Haaland byrjaður að eigna sér met - „Banvæn blanda af mörgum bestu framherjum samtímans“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 3. október 2022 07:02 Óstöðvandi afl. vísir/Getty Norska markamaskínan Erling Braut Haaland hefur komið sem stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa gengið í raðir Man City frá Borussia Dortmund í sumar. Þessi 22 ára drengur frá Bryne í Noregi hefur með frammistöðu sinni í byrjun tímabilsins gert lítið úr þeirri skoðun margra að enska úrvalsdeildin sé sú erfiðasta sem fyrirfinnst. Haaland gerði sína þriðju þrennu þegar Man City vann glæstan 6-3 sigur á nágrönnum sínum í Man Utd í gær. Þetta var þriðji heimaleikurinn í röð sem Haaland skoraði þrennu í og hefur það aldrei gerst áður í úrvalsdeildinni. Þrjár þrennur í fyrstu átta leikjum deildarinnar er að sjálfsögðu einsdæmi í enska boltanum en sá sem átti áður metið yfir að vera fyrstur til að skora þrjár þrennur í ensku úrvalsdeildinni var Michael Owen og þurfti hann 48 leiki til að ná því. Eins og sjá má hér fyrir neðan eru þetta engin smástirni sem Norðmaðurinn er að slá við með þessari ótrúlegu byrjun sinni. Quickest player to reach 3 Premier League hat-tricks: Erling Haaland (8 games) Michael Owen (48 games) Ruud van Nistelrooy (59 games) pic.twitter.com/CPxviI69PB— Football Daily (@footballdaily) October 2, 2022 Peter Schmeichel hefur mætt flestum af bestu framherjum sögunnar og hann telur Haaland vera algjörlega einstakan leikmann. „Þú sérð marga toppframherja í honum einum. Hann hefur alla eiginleikana,“ segir Schmeichel og heldur áfram. „Það mikilvægasta fyrir góðan framherja er þolinmæði. Ég spilaði gegn mörgum af bestu framherjunum og þegar þeir klúðra færum er tíminn sem þú sem markmaður þarft virkilega að einbeita þér.“ „Cristiano Ronaldo og Filippo Inzhagi. Þeir gátu alltaf látið sig hverfa og svo allt í einu voru þeir komnir í dauðafæri.“ „Þegar þú horfir á Haaland sérðu alla góðu eiginleikana frá bestu framherjum samtímans. Hann skorar mörk í líkingu við það sem Zlatan getur gert. Hann hefur líka það sem Ronaldo (innsk. Frá Brasilíu) hafði,“ segir Schmeichel. „Þess vegna er hann svo hættulegur. Flestir af þessum bestu höfðu sitt einkenni en hann er með þetta allt í vopnabúrinu sínu,“ segir Schmeichel. Erling Haaland (14) already has twice as many Premier League goals as the next highest scorer Harry Kane (7).Eyes on the prize pic.twitter.com/5cV8OWtWjM— B/R Football (@brfootball) October 2, 2022 Pep Guardiola, stjóri Man City, hafði orð á því eftir sigurinn gegn Man Utd að tölfræði Norðmannsins væri í fullri hreinskilni, ógnvekjandi (e. scary). Tölfræðin með Man City (11 leikir - 17 mörk) er framhald af því sem Haaland hefur gert hjá Red Bull Salzburg (29 leikir - 27 mörk) og Borussia Dortmund (89 leikir - 86 mörk) auk þess sem kappinn hefur gert 21 mark í 23 landsleikjum fyrir Noreg. Enski boltinn Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Furðulegasta hlaup ársins innihélt skyldustopp á Taco Bell Sport Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Fleiri fréttir Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Sjá meira
Þessi 22 ára drengur frá Bryne í Noregi hefur með frammistöðu sinni í byrjun tímabilsins gert lítið úr þeirri skoðun margra að enska úrvalsdeildin sé sú erfiðasta sem fyrirfinnst. Haaland gerði sína þriðju þrennu þegar Man City vann glæstan 6-3 sigur á nágrönnum sínum í Man Utd í gær. Þetta var þriðji heimaleikurinn í röð sem Haaland skoraði þrennu í og hefur það aldrei gerst áður í úrvalsdeildinni. Þrjár þrennur í fyrstu átta leikjum deildarinnar er að sjálfsögðu einsdæmi í enska boltanum en sá sem átti áður metið yfir að vera fyrstur til að skora þrjár þrennur í ensku úrvalsdeildinni var Michael Owen og þurfti hann 48 leiki til að ná því. Eins og sjá má hér fyrir neðan eru þetta engin smástirni sem Norðmaðurinn er að slá við með þessari ótrúlegu byrjun sinni. Quickest player to reach 3 Premier League hat-tricks: Erling Haaland (8 games) Michael Owen (48 games) Ruud van Nistelrooy (59 games) pic.twitter.com/CPxviI69PB— Football Daily (@footballdaily) October 2, 2022 Peter Schmeichel hefur mætt flestum af bestu framherjum sögunnar og hann telur Haaland vera algjörlega einstakan leikmann. „Þú sérð marga toppframherja í honum einum. Hann hefur alla eiginleikana,“ segir Schmeichel og heldur áfram. „Það mikilvægasta fyrir góðan framherja er þolinmæði. Ég spilaði gegn mörgum af bestu framherjunum og þegar þeir klúðra færum er tíminn sem þú sem markmaður þarft virkilega að einbeita þér.“ „Cristiano Ronaldo og Filippo Inzhagi. Þeir gátu alltaf látið sig hverfa og svo allt í einu voru þeir komnir í dauðafæri.“ „Þegar þú horfir á Haaland sérðu alla góðu eiginleikana frá bestu framherjum samtímans. Hann skorar mörk í líkingu við það sem Zlatan getur gert. Hann hefur líka það sem Ronaldo (innsk. Frá Brasilíu) hafði,“ segir Schmeichel. „Þess vegna er hann svo hættulegur. Flestir af þessum bestu höfðu sitt einkenni en hann er með þetta allt í vopnabúrinu sínu,“ segir Schmeichel. Erling Haaland (14) already has twice as many Premier League goals as the next highest scorer Harry Kane (7).Eyes on the prize pic.twitter.com/5cV8OWtWjM— B/R Football (@brfootball) October 2, 2022 Pep Guardiola, stjóri Man City, hafði orð á því eftir sigurinn gegn Man Utd að tölfræði Norðmannsins væri í fullri hreinskilni, ógnvekjandi (e. scary). Tölfræðin með Man City (11 leikir - 17 mörk) er framhald af því sem Haaland hefur gert hjá Red Bull Salzburg (29 leikir - 27 mörk) og Borussia Dortmund (89 leikir - 86 mörk) auk þess sem kappinn hefur gert 21 mark í 23 landsleikjum fyrir Noreg.
Enski boltinn Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Furðulegasta hlaup ársins innihélt skyldustopp á Taco Bell Sport Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Fleiri fréttir Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Sjá meira