Haaland byrjaður að eigna sér met - „Banvæn blanda af mörgum bestu framherjum samtímans“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 3. október 2022 07:02 Óstöðvandi afl. vísir/Getty Norska markamaskínan Erling Braut Haaland hefur komið sem stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa gengið í raðir Man City frá Borussia Dortmund í sumar. Þessi 22 ára drengur frá Bryne í Noregi hefur með frammistöðu sinni í byrjun tímabilsins gert lítið úr þeirri skoðun margra að enska úrvalsdeildin sé sú erfiðasta sem fyrirfinnst. Haaland gerði sína þriðju þrennu þegar Man City vann glæstan 6-3 sigur á nágrönnum sínum í Man Utd í gær. Þetta var þriðji heimaleikurinn í röð sem Haaland skoraði þrennu í og hefur það aldrei gerst áður í úrvalsdeildinni. Þrjár þrennur í fyrstu átta leikjum deildarinnar er að sjálfsögðu einsdæmi í enska boltanum en sá sem átti áður metið yfir að vera fyrstur til að skora þrjár þrennur í ensku úrvalsdeildinni var Michael Owen og þurfti hann 48 leiki til að ná því. Eins og sjá má hér fyrir neðan eru þetta engin smástirni sem Norðmaðurinn er að slá við með þessari ótrúlegu byrjun sinni. Quickest player to reach 3 Premier League hat-tricks: Erling Haaland (8 games) Michael Owen (48 games) Ruud van Nistelrooy (59 games) pic.twitter.com/CPxviI69PB— Football Daily (@footballdaily) October 2, 2022 Peter Schmeichel hefur mætt flestum af bestu framherjum sögunnar og hann telur Haaland vera algjörlega einstakan leikmann. „Þú sérð marga toppframherja í honum einum. Hann hefur alla eiginleikana,“ segir Schmeichel og heldur áfram. „Það mikilvægasta fyrir góðan framherja er þolinmæði. Ég spilaði gegn mörgum af bestu framherjunum og þegar þeir klúðra færum er tíminn sem þú sem markmaður þarft virkilega að einbeita þér.“ „Cristiano Ronaldo og Filippo Inzhagi. Þeir gátu alltaf látið sig hverfa og svo allt í einu voru þeir komnir í dauðafæri.“ „Þegar þú horfir á Haaland sérðu alla góðu eiginleikana frá bestu framherjum samtímans. Hann skorar mörk í líkingu við það sem Zlatan getur gert. Hann hefur líka það sem Ronaldo (innsk. Frá Brasilíu) hafði,“ segir Schmeichel. „Þess vegna er hann svo hættulegur. Flestir af þessum bestu höfðu sitt einkenni en hann er með þetta allt í vopnabúrinu sínu,“ segir Schmeichel. Erling Haaland (14) already has twice as many Premier League goals as the next highest scorer Harry Kane (7).Eyes on the prize pic.twitter.com/5cV8OWtWjM— B/R Football (@brfootball) October 2, 2022 Pep Guardiola, stjóri Man City, hafði orð á því eftir sigurinn gegn Man Utd að tölfræði Norðmannsins væri í fullri hreinskilni, ógnvekjandi (e. scary). Tölfræðin með Man City (11 leikir - 17 mörk) er framhald af því sem Haaland hefur gert hjá Red Bull Salzburg (29 leikir - 27 mörk) og Borussia Dortmund (89 leikir - 86 mörk) auk þess sem kappinn hefur gert 21 mark í 23 landsleikjum fyrir Noreg. Enski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Þessi 22 ára drengur frá Bryne í Noregi hefur með frammistöðu sinni í byrjun tímabilsins gert lítið úr þeirri skoðun margra að enska úrvalsdeildin sé sú erfiðasta sem fyrirfinnst. Haaland gerði sína þriðju þrennu þegar Man City vann glæstan 6-3 sigur á nágrönnum sínum í Man Utd í gær. Þetta var þriðji heimaleikurinn í röð sem Haaland skoraði þrennu í og hefur það aldrei gerst áður í úrvalsdeildinni. Þrjár þrennur í fyrstu átta leikjum deildarinnar er að sjálfsögðu einsdæmi í enska boltanum en sá sem átti áður metið yfir að vera fyrstur til að skora þrjár þrennur í ensku úrvalsdeildinni var Michael Owen og þurfti hann 48 leiki til að ná því. Eins og sjá má hér fyrir neðan eru þetta engin smástirni sem Norðmaðurinn er að slá við með þessari ótrúlegu byrjun sinni. Quickest player to reach 3 Premier League hat-tricks: Erling Haaland (8 games) Michael Owen (48 games) Ruud van Nistelrooy (59 games) pic.twitter.com/CPxviI69PB— Football Daily (@footballdaily) October 2, 2022 Peter Schmeichel hefur mætt flestum af bestu framherjum sögunnar og hann telur Haaland vera algjörlega einstakan leikmann. „Þú sérð marga toppframherja í honum einum. Hann hefur alla eiginleikana,“ segir Schmeichel og heldur áfram. „Það mikilvægasta fyrir góðan framherja er þolinmæði. Ég spilaði gegn mörgum af bestu framherjunum og þegar þeir klúðra færum er tíminn sem þú sem markmaður þarft virkilega að einbeita þér.“ „Cristiano Ronaldo og Filippo Inzhagi. Þeir gátu alltaf látið sig hverfa og svo allt í einu voru þeir komnir í dauðafæri.“ „Þegar þú horfir á Haaland sérðu alla góðu eiginleikana frá bestu framherjum samtímans. Hann skorar mörk í líkingu við það sem Zlatan getur gert. Hann hefur líka það sem Ronaldo (innsk. Frá Brasilíu) hafði,“ segir Schmeichel. „Þess vegna er hann svo hættulegur. Flestir af þessum bestu höfðu sitt einkenni en hann er með þetta allt í vopnabúrinu sínu,“ segir Schmeichel. Erling Haaland (14) already has twice as many Premier League goals as the next highest scorer Harry Kane (7).Eyes on the prize pic.twitter.com/5cV8OWtWjM— B/R Football (@brfootball) October 2, 2022 Pep Guardiola, stjóri Man City, hafði orð á því eftir sigurinn gegn Man Utd að tölfræði Norðmannsins væri í fullri hreinskilni, ógnvekjandi (e. scary). Tölfræðin með Man City (11 leikir - 17 mörk) er framhald af því sem Haaland hefur gert hjá Red Bull Salzburg (29 leikir - 27 mörk) og Borussia Dortmund (89 leikir - 86 mörk) auk þess sem kappinn hefur gert 21 mark í 23 landsleikjum fyrir Noreg.
Enski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira