„Gerðu ljósið í eldhúsinu rautt”: Tæknin komin mun lengra en fólk heldur Snorri Másson skrifar 14. október 2022 07:33 Fjallað var um meiriháttar framfarir á sviði íslenskrar máltækni í Íslandi í dag, þar sem tekið var hús á fyrirtækinu Miðeind. Þar er nú hægt að biðja snjalltæki um að slökkva og kveikja ljós, skipta um lag í hátölurum og einnig má leiðrétta ófullkominn texta sjálfvirkt með miklum árangri. Allt á íslensku. Sjá má dæmi um þessar aðgerðir í innslaginu hér að ofan ásamt því sem rætt er við Vilhjálm Þorsteinsson, stofnanda Miðeindar. Vilhjálmur segir að raddgreiningartæknin sé að verða sífellt betri, en að mönnum sé eðlislægt að nota tækni þar sem hægt er að tala og fá svör. „Þannig að ég held að þetta muni gerast smám saman,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur Þorsteinsson forritari og fjárfestir með meiru er eigandi Miðeindar ehf. sem sinnir uppbyggingu máltækni sem hluti af máltækniáætlun stjórnvalda. Hann segir íslenska tungu snaran þátt í sjálfstæði þjóðarinnar og að tæknin muni hjálpa við að viðhalda henni.Vísir/Garpur Smáforritið Embla hefur þegar sýnt íslenskum notendum hvers það er megnugt og þar er hægt að spyrja út í ýmislegt gagnlegt, á íslensku. En eins sniðug og Embla er, felst starf Miðeindar ekki síður í að búa til grunntækni sem síðan má afhenda stórfyrirtækjunum; Apple, Google, Facebook; sem svo vonandi byggja ofan á hann til að bjóða upp á íslensku í sínum tækjum. „Áhrif tækninnar eru geysilega mikil og eiga bara eftir að fara vaxandi með tilkomu gervigreindar. Við þurfum að passa okkur að íslenskan sé þarna og mæti börnunum okkar og okkur sjálfum þar sem við viljum vera; til dæmis í samskiptum við spjaldtölvurnar, símana okkar og tölvurnar sem við erum með á skrifstofunum,“ segir Vilhjálmur. Máltækniáætlun stjórnvalda frá 2018 til 2022 er nú lokið og óvíst hvert framhaldið verður. Vilhjálmur teldi æskilegast að halda áfram á sömu braut nema með aukinni áherslu á gervigreind og að ýta tækninni út til atvinnulífs og almennings. Ísland í dag Íslensk tunga Íslensk fræði Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Lygileg nákvæmni í byltingarkenndum ókeypis búnaði Máltækni hefur fleygt áfram á síðustu árum og landsmenn hafa nú ókeypis aðgang að forriti sem breytir töluðu máli í ritað á svipstundu. Þetta auðveldar líf margra til muna og er næstum því fullkomið, en alls ekki alveg. 16. nóvember 2021 23:16 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Sjá má dæmi um þessar aðgerðir í innslaginu hér að ofan ásamt því sem rætt er við Vilhjálm Þorsteinsson, stofnanda Miðeindar. Vilhjálmur segir að raddgreiningartæknin sé að verða sífellt betri, en að mönnum sé eðlislægt að nota tækni þar sem hægt er að tala og fá svör. „Þannig að ég held að þetta muni gerast smám saman,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur Þorsteinsson forritari og fjárfestir með meiru er eigandi Miðeindar ehf. sem sinnir uppbyggingu máltækni sem hluti af máltækniáætlun stjórnvalda. Hann segir íslenska tungu snaran þátt í sjálfstæði þjóðarinnar og að tæknin muni hjálpa við að viðhalda henni.Vísir/Garpur Smáforritið Embla hefur þegar sýnt íslenskum notendum hvers það er megnugt og þar er hægt að spyrja út í ýmislegt gagnlegt, á íslensku. En eins sniðug og Embla er, felst starf Miðeindar ekki síður í að búa til grunntækni sem síðan má afhenda stórfyrirtækjunum; Apple, Google, Facebook; sem svo vonandi byggja ofan á hann til að bjóða upp á íslensku í sínum tækjum. „Áhrif tækninnar eru geysilega mikil og eiga bara eftir að fara vaxandi með tilkomu gervigreindar. Við þurfum að passa okkur að íslenskan sé þarna og mæti börnunum okkar og okkur sjálfum þar sem við viljum vera; til dæmis í samskiptum við spjaldtölvurnar, símana okkar og tölvurnar sem við erum með á skrifstofunum,“ segir Vilhjálmur. Máltækniáætlun stjórnvalda frá 2018 til 2022 er nú lokið og óvíst hvert framhaldið verður. Vilhjálmur teldi æskilegast að halda áfram á sömu braut nema með aukinni áherslu á gervigreind og að ýta tækninni út til atvinnulífs og almennings.
Ísland í dag Íslensk tunga Íslensk fræði Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Lygileg nákvæmni í byltingarkenndum ókeypis búnaði Máltækni hefur fleygt áfram á síðustu árum og landsmenn hafa nú ókeypis aðgang að forriti sem breytir töluðu máli í ritað á svipstundu. Þetta auðveldar líf margra til muna og er næstum því fullkomið, en alls ekki alveg. 16. nóvember 2021 23:16 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Lygileg nákvæmni í byltingarkenndum ókeypis búnaði Máltækni hefur fleygt áfram á síðustu árum og landsmenn hafa nú ókeypis aðgang að forriti sem breytir töluðu máli í ritað á svipstundu. Þetta auðveldar líf margra til muna og er næstum því fullkomið, en alls ekki alveg. 16. nóvember 2021 23:16