Eiður Smári stígur tímabundið til hliðar og biður um svigrúm Valur Páll Eiríksson skrifar 6. október 2022 15:43 Eiður Smári mun stíga tímabundið til hliðar en heldur starfinu hjá FH. Félagið vonast til að fá hann aftur sem fyrst. Vísir/Hulda Margrét Eiður Smári Guðjohnsen mun stíga tímabundið til hliðar sem þjálfari FH en félagið staðfesti þetta í fréttatilkynningu í dag. Eiður biðst friðar til að vinna í sínum málum en FH-ingar vonast til að hann snúi aftur í teymi liðsins í náinni framtíð. Eiður Smári tók við FH ásamt Sigurvini Ólafssyni þann 19. júní og samdi til 2024. Gengi liðsins hefur verið slakt en það situr í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni. FH komst þó í bikarúrslit en tapaði þar fyrir Víkingi 3-2 um helgina eftir framlengdan leik. Heimildir Vísis herma að Eiður hafi verið tekinn ölvaður undir stýri í vikunni. Það atvik hafi leitt til fundar stjórnar knattspyrnudeildar FH í dag þar sem ákvörðun var tekin um að hann skildi stíga frá starfi sínu, um stundarsakir hið minnsta. Í yfirlýsingu FH segir: „Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari meistarflokks karla, hefur ákveðið í samráði við stjórn knattspyrnudeildar FH að stíga til hliðar af persónulegum ástæðum. Eiður Smári biður um svigrúm til að vinna í sínum málum og báðir aðilar vonast eftir því að sú vinna verði árangursrík og að Eiður Smári snúi aftur í þjálfarateymi FH í náinni framtíð.“ Þá er staðfest að Sigurvin Ólafsson verði áfram þjálfari liðsins en óljóst er hvort annar þjálfari stígi inn og verði honum til halds og trausts í ljósi brotthvarfs Eiðs. Vera má að Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála stígi þar inn. Eiður var áður þjálfari félagsins ásamt Loga Ólafssyni sumarið 2020 en hann hætti hjá FH um veturinn 2020 til að verða aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Honum var vísað úr því starfi af KSÍ vegna áfengisneyslu í nóvember í fyrra. Fyrsti leikur FH eftir breytingarnar er gríðarlega mikilvægur leikur í fallbaráttunni við Leikni á sunnudaginn kemur. Leiknir er stigi fyrir ofan FH, í öruggu sæti. Þjálfarabreytingar eru einnig í farvatninu hjá Leikni en í gær tilkynnti Sigurður Höskuldsson að hann myndi hætta með liðið eftir tímabilið. Tilkynning FH í heild Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari meistarflokks karla, hefur ákveðið í samráði við stjórn knattspyrnudeildar FH að stíga til hliðar af persónulegum ástæðum. Eiður Smári biður um svigrúm til að vinna í sínum málum og báðir aðilar vonast eftir því að sú vinna verði árangursrík og að Eiður Smári snúi aftur í þjálfarateymi FH í náinni framtíð. Sigurvin Ólafsson tekur við þjálfun liðsins. Stjórn knattspyrnudeildar FH FH Besta deild karla Hafnarfjörður Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Fleiri fréttir „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjá meira
Eiður Smári tók við FH ásamt Sigurvini Ólafssyni þann 19. júní og samdi til 2024. Gengi liðsins hefur verið slakt en það situr í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni. FH komst þó í bikarúrslit en tapaði þar fyrir Víkingi 3-2 um helgina eftir framlengdan leik. Heimildir Vísis herma að Eiður hafi verið tekinn ölvaður undir stýri í vikunni. Það atvik hafi leitt til fundar stjórnar knattspyrnudeildar FH í dag þar sem ákvörðun var tekin um að hann skildi stíga frá starfi sínu, um stundarsakir hið minnsta. Í yfirlýsingu FH segir: „Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari meistarflokks karla, hefur ákveðið í samráði við stjórn knattspyrnudeildar FH að stíga til hliðar af persónulegum ástæðum. Eiður Smári biður um svigrúm til að vinna í sínum málum og báðir aðilar vonast eftir því að sú vinna verði árangursrík og að Eiður Smári snúi aftur í þjálfarateymi FH í náinni framtíð.“ Þá er staðfest að Sigurvin Ólafsson verði áfram þjálfari liðsins en óljóst er hvort annar þjálfari stígi inn og verði honum til halds og trausts í ljósi brotthvarfs Eiðs. Vera má að Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála stígi þar inn. Eiður var áður þjálfari félagsins ásamt Loga Ólafssyni sumarið 2020 en hann hætti hjá FH um veturinn 2020 til að verða aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Honum var vísað úr því starfi af KSÍ vegna áfengisneyslu í nóvember í fyrra. Fyrsti leikur FH eftir breytingarnar er gríðarlega mikilvægur leikur í fallbaráttunni við Leikni á sunnudaginn kemur. Leiknir er stigi fyrir ofan FH, í öruggu sæti. Þjálfarabreytingar eru einnig í farvatninu hjá Leikni en í gær tilkynnti Sigurður Höskuldsson að hann myndi hætta með liðið eftir tímabilið. Tilkynning FH í heild Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari meistarflokks karla, hefur ákveðið í samráði við stjórn knattspyrnudeildar FH að stíga til hliðar af persónulegum ástæðum. Eiður Smári biður um svigrúm til að vinna í sínum málum og báðir aðilar vonast eftir því að sú vinna verði árangursrík og að Eiður Smári snúi aftur í þjálfarateymi FH í náinni framtíð. Sigurvin Ólafsson tekur við þjálfun liðsins. Stjórn knattspyrnudeildar FH
FH Besta deild karla Hafnarfjörður Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Fleiri fréttir „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjá meira