Erlent

Sagt upp því á­fanginn var of erfiður

Bjarki Sigurðsson skrifar
Háskólinn í New York sagði Maitland Jones Jr. upp í ágúst.
Háskólinn í New York sagði Maitland Jones Jr. upp í ágúst. Getty/John Nacion

Kennara við Háskólann í New York var nýlega sagt upp eftir að nemendur hans kvörtuðu yfir því að áfangi hans væri of erfiður. Samstarfsmenn kennarans hafa kvartað yfir uppsögninni.

Maitland Jones Jr. kenndi lífræna efnafræði við skólann en nemendur hans voru 350 talsins. Áttatíu þeirra skrifuðu undir undirskriftalista þar sem kvartað var yfir einkunnum, kennsluaðferðum og þeirri aðstoð sem þeim var veitt í Covid-19 faraldrinum. Hvergi á undirskriftalistanum var sagt að nemendur kröfðust þess að Jones Jr. yrði sagt upp.

Fjöldi prófessora við háskólann hafa kvartað vegna uppsagnarinnar og segja þetta grafa undan starfsháttafrelsi kennara. Jones Jr., sem er 84 ára gamall, er vel þekktur innan efnafræðiheimsins og skrifaði eina vinsælustu kennslubók fagsins.

Maitland Jones Jr. er 84 ára gamall.

Talsmaður háskólans varði uppsögnina við The Guardian og lagði áherslu á hátt hlutfall úrsagna í áfanganum og hversu lág meðaleinkunn áfangans hefði verið í gegnum tíðina. Þá hafi skólanum borist fleiri og fjölbreyttari kvartanir vegna Jones Jr.

Jones Jr. segist sjálfur hafa íhugað að hætta að kenna en hefur áhyggjur af því hvað uppsögnin þýðir fyrir starfsöryggi annarra prófessora.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.