Erlent

Rann­saka lottóið í Filipps­eyjum eftir að 433 unnu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Afar litlar líkur eru á því að svo margir vinni í lottóinu.
Afar litlar líkur eru á því að svo margir vinni í lottóinu. Getty/Richard James Mendoza

Leiðtogi minnihlutans á filippseyska þinginu hefur kallað eftir því að dráttur lottósins þar í landi verði skoðaður eftir 433 manns unnu stærsta vinninginn. Allar tölurnar sem dregnar voru margfeldi af níu en líkurnar á svo mörgum sigurvegurum eru stjarnfræðilegar.

Stóri vinningurinn í Grand Lotto í Filippseyjum um helgina var 236 milljónir filippseyskra pesa, rúmar 577 milljónir íslenskra króna. Vinningnum verður skipt niður á 433 einstaklinga sem allir fá rúmar 1,3 milljónir króna. Aldrei hafa jafn margir unnið fyrsta vinning í lottóinu áður.

Sérfræðingur sem ræddi við BBC segir að um tíu milljónir manna hafi tekið þátt í lottóinu og því séu líkurnar á 433 sigurvegurum einn á móti „einum með 1.224 núllum“. Svo stór tala þekkist ekki og því er ekki til nafn á hana.

Það sem gerir dráttinn enn grunsamlegri er að tölurnar sem þessir 433 völdu voru 9, 18, 27, 36, 45 og 54.

Forstjóri fyrirtækisins sem sér um lottóið segir að ekkert grunsamlegt sé við dráttinn og benti á að fjöldi fólks í Filippseyjum veðji alltaf á svona runur.

„Margir nota alltaf sínar tölur. Það er ekki bara gott að vera trúr maka sínum, heldur einnig trúr tölunum sínum,“ sagði hann á blaðamannafundi.

Hér fyrir neðan má sjá öll núllin í líkunum á því að 433 einstaklingar vinni í lottóinu.

Einn á móti 100000000000000000000000000000000000000000000000000000000000 000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000 000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000 000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000 000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000 000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000 000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000 000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000 000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000 000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000 000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000 000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000 000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000 000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000 000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000 000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000 000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000 000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000 000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000 000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000 0000000000000000000000000Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.