Segir fásinnu að stuðningur við rafbíla sé óhagkvæmur Árni Sæberg skrifar 22. júlí 2022 12:55 Tómas Kristjánsson er formaður Rafbílasambands Íslands. Aðsend Formaður rafbílasambands segir mikið af ranghugmyndum í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um hagkvæmni loftslagsaðgerða. Stofnunin gefi sér mikið af röngum forsendum og algjör fásinna sé að skella loftslagsskuldinni á rafbíla. Tómas Kristjánsson er formaður Rafbílasambands Íslands og hann er ekki sáttur með þá mynd sem teiknuð er upp í skýrslu Hagfræðistofnunar. Í skýrslunni segir að stuðningur við kaup á rafbílum sé langóhagkvæmasta loftslagsaðgerðin sem íslensk stjórnvöld hafa ráðist í. Það sem hann segir athyglisverðast sé sú aðferð sem Hagfræðistofnun beitir til að reikna kostnað við stuðning við rafbíla. „Þeir eru þarna með töflu í skýrslunni yfir niðurfellingu á virðisaukaskatti. Niðurfelling á virðisaukaskatti er náttúrulega ekki ríkið að setja pening í eitthvað heldur bara ríkið að verða af tekjum. Það er grundvallarmunur á því,“ segir Tómas. Þá gagnrýnir hann að gert sé ráð fyrir fullri niðurfellingu virðisaukaskatts til ársins 2030, sem enginn sé að tala um. „Núverandi aðgerðir eru upp í tuttugu þúsund bíl, sem verður trúlega um mitt ár 2023,“ segir Tómas. Hann segir að Rafbílasambandið geri ekki ráð fyrir því að virðisaukaskattur verði felldur niður lengi. Eðlilegt sé að það sé gert á meðan rafbílar eru dýrari en sambærilegir bílar sem knúnir eru af jarðefnaeldsneyti. Gert sé ráð fyrir að rafbílar verði orðnir helmingi ódýrari en aðrir bílar árið 2030 og því sé rangt að reikna með niðurfellingu svo lengi. Í skýrslunni segir að niðurfelling viðrisaukaskatts muni kosta ríkið 34,2 milljarða króna árið 2030. Því sé hægt að leiðrétta allan hallann af stuðningi við rafbíla og gott betur séu árin 2029 og 2030 tekin út. Hallinn færi þá úr 38 milljörðum í 28 milljarða króna hagnað. Orkuskipti Loftslagsmál Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Sjá meira
Tómas Kristjánsson er formaður Rafbílasambands Íslands og hann er ekki sáttur með þá mynd sem teiknuð er upp í skýrslu Hagfræðistofnunar. Í skýrslunni segir að stuðningur við kaup á rafbílum sé langóhagkvæmasta loftslagsaðgerðin sem íslensk stjórnvöld hafa ráðist í. Það sem hann segir athyglisverðast sé sú aðferð sem Hagfræðistofnun beitir til að reikna kostnað við stuðning við rafbíla. „Þeir eru þarna með töflu í skýrslunni yfir niðurfellingu á virðisaukaskatti. Niðurfelling á virðisaukaskatti er náttúrulega ekki ríkið að setja pening í eitthvað heldur bara ríkið að verða af tekjum. Það er grundvallarmunur á því,“ segir Tómas. Þá gagnrýnir hann að gert sé ráð fyrir fullri niðurfellingu virðisaukaskatts til ársins 2030, sem enginn sé að tala um. „Núverandi aðgerðir eru upp í tuttugu þúsund bíl, sem verður trúlega um mitt ár 2023,“ segir Tómas. Hann segir að Rafbílasambandið geri ekki ráð fyrir því að virðisaukaskattur verði felldur niður lengi. Eðlilegt sé að það sé gert á meðan rafbílar eru dýrari en sambærilegir bílar sem knúnir eru af jarðefnaeldsneyti. Gert sé ráð fyrir að rafbílar verði orðnir helmingi ódýrari en aðrir bílar árið 2030 og því sé rangt að reikna með niðurfellingu svo lengi. Í skýrslunni segir að niðurfelling viðrisaukaskatts muni kosta ríkið 34,2 milljarða króna árið 2030. Því sé hægt að leiðrétta allan hallann af stuðningi við rafbíla og gott betur séu árin 2029 og 2030 tekin út. Hallinn færi þá úr 38 milljörðum í 28 milljarða króna hagnað.
Orkuskipti Loftslagsmál Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Sjá meira