Erlent

Stytturnar á Páska­eyju veru­lega skemmdar eftir bruna

Bjarki Sigurðsson skrifar
Stytturnar á Páskaeyju eru tæplega þúsund talsins.
Stytturnar á Páskaeyju eru tæplega þúsund talsins. Getty

Nokkrar af heimsfrægu styttunum á Páskaeyju eru verulega skemmdar eftir sinubruna á svæðinu þar sem þær eru staðsettar. Talið er að eldurinn sé af mannavöldum.

Greint er frá þessu á vef BBC en ekki er vitað hversu margar af styttunum eru skemmdar. Í heildina eru þær tæplega þúsund talsins sem má finna á Páskaeyju. 

Eldurinn breiddist út á tæplega 0,6 ferkílómetra svæði en samkvæmt starfsmanni menningarmálastofnunar Síle, sem Páskaeyja tilheyrir, var eldurinn af mannavöldum. 

Stytturnar eru margar hverjar verulega brenndar.

Stytturnar eru oftast kallaðar „moai“ og eru helsta kennileiti eyjunnar. Eftirlíkingar af styttunum hafa verið notaðar í hinum ýmsu kvikmyndum á borð við Night at the Museum og Leitin að Nemó. 

Ekki var hægt að skoða stytturnar í gegnum Covid-19 faraldurinn en opnað var aftur fyrir almenning að skoða þær fyrir þremur mánuðum. Nú verður það ekki hægt í einhvern tíma á meðan yfirvöld meta tjónið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×