Gummi Ben og Baldur Sig um þýðingu stórsigurs Liverpool í Glasgow í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2022 12:30 Guðmundur Benediktsson og Baldur Sigurðsson fóru yfir leik Liverpool og Rangers í gær. S2 Sport Guðmundur Benediktsson og Baldur Sigurðsson voru á Ibrox í gærkvöldi og sáu Liverpool liðið skora sjö mörk á útivelli í Meistaradeildinni. „Liverpool skoraði sjö mörk gegn einu marki heimamanna. Það voru reyndar heimamenn sem skoruðu fyrsta markið og þetta var í áttunda skiptið á leiktíðinni sem Liverpool fær á sig fyrsta markið. Þeir höfðu aðeins unnið einn af þessum leikjum fyrir þennan leik þar sem þeir hafa fengið á sig fyrsta markið. Þetta var aldrei spurning eftir að Liverpool jafnaði metin,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Harvey Elliott og Mohamed Salah.AP/Scott Heppell „Það var það í rauninni ekki en það var mikil ástríða í stuðningsmönnunum og leikvangurinn gjörsamlega sprakk þegar þeir skoruðu þetta fyrsta markið. Rangers menn voru klaufar að fá þetta fyrsta mark á sig úr horni. Þá var ekkert að gerast og mér fannst þeir hafa undirtökin í leiknum,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Þegar Liverpool komst yfir þá fann maður að það kom uppgjöf í Rangers og Liverpool gaf bara meira og meira í. Þá fóru þeir að skipta inn mönnum sem vanalega byrja, sprungu gjörsamlega út og kláruðu þetta svo sannarlega með stæl,“ sagði Baldur. Klippa: Gummi og Baldur á Ibrox Erum við að sjá Liverpool liðið að koma til baka „Salah hefur verið að fá gagnrýni að hann sé ekki að skora mörk. Hann svaraði henni á rúmlega fimm mínútna kafla þegar hann kemur inn á. Jota kemur inn á og er með þrennu í stoðsendingum. Síðan ertu með Firmino sem hefur fengið að spila meira að undanförnu og hann skorar tvö mörk og var í raun besti maður vallarins. Erum við að sjá Liverpool liðið að koma til baka eftir erfiða byrjun,“ sagði Guðmundur. „Það á eftir að koma í ljós. Það er stórleikur á sunnudaginn á móti City og við fáum að sjá það betur í þeim leik. Allt þetta sem þú nefndir mun klárlega hjálpa til þess og talandi um að fá Salah inn með að skora þessi þrjú mörk. Hann lét þetta líta svo ótrúlega auðvelt og það er sá Salah sem við þekkjum,“ sagði Baldur Sigurðsson. Mohamed Salah.AP/Steve Welsh Lætur varnarmenn líta svo illa út „Hann lætur varnarmenn líta svo illa út og leikurinn er svo einfaldur fyrir honum. Ef hann dettur í þennan gír sem hann var hérna í kvöld eftir að hann kom inn á þá er von á góðu fyrir Liverpool. Ég myndi segja að þetta gefi þeim mikið sjálfstraust og það fer að koma að því að þeir detta inn í rytmann sinn og komast á skrið þar sem þeir tengja saman marga sigra,“ sagði Baldur. Það má sjá Baldur og Gumma Ben greina leikinn á Ibrox í gærköldi hér að ofan. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira
„Liverpool skoraði sjö mörk gegn einu marki heimamanna. Það voru reyndar heimamenn sem skoruðu fyrsta markið og þetta var í áttunda skiptið á leiktíðinni sem Liverpool fær á sig fyrsta markið. Þeir höfðu aðeins unnið einn af þessum leikjum fyrir þennan leik þar sem þeir hafa fengið á sig fyrsta markið. Þetta var aldrei spurning eftir að Liverpool jafnaði metin,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Harvey Elliott og Mohamed Salah.AP/Scott Heppell „Það var það í rauninni ekki en það var mikil ástríða í stuðningsmönnunum og leikvangurinn gjörsamlega sprakk þegar þeir skoruðu þetta fyrsta markið. Rangers menn voru klaufar að fá þetta fyrsta mark á sig úr horni. Þá var ekkert að gerast og mér fannst þeir hafa undirtökin í leiknum,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Þegar Liverpool komst yfir þá fann maður að það kom uppgjöf í Rangers og Liverpool gaf bara meira og meira í. Þá fóru þeir að skipta inn mönnum sem vanalega byrja, sprungu gjörsamlega út og kláruðu þetta svo sannarlega með stæl,“ sagði Baldur. Klippa: Gummi og Baldur á Ibrox Erum við að sjá Liverpool liðið að koma til baka „Salah hefur verið að fá gagnrýni að hann sé ekki að skora mörk. Hann svaraði henni á rúmlega fimm mínútna kafla þegar hann kemur inn á. Jota kemur inn á og er með þrennu í stoðsendingum. Síðan ertu með Firmino sem hefur fengið að spila meira að undanförnu og hann skorar tvö mörk og var í raun besti maður vallarins. Erum við að sjá Liverpool liðið að koma til baka eftir erfiða byrjun,“ sagði Guðmundur. „Það á eftir að koma í ljós. Það er stórleikur á sunnudaginn á móti City og við fáum að sjá það betur í þeim leik. Allt þetta sem þú nefndir mun klárlega hjálpa til þess og talandi um að fá Salah inn með að skora þessi þrjú mörk. Hann lét þetta líta svo ótrúlega auðvelt og það er sá Salah sem við þekkjum,“ sagði Baldur Sigurðsson. Mohamed Salah.AP/Steve Welsh Lætur varnarmenn líta svo illa út „Hann lætur varnarmenn líta svo illa út og leikurinn er svo einfaldur fyrir honum. Ef hann dettur í þennan gír sem hann var hérna í kvöld eftir að hann kom inn á þá er von á góðu fyrir Liverpool. Ég myndi segja að þetta gefi þeim mikið sjálfstraust og það fer að koma að því að þeir detta inn í rytmann sinn og komast á skrið þar sem þeir tengja saman marga sigra,“ sagði Baldur. Það má sjá Baldur og Gumma Ben greina leikinn á Ibrox í gærköldi hér að ofan.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira