Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2022 22:05 Rangar fullyrðingar Donalds Trumps um að kosningasvik hafi kostað hann sigur árið 2020 eru orðnar að einni af meginkreddum Repúblikanaflokksins. AP/Chris Seward Tæplega þrjú hundruð frambjóðendur Repúblikanaflokksins til kosninga til Bandaríkjaþings og ríkisembætta, meirihluti frambjóðenda flokksins, viðurkenna ekki úrslit forsetakosninganna árið 2020 eða efast um þau. Afar líklegt er að minnsta kosti rúmur helmingur þeirra nái kjöri. Höfnun eða efasemdir um lögmæti forsetakosninganna árið 2020 hefur orðið að rétttrúnaði innan Repúblikanaflokksins þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, heldur enn á lofti stoðlausum samsæriskenningum sínum um að stórfelld svik hafi kostað hann endurkjör. Þær ásakanir hafa ítrekað verið hraktar. Greining Washington Post sýnir að meira en helmingur allra frambjóðenda flokksins til fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings og helstu embætta í einstökum ríkjum sem kosið verður um í nóvember aðhyllist þá flokkskreddu. Flestir þeirra eiga ennfremur að líkindum eftir að ná kjöri. Af þeim 299 sem afneita eða efast um úrslitin bjóða 174 sig fram til embætta sem repúblikanar vinna örugglega en 51 til viðbótar eru í harðri kosningabaráttu um sín sæti. Kannanir benda til þess að repúblikanar muni að líkindum vinna meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Þeir stjórna því líklega deildinni þegar næstu forsetakosningar fara fram árið 2024. Þeir sem ná kjöri í kosningum til ríkisstjóra eða ýmissa annarra ríkisembætta hefðu einnig einhver völd yfir framkvæmd kosninga. Minnir á valdboðssinna í öðrum ríkjum Hreyfingu afneitaranna hefur vaxið ásmegin frekar en hitt, jafnvel eftir að æstur múgur stuðningsmanna Trump réðst á þinghúsið vegna ranghugmynda um að úrslit forsetakosninganna hefðu verið ólögmæt, fyrir tveimur árum. Kjósendur í prófkjörum flokksins umbuna þeim frambjóðendum sem haldi áfram að ljúga um kosningarnar. Sérfræðingar sem Washington Post hefur rætt við segja að sú staðreynd að frambjóðendur repúblikana haldi til streitu ásökunum um kosningasvik þrátt fyrir nokkrar sannanir bendi til þess að þeir séu tilbúnir að grafa undan stofnunum lýðræðisins ef það hentar flokki þeirra. Þessi tilhneiging eigi margt sameiginlegt með valdboðshreyfingum í öðrum ríkjum. Margar þær hreyfingar verði til með ásökunum um stolnar kosningar. Margir þeirra sem halda ósannindunum á lofti viti betur en notfæri sér þau til að ná kjöri. Til skemmri tíma telja fræðimennirnir að frambjóðendur sem tapi eigi eftir að hafna úrslitunum í haust og slíkar ásakanir gætu einnig sett mark sitt á forsetakosningarnar eftir tvö ár. Til lengri tíma gætu stofnanir lýðræðisins verið í hættu. Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Skaut fast á Repúblikana fyrir fylgispekt þeirra við Trump Dómari fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og leiðtoga Repúblikanaflokksins fyrir ítrekaðar lygar þeirra um kosningasvik í Bandaríkjunum. Hún sagði Trump hafa gert háttsetta Repúblikana lafandi hrædda við að missa völd sín svo þeir þorðu ekki að fara gegn honum. 28. september 2022 11:11 Gefa ekki upp hvort þeir muni sætta sig við kosningaúrslit Á annan tug frambjóðenda Repúblikanaflokksins í þing- og ríkisstjórakosningum í haust vilja ekki taka af tvímæli um hvort þeir samþykki úrslitin þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Stór hluti flokksins afneitar enn úrslitum forsetakosninganna árið 2020. 19. september 2022 15:26 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Sjá meira
Höfnun eða efasemdir um lögmæti forsetakosninganna árið 2020 hefur orðið að rétttrúnaði innan Repúblikanaflokksins þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, heldur enn á lofti stoðlausum samsæriskenningum sínum um að stórfelld svik hafi kostað hann endurkjör. Þær ásakanir hafa ítrekað verið hraktar. Greining Washington Post sýnir að meira en helmingur allra frambjóðenda flokksins til fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings og helstu embætta í einstökum ríkjum sem kosið verður um í nóvember aðhyllist þá flokkskreddu. Flestir þeirra eiga ennfremur að líkindum eftir að ná kjöri. Af þeim 299 sem afneita eða efast um úrslitin bjóða 174 sig fram til embætta sem repúblikanar vinna örugglega en 51 til viðbótar eru í harðri kosningabaráttu um sín sæti. Kannanir benda til þess að repúblikanar muni að líkindum vinna meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Þeir stjórna því líklega deildinni þegar næstu forsetakosningar fara fram árið 2024. Þeir sem ná kjöri í kosningum til ríkisstjóra eða ýmissa annarra ríkisembætta hefðu einnig einhver völd yfir framkvæmd kosninga. Minnir á valdboðssinna í öðrum ríkjum Hreyfingu afneitaranna hefur vaxið ásmegin frekar en hitt, jafnvel eftir að æstur múgur stuðningsmanna Trump réðst á þinghúsið vegna ranghugmynda um að úrslit forsetakosninganna hefðu verið ólögmæt, fyrir tveimur árum. Kjósendur í prófkjörum flokksins umbuna þeim frambjóðendum sem haldi áfram að ljúga um kosningarnar. Sérfræðingar sem Washington Post hefur rætt við segja að sú staðreynd að frambjóðendur repúblikana haldi til streitu ásökunum um kosningasvik þrátt fyrir nokkrar sannanir bendi til þess að þeir séu tilbúnir að grafa undan stofnunum lýðræðisins ef það hentar flokki þeirra. Þessi tilhneiging eigi margt sameiginlegt með valdboðshreyfingum í öðrum ríkjum. Margar þær hreyfingar verði til með ásökunum um stolnar kosningar. Margir þeirra sem halda ósannindunum á lofti viti betur en notfæri sér þau til að ná kjöri. Til skemmri tíma telja fræðimennirnir að frambjóðendur sem tapi eigi eftir að hafna úrslitunum í haust og slíkar ásakanir gætu einnig sett mark sitt á forsetakosningarnar eftir tvö ár. Til lengri tíma gætu stofnanir lýðræðisins verið í hættu.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Skaut fast á Repúblikana fyrir fylgispekt þeirra við Trump Dómari fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og leiðtoga Repúblikanaflokksins fyrir ítrekaðar lygar þeirra um kosningasvik í Bandaríkjunum. Hún sagði Trump hafa gert háttsetta Repúblikana lafandi hrædda við að missa völd sín svo þeir þorðu ekki að fara gegn honum. 28. september 2022 11:11 Gefa ekki upp hvort þeir muni sætta sig við kosningaúrslit Á annan tug frambjóðenda Repúblikanaflokksins í þing- og ríkisstjórakosningum í haust vilja ekki taka af tvímæli um hvort þeir samþykki úrslitin þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Stór hluti flokksins afneitar enn úrslitum forsetakosninganna árið 2020. 19. september 2022 15:26 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Sjá meira
Skaut fast á Repúblikana fyrir fylgispekt þeirra við Trump Dómari fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og leiðtoga Repúblikanaflokksins fyrir ítrekaðar lygar þeirra um kosningasvik í Bandaríkjunum. Hún sagði Trump hafa gert háttsetta Repúblikana lafandi hrædda við að missa völd sín svo þeir þorðu ekki að fara gegn honum. 28. september 2022 11:11
Gefa ekki upp hvort þeir muni sætta sig við kosningaúrslit Á annan tug frambjóðenda Repúblikanaflokksins í þing- og ríkisstjórakosningum í haust vilja ekki taka af tvímæli um hvort þeir samþykki úrslitin þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Stór hluti flokksins afneitar enn úrslitum forsetakosninganna árið 2020. 19. september 2022 15:26