Erlent

Fær frest til að semja endanlega um Twitter-kaupin

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Elon Musk sendi forsvarsmönnum Twitter bréf í lok ágúst þar sem hann krafðist þess aftur að kaupsamningi hans á samfélagsmiðlafyrirtækinu yrði rift. Nú hefur dómari veitt Musk frest til að semja um endanlega kaupskilmála og verð á samfélagsmiðlinum vinsæla.
Elon Musk sendi forsvarsmönnum Twitter bréf í lok ágúst þar sem hann krafðist þess aftur að kaupsamningi hans á samfélagsmiðlafyrirtækinu yrði rift. Nú hefur dómari veitt Musk frest til að semja um endanlega kaupskilmála og verð á samfélagsmiðlinum vinsæla. Getty/Kambouris

Eftir að hafa barist fyrir því að kaupunum á samfélagsmiðlinum Twitter yrði rift fær auðjöfurinn Elon Musk nú frest til 28. október til að fjármagna kaupin. Umsamið kaupverð er 44 milljarðar bandaríkjadala en upphaflega stóð til að málið yrði tekið fyrir eftir 11 daga. Allar líkur voru taldar á því að Musk yrði gert að standa við upphaflegan samning en hann kveðst nú hafa vilja til að greiða, hann vanti aðeins tíma.

Musk snerist hugur á mánudag og kvaðst þá vilja ganga að upphaflegu tilboði. Dómsmálið, sem Twitter höfðaði á hendur Musk til að fá kaupverðið greitt, er tekið fyrir í Delaware-ríki í Bandaríkjunum. Í dag sló dómari málinu á frest en takist ekki að semja um kaupin fyrir 28. október verður málið tekið fyrir á ný í nóvember.

Upphaflega hafði Musk krafist riftunar á grundvelli brostinna forsendna þar sem Twitter hafi veitt ófullnægjandi upplýsingar um gervimenni á miðlinum. 

Í dag báru stjórnendur Twitter því við að óvæntur viðsnúningur Musk innihéldi óásættanleg samningsákvæði og væri aðeins til að tefja kaupin enn frekar.


Tengdar fréttir

Musk til í að standa við kaupin

Elon Musk segist til í að standa við fyrirhuguð kaup á samfélagsmiðlinum Twitter. Musk hafði áður neitað að standa við kaupin en tvær vikur eru í að fyrirhuguð réttarhöld vegna meintra samningsbrota fari fram. Stjórn Twitter ætlar að hugsa málið.

Twitter sam­þykkir kaup­til­boð Musk

Samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter hefur ákveðið að samþykkja kauptilboð auðjöfursins Elon Musk fyrir 41 milljarð bandaríkjadala. Tíðindin bárust í tilkynningu frá fyrirtækinu rétt í þessu.

Musk vildi þrjátíu prósenta afslátt

Fulltrúar Elons Musks og Twitter eiga enn í viðræðum um kaupsamkomulag auðjöfursins á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Viðræður um að Musk fengi allt að þrjátíu prósenta afslátt á kaupverðinu sem segir til um í kaupsamningi sem hann skrifaði undir í apríl.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.