Dagný skoraði í dramatískum sigri Hamranna | Wolfsburg áfram á sigurbraut Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. október 2022 13:40 Leikmenn West Ham United fagna marki Dagnýjar Brynjarsdóttur í dag. Harriet Lander/Getty Images Dagný Brynjarsdóttir, fyrirliði West Ham United, skoraði fyrra mark liðs síns í naumum 2-1 sigri á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Sveindís Jane Jónsdóttir lék stundarfjórðung í sigri Wolfsburg sem jók forystu sína á toppi deildarinnar. Dagný kom Hömrunum yfir strax á annarri mínútu leiksins og ekki löngu síðar tvöfaldaði Honoka Hayashi forystuna. Staðan orðin 2-0 og sigur West Ham svo gott sem kominn í hús, eða hvað? Staðan var 2-0 í hálfleik en á 73. mínútu fékk heimaliðið vítaspyrnu. Alisha Lehmann fór á punktinn en brenndi af. Það stöðvaði ekki Villa-konur og minnkaði Kenza Dali muninn skömmu síðar. Hawa Cissoko fékk svo rautt spjald í liði West Ham í þann mund sem venjulegur leiktími rann út en alls var tíu mínútum bætt við. Hawa Cissoko should get called up for the boxing tonight!! pic.twitter.com/Rfw90AB54V— Beth Fisher (@BethFisherSport) October 15, 2022 Dagný og stöllur hennar héldu hins vegar út og fóru með stigin þrjú heim til Lundúna. Hamrarnir hafa nú leikið fjóra leiki, tveir hafa unnist og tveir hafa tapast. Liðið situr í 6. sæti deildarinnar með sex stig. And breathe... We take all three points in the West Midlands! #AVLWHU 1-2 pic.twitter.com/Qi9dPBBZw4— West Ham United Women (@westhamwomen) October 15, 2022 Í Þýskalandi var Sveindís Jane Jónsdóttir á varamannabekk Wolfsburg er liðið sótti Potsdam heim. Sveindís Jane spilaði 15 mínútur í 2-0 sigri. Alexandra Popp og Ewa Pajor með mörkin. Wolfsburg er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með 12 stig á meðan Íslendingalið Bayern München er í öðru sæti með sjö stig og leik til góða. Alexandra Jóhannsdóttir spilaði nær allan síðari hálfleikinn þegar Fiorentina vann 1-0 útisigur á Pomgliano. Fiorentina er sem stendur í öðru sæti deildarinnar með 15 stig að loknum sex umferðum, stigi minna en topplið Inter. Alexandra Jóhannsdóttir er leikmaður Fiorentina og spilar því í fjólubláu næstu misseri.ACF Fiorentina Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Sjá meira
Dagný kom Hömrunum yfir strax á annarri mínútu leiksins og ekki löngu síðar tvöfaldaði Honoka Hayashi forystuna. Staðan orðin 2-0 og sigur West Ham svo gott sem kominn í hús, eða hvað? Staðan var 2-0 í hálfleik en á 73. mínútu fékk heimaliðið vítaspyrnu. Alisha Lehmann fór á punktinn en brenndi af. Það stöðvaði ekki Villa-konur og minnkaði Kenza Dali muninn skömmu síðar. Hawa Cissoko fékk svo rautt spjald í liði West Ham í þann mund sem venjulegur leiktími rann út en alls var tíu mínútum bætt við. Hawa Cissoko should get called up for the boxing tonight!! pic.twitter.com/Rfw90AB54V— Beth Fisher (@BethFisherSport) October 15, 2022 Dagný og stöllur hennar héldu hins vegar út og fóru með stigin þrjú heim til Lundúna. Hamrarnir hafa nú leikið fjóra leiki, tveir hafa unnist og tveir hafa tapast. Liðið situr í 6. sæti deildarinnar með sex stig. And breathe... We take all three points in the West Midlands! #AVLWHU 1-2 pic.twitter.com/Qi9dPBBZw4— West Ham United Women (@westhamwomen) October 15, 2022 Í Þýskalandi var Sveindís Jane Jónsdóttir á varamannabekk Wolfsburg er liðið sótti Potsdam heim. Sveindís Jane spilaði 15 mínútur í 2-0 sigri. Alexandra Popp og Ewa Pajor með mörkin. Wolfsburg er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með 12 stig á meðan Íslendingalið Bayern München er í öðru sæti með sjö stig og leik til góða. Alexandra Jóhannsdóttir spilaði nær allan síðari hálfleikinn þegar Fiorentina vann 1-0 útisigur á Pomgliano. Fiorentina er sem stendur í öðru sæti deildarinnar með 15 stig að loknum sex umferðum, stigi minna en topplið Inter. Alexandra Jóhannsdóttir er leikmaður Fiorentina og spilar því í fjólubláu næstu misseri.ACF Fiorentina
Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Sjá meira