Villtum dýrum í Evrópu fjölgar á ný Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 8. október 2022 16:18 Úlfur í nágrenni Puebla de Sanabria á Spáni Miguel A. Quintas/Getty Images Aðgerðir til að fyrirbyggja útrýmingu villtra dýra hafa gefist afar vel á síðustu áratugum og nú er svo komið að dýr sem fyrir fáum áratugum voru í útrýmingarhættu farnast vel í villtri náttúru Evrópu. Evrópusambandið hyggst setja aðildarríkjum sínum enn strangari kröfur til að styrkja tilvist villtra dýra. Fjöldi villtra dýrategunda í útrýmingarhættu Mannskepnan hefur öldum saman stundað gegndarlausar veiðar á villtum dýrum náttúrunnar. Svo gegndarlausar að um miðbik síðustu aldar var fjöldinn allur af villtum dýrum í alvarlegri útrýmingarhættu. Fyrir hálfri öld er eins og stjórnvöld víða um Evrópu hafi vaknað upp við vondan draum og ákveðið að snúa við blaðinu. Og það virðist vera að skila góðum árangri samkvæmt nýútkominni skýrslu um endurheimt villtra dýra í Evrópu, sem nú kemur út í 2. sinn. Úlfum fjölgar gríðarlega í Evrópu Einna bestur og mestur viðsnúningur hefur verið á tilvist gráúlfsins, sem hefur verið ráðandi hunddýr á jörðinni í þúsundir ára, en í byrjun 8. áratugarins hafði manninum næstum tekist að útrýma honum í Evrópu, örfáir úlfar voru þá á lífi á afmörkuðum svæðum í Suður- og norðaustur-Evrópu. Sett var veiðibann á úlfinn og markvissar aðgerðir settar í gang. Síðan þá hefur honum fjölgað um 1.800% og nú er talið að 17.000 úlfar finnist á meginlandi Evrópu. Annað dæmi um jákvæða þróun er fjölgun hafarnarins í Evrópu. Nú er talið að 12.500 hafarnarpör fljúgi um Evrópu, og hefur fjölgað um 450% á síðustu 50 árum. Það má aðallega þakka veiðibanni og banni á hættulegu skordýraeitri. Fleiri dæmi mætti nefna, um miðja síðustu öld voru einungis 1.200 bjórar á lífi í Evrópu, þá var sett á veiðibann og gripið til umfangsmikilla aðgerða til að fjölga þeim og sleppa þeim í votlendi víða í Evrópu. Nú finnast 200.000 bjórar í Evrópu sem þýðir fjölgun upp á 16.700% Þá hefur skógarbjörnum fjölgað á sama tíma um nær 50% og nú er talið að yfir 50.000 skógarbirnir lifi á meginlandi Evrópu. Evrópusambandið kynnir nýjar aðgerðir Evrópusambandið kynnti í sumar tillögur að umfangsmikilli lagasetningu til að takast á við fækkun villtra dýra í náttúrunni. Samkvæmt þeim verður öllum aðildarríkjum sambandsins gert að setja löglega bindandi markmið um að endurheimta og styrkja villt dýralíf í lofti, á láði og legi. Umhverfismál Dýr Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Fjöldi villtra dýrategunda í útrýmingarhættu Mannskepnan hefur öldum saman stundað gegndarlausar veiðar á villtum dýrum náttúrunnar. Svo gegndarlausar að um miðbik síðustu aldar var fjöldinn allur af villtum dýrum í alvarlegri útrýmingarhættu. Fyrir hálfri öld er eins og stjórnvöld víða um Evrópu hafi vaknað upp við vondan draum og ákveðið að snúa við blaðinu. Og það virðist vera að skila góðum árangri samkvæmt nýútkominni skýrslu um endurheimt villtra dýra í Evrópu, sem nú kemur út í 2. sinn. Úlfum fjölgar gríðarlega í Evrópu Einna bestur og mestur viðsnúningur hefur verið á tilvist gráúlfsins, sem hefur verið ráðandi hunddýr á jörðinni í þúsundir ára, en í byrjun 8. áratugarins hafði manninum næstum tekist að útrýma honum í Evrópu, örfáir úlfar voru þá á lífi á afmörkuðum svæðum í Suður- og norðaustur-Evrópu. Sett var veiðibann á úlfinn og markvissar aðgerðir settar í gang. Síðan þá hefur honum fjölgað um 1.800% og nú er talið að 17.000 úlfar finnist á meginlandi Evrópu. Annað dæmi um jákvæða þróun er fjölgun hafarnarins í Evrópu. Nú er talið að 12.500 hafarnarpör fljúgi um Evrópu, og hefur fjölgað um 450% á síðustu 50 árum. Það má aðallega þakka veiðibanni og banni á hættulegu skordýraeitri. Fleiri dæmi mætti nefna, um miðja síðustu öld voru einungis 1.200 bjórar á lífi í Evrópu, þá var sett á veiðibann og gripið til umfangsmikilla aðgerða til að fjölga þeim og sleppa þeim í votlendi víða í Evrópu. Nú finnast 200.000 bjórar í Evrópu sem þýðir fjölgun upp á 16.700% Þá hefur skógarbjörnum fjölgað á sama tíma um nær 50% og nú er talið að yfir 50.000 skógarbirnir lifi á meginlandi Evrópu. Evrópusambandið kynnir nýjar aðgerðir Evrópusambandið kynnti í sumar tillögur að umfangsmikilli lagasetningu til að takast á við fækkun villtra dýra í náttúrunni. Samkvæmt þeim verður öllum aðildarríkjum sambandsins gert að setja löglega bindandi markmið um að endurheimta og styrkja villt dýralíf í lofti, á láði og legi.
Umhverfismál Dýr Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira