Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2022 22:05 Rangar fullyrðingar Donalds Trumps um að kosningasvik hafi kostað hann sigur árið 2020 eru orðnar að einni af meginkreddum Repúblikanaflokksins. AP/Chris Seward Tæplega þrjú hundruð frambjóðendur Repúblikanaflokksins til kosninga til Bandaríkjaþings og ríkisembætta, meirihluti frambjóðenda flokksins, viðurkenna ekki úrslit forsetakosninganna árið 2020 eða efast um þau. Afar líklegt er að minnsta kosti rúmur helmingur þeirra nái kjöri. Höfnun eða efasemdir um lögmæti forsetakosninganna árið 2020 hefur orðið að rétttrúnaði innan Repúblikanaflokksins þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, heldur enn á lofti stoðlausum samsæriskenningum sínum um að stórfelld svik hafi kostað hann endurkjör. Þær ásakanir hafa ítrekað verið hraktar. Greining Washington Post sýnir að meira en helmingur allra frambjóðenda flokksins til fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings og helstu embætta í einstökum ríkjum sem kosið verður um í nóvember aðhyllist þá flokkskreddu. Flestir þeirra eiga ennfremur að líkindum eftir að ná kjöri. Af þeim 299 sem afneita eða efast um úrslitin bjóða 174 sig fram til embætta sem repúblikanar vinna örugglega en 51 til viðbótar eru í harðri kosningabaráttu um sín sæti. Kannanir benda til þess að repúblikanar muni að líkindum vinna meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Þeir stjórna því líklega deildinni þegar næstu forsetakosningar fara fram árið 2024. Þeir sem ná kjöri í kosningum til ríkisstjóra eða ýmissa annarra ríkisembætta hefðu einnig einhver völd yfir framkvæmd kosninga. Minnir á valdboðssinna í öðrum ríkjum Hreyfingu afneitaranna hefur vaxið ásmegin frekar en hitt, jafnvel eftir að æstur múgur stuðningsmanna Trump réðst á þinghúsið vegna ranghugmynda um að úrslit forsetakosninganna hefðu verið ólögmæt, fyrir tveimur árum. Kjósendur í prófkjörum flokksins umbuna þeim frambjóðendum sem haldi áfram að ljúga um kosningarnar. Sérfræðingar sem Washington Post hefur rætt við segja að sú staðreynd að frambjóðendur repúblikana haldi til streitu ásökunum um kosningasvik þrátt fyrir nokkrar sannanir bendi til þess að þeir séu tilbúnir að grafa undan stofnunum lýðræðisins ef það hentar flokki þeirra. Þessi tilhneiging eigi margt sameiginlegt með valdboðshreyfingum í öðrum ríkjum. Margar þær hreyfingar verði til með ásökunum um stolnar kosningar. Margir þeirra sem halda ósannindunum á lofti viti betur en notfæri sér þau til að ná kjöri. Til skemmri tíma telja fræðimennirnir að frambjóðendur sem tapi eigi eftir að hafna úrslitunum í haust og slíkar ásakanir gætu einnig sett mark sitt á forsetakosningarnar eftir tvö ár. Til lengri tíma gætu stofnanir lýðræðisins verið í hættu. Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Skaut fast á Repúblikana fyrir fylgispekt þeirra við Trump Dómari fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og leiðtoga Repúblikanaflokksins fyrir ítrekaðar lygar þeirra um kosningasvik í Bandaríkjunum. Hún sagði Trump hafa gert háttsetta Repúblikana lafandi hrædda við að missa völd sín svo þeir þorðu ekki að fara gegn honum. 28. september 2022 11:11 Gefa ekki upp hvort þeir muni sætta sig við kosningaúrslit Á annan tug frambjóðenda Repúblikanaflokksins í þing- og ríkisstjórakosningum í haust vilja ekki taka af tvímæli um hvort þeir samþykki úrslitin þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Stór hluti flokksins afneitar enn úrslitum forsetakosninganna árið 2020. 19. september 2022 15:26 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Höfnun eða efasemdir um lögmæti forsetakosninganna árið 2020 hefur orðið að rétttrúnaði innan Repúblikanaflokksins þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, heldur enn á lofti stoðlausum samsæriskenningum sínum um að stórfelld svik hafi kostað hann endurkjör. Þær ásakanir hafa ítrekað verið hraktar. Greining Washington Post sýnir að meira en helmingur allra frambjóðenda flokksins til fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings og helstu embætta í einstökum ríkjum sem kosið verður um í nóvember aðhyllist þá flokkskreddu. Flestir þeirra eiga ennfremur að líkindum eftir að ná kjöri. Af þeim 299 sem afneita eða efast um úrslitin bjóða 174 sig fram til embætta sem repúblikanar vinna örugglega en 51 til viðbótar eru í harðri kosningabaráttu um sín sæti. Kannanir benda til þess að repúblikanar muni að líkindum vinna meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Þeir stjórna því líklega deildinni þegar næstu forsetakosningar fara fram árið 2024. Þeir sem ná kjöri í kosningum til ríkisstjóra eða ýmissa annarra ríkisembætta hefðu einnig einhver völd yfir framkvæmd kosninga. Minnir á valdboðssinna í öðrum ríkjum Hreyfingu afneitaranna hefur vaxið ásmegin frekar en hitt, jafnvel eftir að æstur múgur stuðningsmanna Trump réðst á þinghúsið vegna ranghugmynda um að úrslit forsetakosninganna hefðu verið ólögmæt, fyrir tveimur árum. Kjósendur í prófkjörum flokksins umbuna þeim frambjóðendum sem haldi áfram að ljúga um kosningarnar. Sérfræðingar sem Washington Post hefur rætt við segja að sú staðreynd að frambjóðendur repúblikana haldi til streitu ásökunum um kosningasvik þrátt fyrir nokkrar sannanir bendi til þess að þeir séu tilbúnir að grafa undan stofnunum lýðræðisins ef það hentar flokki þeirra. Þessi tilhneiging eigi margt sameiginlegt með valdboðshreyfingum í öðrum ríkjum. Margar þær hreyfingar verði til með ásökunum um stolnar kosningar. Margir þeirra sem halda ósannindunum á lofti viti betur en notfæri sér þau til að ná kjöri. Til skemmri tíma telja fræðimennirnir að frambjóðendur sem tapi eigi eftir að hafna úrslitunum í haust og slíkar ásakanir gætu einnig sett mark sitt á forsetakosningarnar eftir tvö ár. Til lengri tíma gætu stofnanir lýðræðisins verið í hættu.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Skaut fast á Repúblikana fyrir fylgispekt þeirra við Trump Dómari fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og leiðtoga Repúblikanaflokksins fyrir ítrekaðar lygar þeirra um kosningasvik í Bandaríkjunum. Hún sagði Trump hafa gert háttsetta Repúblikana lafandi hrædda við að missa völd sín svo þeir þorðu ekki að fara gegn honum. 28. september 2022 11:11 Gefa ekki upp hvort þeir muni sætta sig við kosningaúrslit Á annan tug frambjóðenda Repúblikanaflokksins í þing- og ríkisstjórakosningum í haust vilja ekki taka af tvímæli um hvort þeir samþykki úrslitin þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Stór hluti flokksins afneitar enn úrslitum forsetakosninganna árið 2020. 19. september 2022 15:26 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Skaut fast á Repúblikana fyrir fylgispekt þeirra við Trump Dómari fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og leiðtoga Repúblikanaflokksins fyrir ítrekaðar lygar þeirra um kosningasvik í Bandaríkjunum. Hún sagði Trump hafa gert háttsetta Repúblikana lafandi hrædda við að missa völd sín svo þeir þorðu ekki að fara gegn honum. 28. september 2022 11:11
Gefa ekki upp hvort þeir muni sætta sig við kosningaúrslit Á annan tug frambjóðenda Repúblikanaflokksins í þing- og ríkisstjórakosningum í haust vilja ekki taka af tvímæli um hvort þeir samþykki úrslitin þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Stór hluti flokksins afneitar enn úrslitum forsetakosninganna árið 2020. 19. september 2022 15:26
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“