Keane ósáttur við Man Utd - „Algjör vanvirðing við Ronaldo“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 2. október 2022 21:31 Cristiano Ronaldo. vísir/Getty Fyrrum fyrirliði Man Utd og einn sigursælasti leikmaður í sögu þess er algjörlega forviða á því hvernig komið er fyrir annarri goðsögn hjá félaginu, Cristiano Ronaldo. Keane lét gamminn geysa eftir Manchester slaginn í dag þar sem Ronaldo sat allan tímann á bekknum. Erik Ten Hag, stjóri Man Utd, lét hafa eftir sér í leikslok að hann hafi ekki sett Ronaldo inn á í stöðunni 4-0 af virðingu við portúgalska markahrókinn. Keane gefur lítið fyrir þær útskýringar. Hann segir það hverjum manni ljóst að Ronaldo sé ekki ætlað neitt hlutverk í liðinu og því sé það til skammar fyrir félagið að það skuli ekki hafa leyft Ronaldo að fara í sumar. „Manchester United er að vanvirða Ronaldo. Þeir áttu að leyfa honum að fara í sumar,“ segir Keane. „Þú heldur ekki í Ronaldo til að láta hann sitja á bekknum. Hann er einn besti leikmaður knattspyrnusögunnar og hann hafði möguleika á að fara í önnur félög í sumar. Allt tal um að það hafi enginn viljað hann er bara bull. Hann hafði fjóra til fimm góða möguleika; ég veit það fyrir víst.“ sagði Keane ákveðinn. " !" Roy Keane believes Man United should have let Cristiano Ronaldo leave the club in the summer. pic.twitter.com/Zgs4vlItPG— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 2, 2022 Hinn 37 ára gamli Ronaldo hefur komið við sögu í átta leikjum á tímabilinu og skorað eitt mark. „Við vitum að hann er ekki að fara að spila Ronaldo. Hann hefur fengið að spila í Evrópudeildinni og þetta á bara eftir að enda illa. Þú heldur ekki Ronaldo hjá þér, manni með þetta markahlutfall til að hanga á bekknum. Þetta er algjör vanvirðing,“ segir Keane. Enski boltinn Tengdar fréttir Ten Hag: „Okkur skorti trú“ Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var eðlilega súr og svekktur eftir 6-3 tap liðsins gegn Englandsmeisturum Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 2. október 2022 16:06 Haaland og Foden skoruðu þrennur er City valtaði yfir United Erling Braut Haaland og Phil Foden skoruðu sitthvora þrennuna er Englandsmeistarar Manchester City völtuðu yfir nágranna sína í manchester United í borgarslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag, 6-3. 2. október 2022 14:51 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira
Keane lét gamminn geysa eftir Manchester slaginn í dag þar sem Ronaldo sat allan tímann á bekknum. Erik Ten Hag, stjóri Man Utd, lét hafa eftir sér í leikslok að hann hafi ekki sett Ronaldo inn á í stöðunni 4-0 af virðingu við portúgalska markahrókinn. Keane gefur lítið fyrir þær útskýringar. Hann segir það hverjum manni ljóst að Ronaldo sé ekki ætlað neitt hlutverk í liðinu og því sé það til skammar fyrir félagið að það skuli ekki hafa leyft Ronaldo að fara í sumar. „Manchester United er að vanvirða Ronaldo. Þeir áttu að leyfa honum að fara í sumar,“ segir Keane. „Þú heldur ekki í Ronaldo til að láta hann sitja á bekknum. Hann er einn besti leikmaður knattspyrnusögunnar og hann hafði möguleika á að fara í önnur félög í sumar. Allt tal um að það hafi enginn viljað hann er bara bull. Hann hafði fjóra til fimm góða möguleika; ég veit það fyrir víst.“ sagði Keane ákveðinn. " !" Roy Keane believes Man United should have let Cristiano Ronaldo leave the club in the summer. pic.twitter.com/Zgs4vlItPG— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 2, 2022 Hinn 37 ára gamli Ronaldo hefur komið við sögu í átta leikjum á tímabilinu og skorað eitt mark. „Við vitum að hann er ekki að fara að spila Ronaldo. Hann hefur fengið að spila í Evrópudeildinni og þetta á bara eftir að enda illa. Þú heldur ekki Ronaldo hjá þér, manni með þetta markahlutfall til að hanga á bekknum. Þetta er algjör vanvirðing,“ segir Keane.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ten Hag: „Okkur skorti trú“ Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var eðlilega súr og svekktur eftir 6-3 tap liðsins gegn Englandsmeisturum Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 2. október 2022 16:06 Haaland og Foden skoruðu þrennur er City valtaði yfir United Erling Braut Haaland og Phil Foden skoruðu sitthvora þrennuna er Englandsmeistarar Manchester City völtuðu yfir nágranna sína í manchester United í borgarslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag, 6-3. 2. október 2022 14:51 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira
Ten Hag: „Okkur skorti trú“ Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var eðlilega súr og svekktur eftir 6-3 tap liðsins gegn Englandsmeisturum Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 2. október 2022 16:06
Haaland og Foden skoruðu þrennur er City valtaði yfir United Erling Braut Haaland og Phil Foden skoruðu sitthvora þrennuna er Englandsmeistarar Manchester City völtuðu yfir nágranna sína í manchester United í borgarslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag, 6-3. 2. október 2022 14:51