„Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur“ Jón Már Ferro skrifar 10. október 2022 18:46 Matthías fagnar ásamt liðsfélögum sínum. Vísir/Diego Matthías Vilhjálmsson, sóknarmaður FH, skoraði þrennu í 4-2 sigri þeirra á Leikni Reykjavík í Kaplakrika í dag. Þetta var fyrsta þrenna hans á Íslandi í efstu deild. Ísfirðingurinn hefur ekki staðið undir væntingum í sumar. Hann sýndi sitt rétta andlit í þessu leik og var léttur í viðtali eftir leik. „Ég held það, ég held að þetta sé fyrsta þrennan. Ég skuldaði og það kom loksins,“ sagði Matthías eftir lífsnauðsynlegan sigur FH en liðið hafði sætaskipti við Leikni með sigri dagsins. Þegar þrjár umferðir eru eftir er FH í 10. sæti með 22 stig en Leiknir R. sæti neðar með 20 stig. FH-ingar komu mjög ákveðnir til leiks og settu gestina í mikil vandræði. Það skilaði sér í tveimur mörkum snemma leiks. „Mér fannst við byrja mjög vel, tókum fljótt yfirhöndina. Leiknismenn eru mjög seigir. Þeir koma alltaf með smá áhlaup á liðin. Þeir gerðu það fyrr í sumar á móti okkur og á móti fleiri liðum. Þeir gefast aldrei upp. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur til að geta haft þetta í okkar eigin höndum það sem eftir er. Þetta eru samt bara þrjú stig.“ Matthías var mjög ánægður með sigurinn en var meðvitaður um stöðu liðsins. „Fyrst og fremst að frammistaðan var eiginlega mjög góð í dag líka. Síðan eigum við tvo útileiki eftir á móti Keflavík og Fram. Sem eru mjög erfiðir leikir. Áður en við fáum Skagann í heimsókn í loka umferðinni. Þannig við fáum vonandi sjálfstraust út úr þessum leik. Þetta eru eiginlega bara þrjú stig því Leiknir gæti strax unnið næsta leik og ef við ætlum ekki að standa okkur í næsta leik þá gætum við verið komnir í sama pakka aftur.“ Eins og áður hefur komið fram hefur FH ekki gengið vel á útivelli í sumar en eiga tvo útileiki í röð núna. Matthías vonast til að heimavallarárangurinn færist á útivöll. „Við höfum verið mjög góðir á heimavelli undanfarið og þegar við spilum hérna í Krikanum þá líður okkur mjög vel. Það er eitthvað sem við þurfum að fá í útivallarformi. Við spiluðum góðan sóknarbolta. Ég held þetta hafi verið góður leikur fyrir áhorfendur.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Leiknir R. 4-2 | Hafnfirðingar höfðu sætaskipti við Breiðhyltinga sem eru komnir í fallsæti FH og Leiknir Reykjavík mættust í sannkölluðum sex stiga leik í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Heimamenn unnu 4-2 sigur og lyftu sér þar með upp úr fallsæti á kostnað Leiknismanna sem eru nú í næstneðsta sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 17:10 „Fannst við spila þetta upp í hendurnar á þeim til að byrja með í fyrri hálfleik“ Brynjar Hlöðversson, miðvörður Leiknis Reykjavíkur, var ekki ánægður með byrjun sinna manna er Leiknir heimsótti FH í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta. Brynjari fannst sitt lið ekki mæta nógu ákveðnir til leiks en FH fór með 4-2 sigur af hólmi eftir að komast í 2-0 í fyrri hálfleik. 10. október 2022 18:15 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
„Ég held það, ég held að þetta sé fyrsta þrennan. Ég skuldaði og það kom loksins,“ sagði Matthías eftir lífsnauðsynlegan sigur FH en liðið hafði sætaskipti við Leikni með sigri dagsins. Þegar þrjár umferðir eru eftir er FH í 10. sæti með 22 stig en Leiknir R. sæti neðar með 20 stig. FH-ingar komu mjög ákveðnir til leiks og settu gestina í mikil vandræði. Það skilaði sér í tveimur mörkum snemma leiks. „Mér fannst við byrja mjög vel, tókum fljótt yfirhöndina. Leiknismenn eru mjög seigir. Þeir koma alltaf með smá áhlaup á liðin. Þeir gerðu það fyrr í sumar á móti okkur og á móti fleiri liðum. Þeir gefast aldrei upp. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur til að geta haft þetta í okkar eigin höndum það sem eftir er. Þetta eru samt bara þrjú stig.“ Matthías var mjög ánægður með sigurinn en var meðvitaður um stöðu liðsins. „Fyrst og fremst að frammistaðan var eiginlega mjög góð í dag líka. Síðan eigum við tvo útileiki eftir á móti Keflavík og Fram. Sem eru mjög erfiðir leikir. Áður en við fáum Skagann í heimsókn í loka umferðinni. Þannig við fáum vonandi sjálfstraust út úr þessum leik. Þetta eru eiginlega bara þrjú stig því Leiknir gæti strax unnið næsta leik og ef við ætlum ekki að standa okkur í næsta leik þá gætum við verið komnir í sama pakka aftur.“ Eins og áður hefur komið fram hefur FH ekki gengið vel á útivelli í sumar en eiga tvo útileiki í röð núna. Matthías vonast til að heimavallarárangurinn færist á útivöll. „Við höfum verið mjög góðir á heimavelli undanfarið og þegar við spilum hérna í Krikanum þá líður okkur mjög vel. Það er eitthvað sem við þurfum að fá í útivallarformi. Við spiluðum góðan sóknarbolta. Ég held þetta hafi verið góður leikur fyrir áhorfendur.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Leiknir R. 4-2 | Hafnfirðingar höfðu sætaskipti við Breiðhyltinga sem eru komnir í fallsæti FH og Leiknir Reykjavík mættust í sannkölluðum sex stiga leik í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Heimamenn unnu 4-2 sigur og lyftu sér þar með upp úr fallsæti á kostnað Leiknismanna sem eru nú í næstneðsta sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 17:10 „Fannst við spila þetta upp í hendurnar á þeim til að byrja með í fyrri hálfleik“ Brynjar Hlöðversson, miðvörður Leiknis Reykjavíkur, var ekki ánægður með byrjun sinna manna er Leiknir heimsótti FH í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta. Brynjari fannst sitt lið ekki mæta nógu ákveðnir til leiks en FH fór með 4-2 sigur af hólmi eftir að komast í 2-0 í fyrri hálfleik. 10. október 2022 18:15 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Leik lokið: FH - Leiknir R. 4-2 | Hafnfirðingar höfðu sætaskipti við Breiðhyltinga sem eru komnir í fallsæti FH og Leiknir Reykjavík mættust í sannkölluðum sex stiga leik í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Heimamenn unnu 4-2 sigur og lyftu sér þar með upp úr fallsæti á kostnað Leiknismanna sem eru nú í næstneðsta sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 17:10
„Fannst við spila þetta upp í hendurnar á þeim til að byrja með í fyrri hálfleik“ Brynjar Hlöðversson, miðvörður Leiknis Reykjavíkur, var ekki ánægður með byrjun sinna manna er Leiknir heimsótti FH í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta. Brynjari fannst sitt lið ekki mæta nógu ákveðnir til leiks en FH fór með 4-2 sigur af hólmi eftir að komast í 2-0 í fyrri hálfleik. 10. október 2022 18:15
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó