Hafnar fullyrðingum ASÍ um óhagkvæmni rafbílastuðnings Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2022 19:42 Ríkið ætlar að hætta ívilnunum fyrir rafbílakaup og leggja lágmarksvörugjald á þá. Vísir/Vilhelm Formaður Rafbílasambands Íslands segir fullyrðingar sérfræðings ASÍ um að hvatar til kaupa á rafbílum séu óhagkvæmar rangar. Hann tekur þó undir ákall ASÍ um að strætó ætti að vera gjaldfrjáls. Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur ASÍ í umhverfis- og neytendamálum, gagnrýndi að ríkið setti nífalt meira fé í ívilnanir vegna kaupa á rafbílum en til að styrkja almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Fullyrti hún að niðurgreiðslur á rafbílum væru taldar óskilvirkar og óhagkvæmar sem loftslagsaðgerð. Kaupendur rafbíla hefðu keypt sér rafbíla þó að ívilnanna nyti ekki við. Í grein á vef ASÍ var því haldið fram að niðurgreiðslur á raf- og tengiltvinnbílum nýttust frekar þeim tekjuhærri en lægri en því ýttu þær undir ójöfnuð. Þessu hafnar Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambands Íslands, í yfirlýsingu vegna fullyrðinga ASÍ. Segir hann grein ASÍ byggast nánast alfarið á skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem hann telur byggja á kolröngum forsendum. Í henni sé meðal annars gert ráð fyrir óbreyttri niðurgreiðslu á virðisaukaskatti á rafbíla út árið 2030 og að eldsneytisverð sé tugum króna lægra en það er nú. Tómas segir orkuskipti í samgöngum að langmestu leyti knúin áfram af einstaklingum sem kjósa að kaupa sér rafbíl í stað jarðefnaeldsneytisbíls en ekki með beinum fjárútlátum úr ríkissjóði. Stefnuleysi stjórnvalda komi í veg fyrir rafbílavæðingu bílaleigubílaflotans Fjármálaráðherra hefur lagt til að afnema ívilnanir fyrir rafbíla og ætlar þess í stað að leggja á þá 5% vörugjald á næsta ári. Tómas segir að stefnuleysi stjórnvalda og andstaða við áframhaldandi ívilnanir hafi leitt til þess að ekki hafi tekist að byggja upp það innviðanet á landsbyggðinni sem þurfi til að bílaleigur landsins geti boðið upp á rafbíla. Þar sem bílaleigur flytji inn um helming allra nýrri bíla myndu slíkar aðgerðir skila miklu magni rafbíla í hendur kaupenda notaðra bíla. Augljós jákvæð áhrif fyrir þá efnaminni Fettir Tómas fingur út í fullyrðingar um að stór hluti kaupenda rafbíla hefði gert það án þess að sérstakra ívilnana nyti við. Heimild ASÍ fyrir því sé tæplega áratugsgömul grein frá Bandaríkjunum þegar markaður með rafbíla var mun skemur á veg komin og eldsneytisverð þar í landi mun lægra en það er á Íslandi. „Á þessum tíma var vöruúrval rafbíla á Bandaríkjamarkaði hvorki fugl né fiskur miðað við hvernig staðan er í dag og algjörlega ljóst að þeir frumkvöðlar sem tóku þátt í fyrstu skrefum rafbílavæðingar þar í landi hefðu trúlega ekki látið endurgreiðslu á skatti hafa áhrif á val sitt,“ segir í yfirlýsingu Tómasar fyrir hönd Rafbílasambandsins. Hvað fullyrðingar ASÍ um að ívilnanir fyrir rafbílakaup auki á ójöfnuð og gagnist aðeins þeim tekjuhærri segir Tómas að þær megi rekja til rökleysu úr skýrslu Hagfræðistofnunar. Ívilnanir hafi gert rafbíla samkeppnishæfa í verði við sambærilega eldsneytisbíla. „Staðreyndin er samt sú að fólk með lægri tekjur hefur aldrei haft neitt sérstaklega auðvelt með að kaupa nýja bíla, hvort sem það eru rafbílar eða eldsneytisbílar,“ segir hann. Það hafi aftur á móti augljós jákvæð áhrif á efnaminni einstaklinga að geta keypt notaða rafbíla sem kosti aðeins nokkrar krónur að aka hvern kílómetra. Hátt eldsneytsiverð og viðhaldskostnaður geti verið afar íþyngjandi fyrir efnaminni einstaklinga og því ætti það að vera hagsmunamál ASÍ að tala fyrir því að sem flestir njóti þess að vera á rafbíl. Fjölmargir kostir við gjaldfrjálsan Strætó Þrátt fyrir óánægju sína með fyrrnefndar fullyrðingar ASÍ segist Tómas sammála sambandinu um það að Strætó eigi að vera gjaldfrjáls. „Það eru fjölmargir kostir við það og nú þegar hlutfall rafdrifinna vagna í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu er að aukast þá er ljóst að rekstrarkostnaður Strætó bs. mun lækka mikið, vonandi nógu mikið til að hægt sé að gera þjónustuna gjaldfrjálsa fljótlega,“ segir í yfirlýsingu hans. Vistvænir bílar Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur ASÍ í umhverfis- og neytendamálum, gagnrýndi að ríkið setti nífalt meira fé í ívilnanir vegna kaupa á rafbílum en til að styrkja almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Fullyrti hún að niðurgreiðslur á rafbílum væru taldar óskilvirkar og óhagkvæmar sem loftslagsaðgerð. Kaupendur rafbíla hefðu keypt sér rafbíla þó að ívilnanna nyti ekki við. Í grein á vef ASÍ var því haldið fram að niðurgreiðslur á raf- og tengiltvinnbílum nýttust frekar þeim tekjuhærri en lægri en því ýttu þær undir ójöfnuð. Þessu hafnar Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambands Íslands, í yfirlýsingu vegna fullyrðinga ASÍ. Segir hann grein ASÍ byggast nánast alfarið á skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem hann telur byggja á kolröngum forsendum. Í henni sé meðal annars gert ráð fyrir óbreyttri niðurgreiðslu á virðisaukaskatti á rafbíla út árið 2030 og að eldsneytisverð sé tugum króna lægra en það er nú. Tómas segir orkuskipti í samgöngum að langmestu leyti knúin áfram af einstaklingum sem kjósa að kaupa sér rafbíl í stað jarðefnaeldsneytisbíls en ekki með beinum fjárútlátum úr ríkissjóði. Stefnuleysi stjórnvalda komi í veg fyrir rafbílavæðingu bílaleigubílaflotans Fjármálaráðherra hefur lagt til að afnema ívilnanir fyrir rafbíla og ætlar þess í stað að leggja á þá 5% vörugjald á næsta ári. Tómas segir að stefnuleysi stjórnvalda og andstaða við áframhaldandi ívilnanir hafi leitt til þess að ekki hafi tekist að byggja upp það innviðanet á landsbyggðinni sem þurfi til að bílaleigur landsins geti boðið upp á rafbíla. Þar sem bílaleigur flytji inn um helming allra nýrri bíla myndu slíkar aðgerðir skila miklu magni rafbíla í hendur kaupenda notaðra bíla. Augljós jákvæð áhrif fyrir þá efnaminni Fettir Tómas fingur út í fullyrðingar um að stór hluti kaupenda rafbíla hefði gert það án þess að sérstakra ívilnana nyti við. Heimild ASÍ fyrir því sé tæplega áratugsgömul grein frá Bandaríkjunum þegar markaður með rafbíla var mun skemur á veg komin og eldsneytisverð þar í landi mun lægra en það er á Íslandi. „Á þessum tíma var vöruúrval rafbíla á Bandaríkjamarkaði hvorki fugl né fiskur miðað við hvernig staðan er í dag og algjörlega ljóst að þeir frumkvöðlar sem tóku þátt í fyrstu skrefum rafbílavæðingar þar í landi hefðu trúlega ekki látið endurgreiðslu á skatti hafa áhrif á val sitt,“ segir í yfirlýsingu Tómasar fyrir hönd Rafbílasambandsins. Hvað fullyrðingar ASÍ um að ívilnanir fyrir rafbílakaup auki á ójöfnuð og gagnist aðeins þeim tekjuhærri segir Tómas að þær megi rekja til rökleysu úr skýrslu Hagfræðistofnunar. Ívilnanir hafi gert rafbíla samkeppnishæfa í verði við sambærilega eldsneytisbíla. „Staðreyndin er samt sú að fólk með lægri tekjur hefur aldrei haft neitt sérstaklega auðvelt með að kaupa nýja bíla, hvort sem það eru rafbílar eða eldsneytisbílar,“ segir hann. Það hafi aftur á móti augljós jákvæð áhrif á efnaminni einstaklinga að geta keypt notaða rafbíla sem kosti aðeins nokkrar krónur að aka hvern kílómetra. Hátt eldsneytsiverð og viðhaldskostnaður geti verið afar íþyngjandi fyrir efnaminni einstaklinga og því ætti það að vera hagsmunamál ASÍ að tala fyrir því að sem flestir njóti þess að vera á rafbíl. Fjölmargir kostir við gjaldfrjálsan Strætó Þrátt fyrir óánægju sína með fyrrnefndar fullyrðingar ASÍ segist Tómas sammála sambandinu um það að Strætó eigi að vera gjaldfrjáls. „Það eru fjölmargir kostir við það og nú þegar hlutfall rafdrifinna vagna í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu er að aukast þá er ljóst að rekstrarkostnaður Strætó bs. mun lækka mikið, vonandi nógu mikið til að hægt sé að gera þjónustuna gjaldfrjálsa fljótlega,“ segir í yfirlýsingu hans.
Vistvænir bílar Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira