Tvö sveitarfélög reka enn ljósabekki Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. október 2022 12:47 Fjöldi ljósabekkja í rekstri á landinu jókst milli talninga í fyrsta skipti frá árinu 2005. getty images Tvö sveitarfélög reka ljósabekki ef marka má nýjustu talningu Geislavarna ríkisins á ljósabekkjum á landinu. Sérfræðingur segir bekkina geta verið gríðarlega hættulega og áhyggjuefni ef notkun þeirra er að aukast meðal ungs fólks. Geislavarnir ríkisins telja ljósabekki á landinu á þriggja ára fresti. Samkvæmt nýjustu talningunni sem var gerð í lok árs 2020 voru fjögur íþróttahús á vegum sveitarfélaga með slíka bekki innanhúss. Tveir bekkir voru í íþróttahúsinu í Garði og einn bekkur á Djúpavogi, Seyðisfirði og Vopnafirði. Síðan hefur Vopnafjörður fjarlægt sinn bekk og bekkurinn á Djúpavogi bilaði fyrir nokkrum mánuðum. Bekkirnir í Garði og Seyðisfirði eru enn starfræktir. Hættulegra fyrir yngra fólk Eitthvað hefur borið á því að börn undir 18 ára aldri noti ljósabekki hér á landi. „Okkur hafa borist ábendingar um að einstaklingar yngri en 18 ára hafa notað ljósabekki á sólbaðsstofum sem er bara gegn lögum þannig það er alls ekki gott,“ segir Edda Lína Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Geislavörnum ríkisins. Vinsældir slíkra bekkja virðast hafa aukist hjá ungu fólki síðustu ár eftir að dregið hafði verulega úr henni eftir vitundarvakningu sem varð í kring um aldamótin. „Ef það er raunin þá er það áhyggjuefni. Við vitum að útfjólublá geislun getur valdið krabbameini og Geislavarnir ríkisins ráðleggja fólki að nota ekki ljósabekki nema þá í læknisfræðilegum tilgangi,“ segir Edda Lína. Vilja loka bekkjunum Greint var frá því á Vísi í morgun að bæjarfulltrúar Bæjarlistans í Suðurnesjabæ hefðu krafist þess að sveitarfélagið hætti rekstri ljósabekkja í íþróttamiðstöðinni í Garði. Þeir segja rekstur bekkjanna engan veginn samræmast markmiðum sveitarfélagsins um að stuðla að heilsueflandi samfélagi. „Hættan á húðkrabbameini eykst við notkun ljósabekkja. En hættan er meiri því fyrr sem að maður byrjar að nota ljósabekki. Þannig að það er þá hættumeira fyrir yngra fólk,“ segir Edda Lína. Heilbrigðismál Suðurnesjabær Múlaþing Ljósabekkir Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Geislavarnir ríkisins telja ljósabekki á landinu á þriggja ára fresti. Samkvæmt nýjustu talningunni sem var gerð í lok árs 2020 voru fjögur íþróttahús á vegum sveitarfélaga með slíka bekki innanhúss. Tveir bekkir voru í íþróttahúsinu í Garði og einn bekkur á Djúpavogi, Seyðisfirði og Vopnafirði. Síðan hefur Vopnafjörður fjarlægt sinn bekk og bekkurinn á Djúpavogi bilaði fyrir nokkrum mánuðum. Bekkirnir í Garði og Seyðisfirði eru enn starfræktir. Hættulegra fyrir yngra fólk Eitthvað hefur borið á því að börn undir 18 ára aldri noti ljósabekki hér á landi. „Okkur hafa borist ábendingar um að einstaklingar yngri en 18 ára hafa notað ljósabekki á sólbaðsstofum sem er bara gegn lögum þannig það er alls ekki gott,“ segir Edda Lína Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Geislavörnum ríkisins. Vinsældir slíkra bekkja virðast hafa aukist hjá ungu fólki síðustu ár eftir að dregið hafði verulega úr henni eftir vitundarvakningu sem varð í kring um aldamótin. „Ef það er raunin þá er það áhyggjuefni. Við vitum að útfjólublá geislun getur valdið krabbameini og Geislavarnir ríkisins ráðleggja fólki að nota ekki ljósabekki nema þá í læknisfræðilegum tilgangi,“ segir Edda Lína. Vilja loka bekkjunum Greint var frá því á Vísi í morgun að bæjarfulltrúar Bæjarlistans í Suðurnesjabæ hefðu krafist þess að sveitarfélagið hætti rekstri ljósabekkja í íþróttamiðstöðinni í Garði. Þeir segja rekstur bekkjanna engan veginn samræmast markmiðum sveitarfélagsins um að stuðla að heilsueflandi samfélagi. „Hættan á húðkrabbameini eykst við notkun ljósabekkja. En hættan er meiri því fyrr sem að maður byrjar að nota ljósabekki. Þannig að það er þá hættumeira fyrir yngra fólk,“ segir Edda Lína.
Heilbrigðismál Suðurnesjabær Múlaþing Ljósabekkir Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira