Enski boltinn

Stjörnuleikmenn Tottenham syrgja þjálfara sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heung-Min Son á góðri stundu með styrktarþjálfaranum Gian Piero Ventrone.
Heung-Min Son á góðri stundu með styrktarþjálfaranum Gian Piero Ventrone. Getty/Tottenham

Tottenham-leikmennirnir Harry Kane og Richarlison eru meðal þeirra sem hafa í dag minnst ítalska styrktarþjálfarans Gian Piero Ventrone sem féll skyndilega frá.

Ventrone var aðeins 61 ára gamall en hann kom til Tottenham í nóvember 2021 sem hluti af teymi landa síns Antonio Conte.

Ventrone var einnig í þjálfarateymi Marcello Lippi þegar Ítalir urðu heimsmeistarar 2006.

Ventrone greindist með hvítblæði fyrir nokkrum dögum og hrakaði mjög fljótt. Hann lést í spítala í Napoli.

Harry Kane sagði meðal annars að orð og viska Ventrone muni fá að lifa með honum til æviloka.

Richarlison kom til Tottenham í sumar en Ventrone náði engu að síður að hafa mikil áhrif á hann. Brasilíumaðurinn sagði að þjálfarinn hafi veitt sér mikinn innblástur.

Hér fyrir neðan má sjá minningarorð stjörnuleikmanna Tottenham.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.