Mjög sérstakt að styrkja rafbílakaup eins mikið þegar margir hefðu keypt sér bílinn án stuðnings Snorri Másson skrifar 30. september 2022 22:32 Strætó fékk einn milljarð úr ríkissjóði í fyrra á meðan endurgreiðslur vegna rafbíla námu níu milljörðum króna - nokkuð sem sérfræðingur hjá Alþýðusambandi segir rosalegan mun. Mjög sérstakt sé að stjórnvöld dæli peningum í óskilvirkar loftslagsaðgerðir í stað þess að styðja betur við almenningssamgöngur. Róðurinn hefur verið þungur hjá Strætó að undanförnu. Fyrirtækið bráðvantar peninga og neyddist til að hækka fargjöld á dögunum. Komið hefur fram að Strætó þurfi 1,5 milljarð frá eigendum sínum, sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Í þessu umhverfi er það ekki beint svo að ríkið hlaupi undir bagga. Framlög þess til Strætó eru ekki mikil; í fyrra námu þau einum milljarði króna - sem hefur verið sagt blikna í samanburði við ívilnanir sem fara til rafbílakaupenda - það eru rúmir níu milljarðar króna samkvæmt ASÍ. „Þetta er rosalegur munur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem er verið að hækka gjaldskrá Strætó. Eins hefur þjónustan verið skert. Og þetta er mjög sérstakt í ljósi þess að niðurgreiðsla rafbíla er talin frekar óskilvirk loftslagsaðgerð og óhagkvæm,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir sérfræðingur ASÍ í umhverfis- og neytendamálum í samtali við fréttastofu. Auður segir að einnig þurfi að líta til umferðarþungans í Reykjavík, sem almenningssamgöngur væru betur til þess fallnar að leysa. Ef litið sé til tekna af fargjöldum sé ljóst að það hefði kostað 1,8 milljarð að gera Strætó ókeypis árið 2021 - aðeins brot af því sem fór í rafbílana. Auður segir rafbílaívilnanirnar skýrt dæmi um verk ríkisstjórnar, sem hygli hinum efnameiri á kostnað fátækra. „Rannsóknir benda til þess að þetta sé ekki skilvirk leið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og að kaupendur rafbíla hefðu keypt sér rafbíl þótt ívilnana nyti ekki við. Þetta er bara í algerri andstöðu við þessi réttlátu umskipti sem er kveðið á um í ríkisstjórnarsáttmálanum að eigi að vera leiðarljósið í yfirstandandi breytingum,“ segir Auður. Strætó Samgöngur Vistvænir bílar Skattar og tollar Bílar Tengdar fréttir Einn milljarður í strætó en níu í vistvæna bíla Alþýðusamband Íslands hefur birt samantekt þar sem borinn er saman opinber stuðningur ríkisins við almenningssamgöngur og stuðningur þess við niðurgreiðslu vistvænna bíla. 30. september 2022 13:24 Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. 13. september 2022 07:11 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira
Róðurinn hefur verið þungur hjá Strætó að undanförnu. Fyrirtækið bráðvantar peninga og neyddist til að hækka fargjöld á dögunum. Komið hefur fram að Strætó þurfi 1,5 milljarð frá eigendum sínum, sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Í þessu umhverfi er það ekki beint svo að ríkið hlaupi undir bagga. Framlög þess til Strætó eru ekki mikil; í fyrra námu þau einum milljarði króna - sem hefur verið sagt blikna í samanburði við ívilnanir sem fara til rafbílakaupenda - það eru rúmir níu milljarðar króna samkvæmt ASÍ. „Þetta er rosalegur munur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem er verið að hækka gjaldskrá Strætó. Eins hefur þjónustan verið skert. Og þetta er mjög sérstakt í ljósi þess að niðurgreiðsla rafbíla er talin frekar óskilvirk loftslagsaðgerð og óhagkvæm,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir sérfræðingur ASÍ í umhverfis- og neytendamálum í samtali við fréttastofu. Auður segir að einnig þurfi að líta til umferðarþungans í Reykjavík, sem almenningssamgöngur væru betur til þess fallnar að leysa. Ef litið sé til tekna af fargjöldum sé ljóst að það hefði kostað 1,8 milljarð að gera Strætó ókeypis árið 2021 - aðeins brot af því sem fór í rafbílana. Auður segir rafbílaívilnanirnar skýrt dæmi um verk ríkisstjórnar, sem hygli hinum efnameiri á kostnað fátækra. „Rannsóknir benda til þess að þetta sé ekki skilvirk leið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og að kaupendur rafbíla hefðu keypt sér rafbíl þótt ívilnana nyti ekki við. Þetta er bara í algerri andstöðu við þessi réttlátu umskipti sem er kveðið á um í ríkisstjórnarsáttmálanum að eigi að vera leiðarljósið í yfirstandandi breytingum,“ segir Auður.
Strætó Samgöngur Vistvænir bílar Skattar og tollar Bílar Tengdar fréttir Einn milljarður í strætó en níu í vistvæna bíla Alþýðusamband Íslands hefur birt samantekt þar sem borinn er saman opinber stuðningur ríkisins við almenningssamgöngur og stuðningur þess við niðurgreiðslu vistvænna bíla. 30. september 2022 13:24 Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. 13. september 2022 07:11 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira
Einn milljarður í strætó en níu í vistvæna bíla Alþýðusamband Íslands hefur birt samantekt þar sem borinn er saman opinber stuðningur ríkisins við almenningssamgöngur og stuðningur þess við niðurgreiðslu vistvænna bíla. 30. september 2022 13:24
Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. 13. september 2022 07:11