Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2022 22:05 Rangar fullyrðingar Donalds Trumps um að kosningasvik hafi kostað hann sigur árið 2020 eru orðnar að einni af meginkreddum Repúblikanaflokksins. AP/Chris Seward Tæplega þrjú hundruð frambjóðendur Repúblikanaflokksins til kosninga til Bandaríkjaþings og ríkisembætta, meirihluti frambjóðenda flokksins, viðurkenna ekki úrslit forsetakosninganna árið 2020 eða efast um þau. Afar líklegt er að minnsta kosti rúmur helmingur þeirra nái kjöri. Höfnun eða efasemdir um lögmæti forsetakosninganna árið 2020 hefur orðið að rétttrúnaði innan Repúblikanaflokksins þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, heldur enn á lofti stoðlausum samsæriskenningum sínum um að stórfelld svik hafi kostað hann endurkjör. Þær ásakanir hafa ítrekað verið hraktar. Greining Washington Post sýnir að meira en helmingur allra frambjóðenda flokksins til fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings og helstu embætta í einstökum ríkjum sem kosið verður um í nóvember aðhyllist þá flokkskreddu. Flestir þeirra eiga ennfremur að líkindum eftir að ná kjöri. Af þeim 299 sem afneita eða efast um úrslitin bjóða 174 sig fram til embætta sem repúblikanar vinna örugglega en 51 til viðbótar eru í harðri kosningabaráttu um sín sæti. Kannanir benda til þess að repúblikanar muni að líkindum vinna meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Þeir stjórna því líklega deildinni þegar næstu forsetakosningar fara fram árið 2024. Þeir sem ná kjöri í kosningum til ríkisstjóra eða ýmissa annarra ríkisembætta hefðu einnig einhver völd yfir framkvæmd kosninga. Minnir á valdboðssinna í öðrum ríkjum Hreyfingu afneitaranna hefur vaxið ásmegin frekar en hitt, jafnvel eftir að æstur múgur stuðningsmanna Trump réðst á þinghúsið vegna ranghugmynda um að úrslit forsetakosninganna hefðu verið ólögmæt, fyrir tveimur árum. Kjósendur í prófkjörum flokksins umbuna þeim frambjóðendum sem haldi áfram að ljúga um kosningarnar. Sérfræðingar sem Washington Post hefur rætt við segja að sú staðreynd að frambjóðendur repúblikana haldi til streitu ásökunum um kosningasvik þrátt fyrir nokkrar sannanir bendi til þess að þeir séu tilbúnir að grafa undan stofnunum lýðræðisins ef það hentar flokki þeirra. Þessi tilhneiging eigi margt sameiginlegt með valdboðshreyfingum í öðrum ríkjum. Margar þær hreyfingar verði til með ásökunum um stolnar kosningar. Margir þeirra sem halda ósannindunum á lofti viti betur en notfæri sér þau til að ná kjöri. Til skemmri tíma telja fræðimennirnir að frambjóðendur sem tapi eigi eftir að hafna úrslitunum í haust og slíkar ásakanir gætu einnig sett mark sitt á forsetakosningarnar eftir tvö ár. Til lengri tíma gætu stofnanir lýðræðisins verið í hættu. Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Skaut fast á Repúblikana fyrir fylgispekt þeirra við Trump Dómari fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og leiðtoga Repúblikanaflokksins fyrir ítrekaðar lygar þeirra um kosningasvik í Bandaríkjunum. Hún sagði Trump hafa gert háttsetta Repúblikana lafandi hrædda við að missa völd sín svo þeir þorðu ekki að fara gegn honum. 28. september 2022 11:11 Gefa ekki upp hvort þeir muni sætta sig við kosningaúrslit Á annan tug frambjóðenda Repúblikanaflokksins í þing- og ríkisstjórakosningum í haust vilja ekki taka af tvímæli um hvort þeir samþykki úrslitin þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Stór hluti flokksins afneitar enn úrslitum forsetakosninganna árið 2020. 19. september 2022 15:26 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Höfnun eða efasemdir um lögmæti forsetakosninganna árið 2020 hefur orðið að rétttrúnaði innan Repúblikanaflokksins þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, heldur enn á lofti stoðlausum samsæriskenningum sínum um að stórfelld svik hafi kostað hann endurkjör. Þær ásakanir hafa ítrekað verið hraktar. Greining Washington Post sýnir að meira en helmingur allra frambjóðenda flokksins til fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings og helstu embætta í einstökum ríkjum sem kosið verður um í nóvember aðhyllist þá flokkskreddu. Flestir þeirra eiga ennfremur að líkindum eftir að ná kjöri. Af þeim 299 sem afneita eða efast um úrslitin bjóða 174 sig fram til embætta sem repúblikanar vinna örugglega en 51 til viðbótar eru í harðri kosningabaráttu um sín sæti. Kannanir benda til þess að repúblikanar muni að líkindum vinna meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Þeir stjórna því líklega deildinni þegar næstu forsetakosningar fara fram árið 2024. Þeir sem ná kjöri í kosningum til ríkisstjóra eða ýmissa annarra ríkisembætta hefðu einnig einhver völd yfir framkvæmd kosninga. Minnir á valdboðssinna í öðrum ríkjum Hreyfingu afneitaranna hefur vaxið ásmegin frekar en hitt, jafnvel eftir að æstur múgur stuðningsmanna Trump réðst á þinghúsið vegna ranghugmynda um að úrslit forsetakosninganna hefðu verið ólögmæt, fyrir tveimur árum. Kjósendur í prófkjörum flokksins umbuna þeim frambjóðendum sem haldi áfram að ljúga um kosningarnar. Sérfræðingar sem Washington Post hefur rætt við segja að sú staðreynd að frambjóðendur repúblikana haldi til streitu ásökunum um kosningasvik þrátt fyrir nokkrar sannanir bendi til þess að þeir séu tilbúnir að grafa undan stofnunum lýðræðisins ef það hentar flokki þeirra. Þessi tilhneiging eigi margt sameiginlegt með valdboðshreyfingum í öðrum ríkjum. Margar þær hreyfingar verði til með ásökunum um stolnar kosningar. Margir þeirra sem halda ósannindunum á lofti viti betur en notfæri sér þau til að ná kjöri. Til skemmri tíma telja fræðimennirnir að frambjóðendur sem tapi eigi eftir að hafna úrslitunum í haust og slíkar ásakanir gætu einnig sett mark sitt á forsetakosningarnar eftir tvö ár. Til lengri tíma gætu stofnanir lýðræðisins verið í hættu.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Skaut fast á Repúblikana fyrir fylgispekt þeirra við Trump Dómari fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og leiðtoga Repúblikanaflokksins fyrir ítrekaðar lygar þeirra um kosningasvik í Bandaríkjunum. Hún sagði Trump hafa gert háttsetta Repúblikana lafandi hrædda við að missa völd sín svo þeir þorðu ekki að fara gegn honum. 28. september 2022 11:11 Gefa ekki upp hvort þeir muni sætta sig við kosningaúrslit Á annan tug frambjóðenda Repúblikanaflokksins í þing- og ríkisstjórakosningum í haust vilja ekki taka af tvímæli um hvort þeir samþykki úrslitin þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Stór hluti flokksins afneitar enn úrslitum forsetakosninganna árið 2020. 19. september 2022 15:26 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Skaut fast á Repúblikana fyrir fylgispekt þeirra við Trump Dómari fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og leiðtoga Repúblikanaflokksins fyrir ítrekaðar lygar þeirra um kosningasvik í Bandaríkjunum. Hún sagði Trump hafa gert háttsetta Repúblikana lafandi hrædda við að missa völd sín svo þeir þorðu ekki að fara gegn honum. 28. september 2022 11:11
Gefa ekki upp hvort þeir muni sætta sig við kosningaúrslit Á annan tug frambjóðenda Repúblikanaflokksins í þing- og ríkisstjórakosningum í haust vilja ekki taka af tvímæli um hvort þeir samþykki úrslitin þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Stór hluti flokksins afneitar enn úrslitum forsetakosninganna árið 2020. 19. september 2022 15:26