Tvö sveitarfélög reka enn ljósabekki Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. október 2022 12:47 Fjöldi ljósabekkja í rekstri á landinu jókst milli talninga í fyrsta skipti frá árinu 2005. getty images Tvö sveitarfélög reka ljósabekki ef marka má nýjustu talningu Geislavarna ríkisins á ljósabekkjum á landinu. Sérfræðingur segir bekkina geta verið gríðarlega hættulega og áhyggjuefni ef notkun þeirra er að aukast meðal ungs fólks. Geislavarnir ríkisins telja ljósabekki á landinu á þriggja ára fresti. Samkvæmt nýjustu talningunni sem var gerð í lok árs 2020 voru fjögur íþróttahús á vegum sveitarfélaga með slíka bekki innanhúss. Tveir bekkir voru í íþróttahúsinu í Garði og einn bekkur á Djúpavogi, Seyðisfirði og Vopnafirði. Síðan hefur Vopnafjörður fjarlægt sinn bekk og bekkurinn á Djúpavogi bilaði fyrir nokkrum mánuðum. Bekkirnir í Garði og Seyðisfirði eru enn starfræktir. Hættulegra fyrir yngra fólk Eitthvað hefur borið á því að börn undir 18 ára aldri noti ljósabekki hér á landi. „Okkur hafa borist ábendingar um að einstaklingar yngri en 18 ára hafa notað ljósabekki á sólbaðsstofum sem er bara gegn lögum þannig það er alls ekki gott,“ segir Edda Lína Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Geislavörnum ríkisins. Vinsældir slíkra bekkja virðast hafa aukist hjá ungu fólki síðustu ár eftir að dregið hafði verulega úr henni eftir vitundarvakningu sem varð í kring um aldamótin. „Ef það er raunin þá er það áhyggjuefni. Við vitum að útfjólublá geislun getur valdið krabbameini og Geislavarnir ríkisins ráðleggja fólki að nota ekki ljósabekki nema þá í læknisfræðilegum tilgangi,“ segir Edda Lína. Vilja loka bekkjunum Greint var frá því á Vísi í morgun að bæjarfulltrúar Bæjarlistans í Suðurnesjabæ hefðu krafist þess að sveitarfélagið hætti rekstri ljósabekkja í íþróttamiðstöðinni í Garði. Þeir segja rekstur bekkjanna engan veginn samræmast markmiðum sveitarfélagsins um að stuðla að heilsueflandi samfélagi. „Hættan á húðkrabbameini eykst við notkun ljósabekkja. En hættan er meiri því fyrr sem að maður byrjar að nota ljósabekki. Þannig að það er þá hættumeira fyrir yngra fólk,“ segir Edda Lína. Heilbrigðismál Suðurnesjabær Múlaþing Ljósabekkir Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Geislavarnir ríkisins telja ljósabekki á landinu á þriggja ára fresti. Samkvæmt nýjustu talningunni sem var gerð í lok árs 2020 voru fjögur íþróttahús á vegum sveitarfélaga með slíka bekki innanhúss. Tveir bekkir voru í íþróttahúsinu í Garði og einn bekkur á Djúpavogi, Seyðisfirði og Vopnafirði. Síðan hefur Vopnafjörður fjarlægt sinn bekk og bekkurinn á Djúpavogi bilaði fyrir nokkrum mánuðum. Bekkirnir í Garði og Seyðisfirði eru enn starfræktir. Hættulegra fyrir yngra fólk Eitthvað hefur borið á því að börn undir 18 ára aldri noti ljósabekki hér á landi. „Okkur hafa borist ábendingar um að einstaklingar yngri en 18 ára hafa notað ljósabekki á sólbaðsstofum sem er bara gegn lögum þannig það er alls ekki gott,“ segir Edda Lína Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Geislavörnum ríkisins. Vinsældir slíkra bekkja virðast hafa aukist hjá ungu fólki síðustu ár eftir að dregið hafði verulega úr henni eftir vitundarvakningu sem varð í kring um aldamótin. „Ef það er raunin þá er það áhyggjuefni. Við vitum að útfjólublá geislun getur valdið krabbameini og Geislavarnir ríkisins ráðleggja fólki að nota ekki ljósabekki nema þá í læknisfræðilegum tilgangi,“ segir Edda Lína. Vilja loka bekkjunum Greint var frá því á Vísi í morgun að bæjarfulltrúar Bæjarlistans í Suðurnesjabæ hefðu krafist þess að sveitarfélagið hætti rekstri ljósabekkja í íþróttamiðstöðinni í Garði. Þeir segja rekstur bekkjanna engan veginn samræmast markmiðum sveitarfélagsins um að stuðla að heilsueflandi samfélagi. „Hættan á húðkrabbameini eykst við notkun ljósabekkja. En hættan er meiri því fyrr sem að maður byrjar að nota ljósabekki. Þannig að það er þá hættumeira fyrir yngra fólk,“ segir Edda Lína.
Heilbrigðismál Suðurnesjabær Múlaþing Ljósabekkir Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira