekki löngu síðar tvöfaldaði Honoka Hayashi forystuna. Staðan orðin 2-0 og sigur West Ham svo gott sem kominn í hús, eða hvað? Staðan var 2-0 í hálfleik en á 73. mínútu fékk heimaliðið vítaspyrnu. Alisha Lehmann fór á punktinn en brenndi af. Það stöðvaði ekki Villa-konur og minnkaði Kenza Dali muninn skömmu síðar. Hawa Cissoko fékk svo rautt spjald í liði West Ham í þann mund sem venjulegur leiktími rann út en alls var tíu mínútum bætt við. Hawa Cissoko should get called up for the boxing tonight!! pic.twitter.com/Rfw90AB54V— Beth Fisher (@BethFisherSport) October 15, 2022 Dagný og stöllur hennar héldu hins vegar út og fóru með stigin þrjú heim til Lundúna. Hamrarnir hafa nú leikið fjóra leiki, tveir hafa unnist og tveir hafa tapast. Liðið situr í 6. sæti deildarinnar með sex stig. And breathe... We take all three points in the West Midlands! #AVLWHU 1-2 pic.twitter.com/Qi9dPBBZw4— West Ham United Women (@westhamwomen) October 15, 2022 Í Þýskalandi var Sveindís Jane Jónsdóttir á varamannabekk Wolfsburg er liðið sótti Potsdam heim. Sveindís Jane spilaði 15 mínútur í 2-0 sigri. Alexandra Popp og Ewa Pajor með mörkin. Wolfsburg er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með 12 stig á meðan Íslendingalið Bayern München er í öðru sæti með sjö stig og leik til góða. Alexandra Jóhannsdóttir spilaði nær allan síðari hálfleikinn þegar Fiorentina vann 1-0 útisigur á Pomgliano. Fiorentina er sem stendur í öðru sæti deildarinnar með 15 stig að loknum sex umferðum, stigi minna en topplið Inter. Alexandra Jóhannsdóttir er leikmaður Fiorentina og spilar því í fjólubláu næstu misseri.ACF Fiorentina Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Dagný kom Hömrunum yfir strax á annarri mínútu leiksins og ekki löngu síðar tvöfaldaði Honoka Hayashi forystuna. Staðan orðin 2-0 og sigur West Ham svo gott sem kominn í hús, eða hvað? Staðan var 2-0 í hálfleik en á 73. mínútu fékk heimaliðið vítaspyrnu. Alisha Lehmann fór á punktinn en brenndi af. Það stöðvaði ekki Villa-konur og minnkaði Kenza Dali muninn skömmu síðar. Hawa Cissoko fékk svo rautt spjald í liði West Ham í þann mund sem venjulegur leiktími rann út en alls var tíu mínútum bætt við. Hawa Cissoko should get called up for the boxing tonight!! pic.twitter.com/Rfw90AB54V— Beth Fisher (@BethFisherSport) October 15, 2022 Dagný og stöllur hennar héldu hins vegar út og fóru með stigin þrjú heim til Lundúna. Hamrarnir hafa nú leikið fjóra leiki, tveir hafa unnist og tveir hafa tapast. Liðið situr í 6. sæti deildarinnar með sex stig. And breathe... We take all three points in the West Midlands! #AVLWHU 1-2 pic.twitter.com/Qi9dPBBZw4— West Ham United Women (@westhamwomen) October 15, 2022 Í Þýskalandi var Sveindís Jane Jónsdóttir á varamannabekk Wolfsburg er liðið sótti Potsdam heim. Sveindís Jane spilaði 15 mínútur í 2-0 sigri. Alexandra Popp og Ewa Pajor með mörkin. Wolfsburg er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með 12 stig á meðan Íslendingalið Bayern München er í öðru sæti með sjö stig og leik til góða. Alexandra Jóhannsdóttir spilaði nær allan síðari hálfleikinn þegar Fiorentina vann 1-0 útisigur á Pomgliano. Fiorentina er sem stendur í öðru sæti deildarinnar með 15 stig að loknum sex umferðum, stigi minna en topplið Inter. Alexandra Jóhannsdóttir er leikmaður Fiorentina og spilar því í fjólubláu næstu misseri.ACF Fiorentina
Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira