Sendiherra segir Musk að fara norður og niður Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2022 17:48 Upp á síðkastið hefur Elon Musk helst vakið athygli fyrir að viðra misvelígrundaðar skoðanir sínar á samfélagsmiðlum. Vísir/EPA Úkraínski sendiherrann í Þýskalandi vandaði Elon Musk, auðkýfingnum sem hefur haslað sér völl sem nettröll, ekki kveðjurnar eftir að sá síðarnefndi viðraði hugmynd um forsendur friðar á milli Rússlands og Úkraínu. Bað sendiherrann Musk um að fara norður og niður. Musk, eigandi rafbílaframleiðandands Tesla og geimferðafyrirtækisins SpaceX, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum með umdeildum skoðunum og vafasömum fullyrðingum undanfarin misseri. Tillaga sem um frið á milli Úkraínu og Rússlands sem hann tísti í dag hefði getað komið frá Kreml. Lagði Musk til að ólöglegar atkvæðagreiðslur sem leppstjórar Rússa í Úkraínu héldu um innlimum fjögurra úkraínskra héraða á dögunum yrðu endurteknar undir umsjón Sameinuðu þjóðanna. Rússneski herinn yfirgæfi héruðin ef það væri vilji íbúanna þar. Rússar fengju Krímskaga, sem þeir innlimuðu ólöglega árið 2014, varanlega en svæðinu væri tryggt aðgang að drykkjarvatni. Þá lagði hann til að Úkraína yrði hlutlaus, það er að segja, sæktist ekki eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu eða Evrópusambandinu. Ukraine-Russia Peace:- Redo elections of annexed regions under UN supervision. Russia leaves if that is will of the people.- Crimea formally part of Russia, as it has been since 1783 (until Khrushchev s mistake).- Water supply to Crimea assured.- Ukraine remains neutral.— Elon Musk (@elonmusk) October 3, 2022 Hélt Musk því fram að þetta yrði hvort eð er mjög líklega lyktir stríðsins, aðeins væri spurning hversu margir létu lífið áður. Einnig væri mögulegt, þótt ólíklegt væri, að stríðið leiddi til kjarnorkustríðs. Tillögurnar fóru öfugt ofan í fulltrúa Úkraínu, þar á meðal Andríj Melnyk, sendiherra landsins í Þýskalandi. „Farðu norður og niður er diplómatíska svarið mitt til þín, @elonmusk,“ tísti sendiherrann á móti. Fuck off is my very diplomatic reply to you @elonmusk— Andrij Melnyk (@MelnykAndrij) October 3, 2022 Mykhailo Podoljak, ráðgjafi Volodýmýrs Selenskíj Úkraínuforseta, setti fram sínar eigin tillögur sem honum voru meira að skapi. Í fyrsta lagi frelsaði Úkraína landsvæði sín, þar á meðal Krímskaga, í öðru lagi yrði Rússland gert hernaðarlega óvirkt og afkjarnavopnað til að það gæti ekki ógnað öðrum ríkjum og í þriðja lagi yrðu stríðsglæpamenn dregnir fyrir alþjóðadómstóla. .@elonmusk there is a better peace plan.1. liberates its territories. Including the annexed Crimea.2. undergoes demilitarization and mandatory denuclearization so it can no longer threaten others.3. War criminals go through international tribunal.Let s vote?— (@Podolyak_M) October 3, 2022 Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Musk grínaðist með að kaupa Manchester United Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, sagði á Twitter-síðu sinni að hann væri við það að festa kaup á enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Skömmu síðar dró hann grínið hins vegar til baka. 17. ágúst 2022 07:30 Musk þvertekur fyrir ásakanirnar Elon Musk, forstjóri og stofnandi Tesla, neitar því að hafa nokkurn tímann átt í kynferðislegu sambandi með Nicole Shanahan, eiginkonu stofnanda Google, Sergey Brin. 25. júlí 2022 08:20 Dóttir Musk vill rjúfa öll tengsl við hann Átján ára gömul transdóttir auðkýfingsins Elons Musk hefur óskað eftir að láta breyta nafni sínu, ekki aðeins til að endurspegla kynvitund sína heldur einnig til að slíta öll tengsl við föður sinn. 21. júní 2022 09:13 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Musk, eigandi rafbílaframleiðandands Tesla og geimferðafyrirtækisins SpaceX, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum með umdeildum skoðunum og vafasömum fullyrðingum undanfarin misseri. Tillaga sem um frið á milli Úkraínu og Rússlands sem hann tísti í dag hefði getað komið frá Kreml. Lagði Musk til að ólöglegar atkvæðagreiðslur sem leppstjórar Rússa í Úkraínu héldu um innlimum fjögurra úkraínskra héraða á dögunum yrðu endurteknar undir umsjón Sameinuðu þjóðanna. Rússneski herinn yfirgæfi héruðin ef það væri vilji íbúanna þar. Rússar fengju Krímskaga, sem þeir innlimuðu ólöglega árið 2014, varanlega en svæðinu væri tryggt aðgang að drykkjarvatni. Þá lagði hann til að Úkraína yrði hlutlaus, það er að segja, sæktist ekki eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu eða Evrópusambandinu. Ukraine-Russia Peace:- Redo elections of annexed regions under UN supervision. Russia leaves if that is will of the people.- Crimea formally part of Russia, as it has been since 1783 (until Khrushchev s mistake).- Water supply to Crimea assured.- Ukraine remains neutral.— Elon Musk (@elonmusk) October 3, 2022 Hélt Musk því fram að þetta yrði hvort eð er mjög líklega lyktir stríðsins, aðeins væri spurning hversu margir létu lífið áður. Einnig væri mögulegt, þótt ólíklegt væri, að stríðið leiddi til kjarnorkustríðs. Tillögurnar fóru öfugt ofan í fulltrúa Úkraínu, þar á meðal Andríj Melnyk, sendiherra landsins í Þýskalandi. „Farðu norður og niður er diplómatíska svarið mitt til þín, @elonmusk,“ tísti sendiherrann á móti. Fuck off is my very diplomatic reply to you @elonmusk— Andrij Melnyk (@MelnykAndrij) October 3, 2022 Mykhailo Podoljak, ráðgjafi Volodýmýrs Selenskíj Úkraínuforseta, setti fram sínar eigin tillögur sem honum voru meira að skapi. Í fyrsta lagi frelsaði Úkraína landsvæði sín, þar á meðal Krímskaga, í öðru lagi yrði Rússland gert hernaðarlega óvirkt og afkjarnavopnað til að það gæti ekki ógnað öðrum ríkjum og í þriðja lagi yrðu stríðsglæpamenn dregnir fyrir alþjóðadómstóla. .@elonmusk there is a better peace plan.1. liberates its territories. Including the annexed Crimea.2. undergoes demilitarization and mandatory denuclearization so it can no longer threaten others.3. War criminals go through international tribunal.Let s vote?— (@Podolyak_M) October 3, 2022
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Musk grínaðist með að kaupa Manchester United Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, sagði á Twitter-síðu sinni að hann væri við það að festa kaup á enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Skömmu síðar dró hann grínið hins vegar til baka. 17. ágúst 2022 07:30 Musk þvertekur fyrir ásakanirnar Elon Musk, forstjóri og stofnandi Tesla, neitar því að hafa nokkurn tímann átt í kynferðislegu sambandi með Nicole Shanahan, eiginkonu stofnanda Google, Sergey Brin. 25. júlí 2022 08:20 Dóttir Musk vill rjúfa öll tengsl við hann Átján ára gömul transdóttir auðkýfingsins Elons Musk hefur óskað eftir að láta breyta nafni sínu, ekki aðeins til að endurspegla kynvitund sína heldur einnig til að slíta öll tengsl við föður sinn. 21. júní 2022 09:13 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Musk grínaðist með að kaupa Manchester United Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, sagði á Twitter-síðu sinni að hann væri við það að festa kaup á enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Skömmu síðar dró hann grínið hins vegar til baka. 17. ágúst 2022 07:30
Musk þvertekur fyrir ásakanirnar Elon Musk, forstjóri og stofnandi Tesla, neitar því að hafa nokkurn tímann átt í kynferðislegu sambandi með Nicole Shanahan, eiginkonu stofnanda Google, Sergey Brin. 25. júlí 2022 08:20
Dóttir Musk vill rjúfa öll tengsl við hann Átján ára gömul transdóttir auðkýfingsins Elons Musk hefur óskað eftir að láta breyta nafni sínu, ekki aðeins til að endurspegla kynvitund sína heldur einnig til að slíta öll tengsl við föður sinn. 21. júní 2022 09:13