Innlent

Ákærður vegna skotárásarinnar við Miðvang

Kjartan Kjartansson skrifar
Vopnaður sérsveitarmaður við Miðvang í Hafnarfirði 22. júní 2022.
Vopnaður sérsveitarmaður við Miðvang í Hafnarfirði 22. júní 2022. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna skotárásar við Miðvang í Hafnarfirði í lok júní. Tveir brotaþolar í málinu krefjast átta milljóna króna í miskabætur.

Sá ákærði er sagður hafa haft .22 kalíbera riffil á svölum íbúðar sinnar og skotið tveimur skotum á bíl skammt frá. Umsátur lögreglu vegna árásarinnar var fjölmennt og stóð lengi. 

Maður sem sat með syni sínum í öðrum bílnum sem skotið var á sagði að hann teldi ljóst að byssumaðurinn hefði ætlað sér að drepa þá feðga.

Ríkisútvarpið sagði frá því í dag að málið hefði þegar verið þingfest í Héraðsdómi Reykjaness en að þinghaldið hafi verið lokað. Saksóknari fari fram á að manninum verði gerð refsing en að öðrum kosti að honum verði gert að sæta öryggisvistun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.